Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá 2005

Áramótaandvarpið

Jæja, enn og aftur fer senn að líða að óumflýjanlegum árskiptum í okkar nútímalega Gregoríska tímatali.... ... og við hjúin sitjum hér við tölvuskjáinn og höfum rétt nýverið skolað niður skammtinum af innlenda fréttaannálnum. Það var ágætis hressing og góð upprifjun á atburðum sem við vissum bæði um og vissum ekki um. Lofuð sé stafræn útgeislun RÚV. Í gærkvöldi fóru svo Jakob, Oddný og Anja heim á leið til Íslands. Það gekk nú ekki alveg áfallalaust frekar en koman hingað. Við kíktum samviskusamlega á http://www.cph.dk/ og www.textavarp.is til að staðfesta brottfaratímana áður en Hanna skutlaði út á völl. En allt kom fyrir ekki, það var svo búið að fresta fluginu um klukkustund. En það var bara byrjunin því enn og aftur var frestað í klukkutíma og klukkutíma. Í stað þess að gefa bara réttar upplýsingar strax, drattaðist Iceland Express vélin í loftið að verða tvö í nótt í stað áætlað 20:25. En vélin var víst búin að liggja biluð heima á Íslandi allan daginn án þess að nokkrum dytti

Fall er....

Vertinn sagði: fararheill. Ekki satt? Í þessum töluðu orðum er glorsoltinn og slæptur hópur fólks á leið upp í Sölleröd eftir Helsiningör hraðbrautinni. Já í dag lentu Anja, Oddný og Jakob á Kastrup. Hanna og Baldur Freyr fóru og tóku á móti þeim. Ég og Ásta Lísa biðum heima og biðum spennt eftir komu þeirra. Ásta tók sína spennu út í svefni því hún hefur verið sofandi síðustu 4 tímana, svaka dugleg að sofa stelpan. En ég var búinn að gera klárt fyrir smurbrauðssnæðinginn og farinn að undrast lítið eitt um liðið þegar síminn hringdi. Það var Hanna. Bílaleigubíllinn bilaði og þau biðu eftir Falck bíl til að draga skrjóðinn á braut en svo átti eftir að fara niður á Kastrup að fá nýjan bíl. Við sjáum hvað setur, ég ætla að setja brauðið á borðið og sjá til hvort Ásta Lísa ætli ekki að fara að rumska. Hér er allt hið jólalegasta, snjónum kyngir niður síðan um hádegi. Gleðileg jól öll saman til sjávar og sveita. Jólakortin eru í vinnslu......

Þorláksmessa

Sveinki sagði: Það er aldrei að vita nema við munum hlusta á hann Bubba í kvöld því að það verður að segjast að okkur vantar svolítið íslensku jólalögin og íslensku stemninguna. En þrátt fyrir það höfum við það stórgott og hlökkum til að halda okkar eigin jól. Ég má nú til að segja ykkur aðeins frá upplifun Baldurs á jólaveininum. Málið er nefnilega að fyrstu nóttina kom sveinki með mandarínu og piparkökur. Hrifningin var ekki meira en svo að kökurnar voru teknar en mandarínan fékk að liggja í skónum áfram. Sveinki ákvað því að næstu nótt skyldi vera e-ð sem eflaust fengi meiri viðbrögð og viti menn, næsta morgun lá þar einn lítill hlauppoki. Baldur var mikið ánægður og næsta morgun er hann opnaði augun, néri hann saman höndunum, dæsti og sagði nautnalega: "hvað ætli sé í skónum??". Þegar hann sá að ekki var nammipoki, heldur e-ð Batman belti (sem Sveinki hélt að hann yrði svo ánægður með) þá létu viðbrögðin ekki á sér standa. Baldur lagðist í gólfið, grenjaði og skammaðist,

Jólakveðjur

Sveinki sagði: Ég held að ég noti þessa rólegu stund sem gefist hefur á heimilinu til þess að óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Einnig óska ég þess að árið sem í vændum er verði okkur öllum hamingju- og gleðiríkt. Við ætlum ekkert að breyta útaf venju og vera svolítið sein fyrir og því munu jólakort berast í seinna falli þetta árið og etv. barasta á nýju ári. Það er nú bara þannig, eins og hann Freysi myndi segja. Ástarkveðjur og knús frá Søllerød Park Hanna

Er líða fer að jólum

Stúfur sagði: Tíminn krafsar sig hægt og bítandi áfram og nú er barasta að koma að jólum. Við feðgarnir fengum meira að segja smá snjómuggu í andlitið í morgunsárið á leiðinni í leikskóla og vinnu. Æ fleiri teikn eru á lofti um komu jólanna. Við erum búin að fara á 'julehygge' hjá bæði Baldri og Ástu í skólunum þeirra. Þar er jafnan trompað fram hinum ljúffengu eplaskífum (sem innihalda að vísu engin epli), kirsjuberjasultu og flórsykri. Piparkökurnar eru heldur aldrei langt undan. Ef við víkjum aftur að eplalausu eplaskífunum þá er skýringin sú að áður fyrr var það venjan að baka þessar ljúffengu fitubolta á eplaskífupönnum þar sem eplabitum var stungið í hverja skífu. Það var tilfellið þegar fólk bjó þetta til sjálft en nú til dags er þessu gjarnan sleppt, sérstaklega í fjöldaframleiðsluumhverfinu. Svo erum við búin að fara á jólaskemmtun hjá Microsoft og svo fékk ég smá jólaglögg í dag (og að sjálfsögðu eplaskífur) í vinnunni. Hanna var svo að hræra í 'honninghjerte'

Verslunardagur frá helv....

Grenjuskjóða sagði: Já ég skal sko segja ykkur það. Það var verslað í dag og ég verð að viðurkenna að ég er bara ekki kona sem nýt þess að fara búð úr búð og versla af mér rassgatið. Enda skaust í huga mér svolítil hugsun í dag, og þykja það nú tíðindi .... Ég hugsaði sísvona með mér að nú hlyti ég að ganga með þríburana og ef svo væri þá skyldi ég nú aldeilis eiga samtal við hann Þórð Óskars (sem er kvensjúkdómalæknirinn) því að hann ber ábyrgð á þessum málum, ef svo má að orði komast. Ástæðan fyrir spökuleríngum mínum varðandi óléttu kom til vegna þess að ég fór nú barasta að grenja í Lyngby í dag. Ég var að reyna að ná strætó til þess að komast til Gentofte, þar sem eru m.a. Elkó, Rúmfó og Ikea og tókst ekki betur til en svo að strætó leggur af stað er ég er uþb. að koma að honum. Ég geri með handahreyfingum ljóst að ég biðji um leyfi til þess að koma með en aumingja maðurinn sem var að keyra vagninn horfir á mig, eins og það væri ég sem væri auminginn, og hristir bara höfuðið; &quo

Blámi selst hæstbjóðanda

Bílasveinninn sagði: {mosimage}Jæja þá er um að gera að nýta sér möguleika netsins og auglýsa bláma okkar falan til kaups. Um er að ræða bláan 1999 árgerð af Mitsubishi Lancer, mjög góður bíll. Ekinn 103 þúsund, áhvílandi 300 þús hagstætt gengislán. Afborgun er tæplega 16 þús á mánuði. Jólatilboð: 500 þúsund Áhugasamir hafi samband við okkur gegnum tölvupóst ( finnur@finnur.com ) eða með öðrum hætti að eigin vali.

Tívolí ferð

Snigillinn sagði: Þau ykkar sem þekkið til hennar Sibbýjar minnar munið eflaust eftir eftirminnilegri ferð hennar til USA hér um árið.....   en þar var komið fram við þennan "ljóshærða engil" eins og hinn argasta kriminal og hefur hún enn ekki lagt í ferðalag vestur um haf. Í dag var Sibbý á ferð í Tivoli og þar komu kriminal-taktar hennar glögglega í ljós. Hún vogaði sér að standa upp á bekk til þess að ná betri mynd af frænda sínum, honum Baldri Frey en hann var í mikilli innlifun að stýra flugvél. Manninum, sem stýrði flugvéla-tækinu, fannst þetta uppátæki hennar ávíta vert og gargaði hástöfum. En Sibbý greyið var náttúrulega með hugann við frændann að hún heyrði ekki í honum. Hann ákvað því bara að garga enn hærra, í stað þess að nálgast krimmann og loks hnippti konan, sem stóð við hliðina á Sibbý, í hana og sagði henni að ekki væri leyfilegt að standa upp á bekknum. Ef ekki hefði verið fyrir þessa konu hefðu tveir grímuklæddir vopnaberar mætt til þess að vísa Sibbý á dyr

Hva, er ekkert að gerast?

Tíðindamaðurinn sagði: Jú jú, þrátt fyrir slaka uppfærslutíðni á vefnum hefur nú ýmislegt verið að gerast undanfarna viku og er enn að eiga sér stað... Fyrir rétt um viku síðan komu Jakob og Oddný í heimsókn til okkar hérna upp í Sölleröd. Heppin vorum við að vinnan hans Jakobs, Nýsir, hafði slegið til og splæst ferð fyrir starfsfólkið til kóngsins Kaupmannahafnar. Það urðu miklir fagnaðarfundir og áttum við góðar stundir saman. Fórum til dæmis saman á jólaball hjá Microsoft þar sem blöðrumaðurinn alræmdi framkvæmdi ógjörlega gjörninga af mikilli list. Hanna byrjaði svo í nýju vinnunni eftir helgina en þurfti að byrja á því að vera heima fyrsta daginn með Ástu Lísu sem hafði gripið í sig einhverja pest. En svo komst hún til vinnu í Barnahuset Egehegnet á þriðjudaginn og gekk það nú bara með ágætum og er þetta prýðis vinnustaður. Ekki skemmir fyrir að leikskólinn er við hliðina á Joan, dagmömmu hennar Ástu Lísu. Í dag rann svo loksins upp langþráður dagur. Loksins er komið að því að Ást

Glært

Geiri glæri sagði: Nú er það ekki svart, heldur glært. Eða þannig... Hér í Danaveldi virðist það vera óskráð lög að jólaljósaperurnar skuli vera glærar. Okkar íslensku og marglitu seríur hljóta að vekja undrun, aðdáun og gleði. Líkt og þegar konurnar á leikskólanum hans Baldurs Freys gátu ekki varist því að fylgjast með og brosa að skriðtækni Ástu Lísu sem skaust áfram um öll gólfin á rassinum eins og krabbi á 'julehygge' í síðustu viku. Einn af indversku samstarfsfélögum mínum varð samferða mér í strætó heim á föstudeginum. Hann var hálf glær af þreytu, enda sagði hann mér að það væri líka raunin. Hann býr með nokkrum öðrum starfsnemum og þar er víst oft glatt á hjalla. Reyndar hefur hann verið að skrifa bók, en sú vinna hefur alveg setið á hakanum þar sem ekki hefur skapast tímarými milli veisluhalda og vinnu. Hann vonaði að hann yrði nú ekki glærþunnur um helgina þar sem hann var nú að vonast til að vinirnir færu nú ekki að hringja og bjóða í fjör. Það er víst erfitt að stan

Rokkað í Køben

Snigillinn sagði: Enn eitt kvöldið fékk ég bæjarleyfi og því var haldið niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég myndi fara á tónleika með Anne Linnet í nóvember og þeir voru einmitt á laugardagskvöldið. Íris og Magga voru hér hjá okkur og við nutum samvista við þær á milli þess sem þær sóttu tónleikastaði heim. Takk kærlega fyrir komuna, stúlkur. Við vonum að heimferðin hafi gengið vel! En aftur að laugardagskvöldinu .....   sem var frábært. Anne Linnet er hreinlega frábær tónlistarmaður. Krafturinn í henni og frá er ótrúlegur og því voru tónleikarnir heilmikil upplifun. Það er svo gaman að heyra Anne segja frá t.d. skýjum, hegðun fugla, upplifun af vatni og afbrýðissemi á hátt sem fær mann til að nánast upplifa lýsinguna hennar. Anne hefur víst ekki farið ávallt troðnar slóðir í lífinu, og þar af leiðandi er tónlistin hennar undir miklum áhrifum af því. Platan "Her hos mig" sem kom út í október fer með mann í gegnum heila sögu sem hún skýrir svo

Svipmyndir

Nokkrar nýjar myndir eru komnar í albúmið. Þar á meðal frá framkvæmdum, Raadvaad deginum ofl.

Andleysi

Snigillinn sagði: Skrýtið þetta andleysi sem hellist oft yfir mig þegar ég er sest við tölvuna og ætla að skrifa e-ð. Eins og heilastarfsemin leggist af. Flakka þá á milli síða og geri í raun ekki neitt. En nú er kominn tími til að skrifa því að langt er síðan síðast.   Heil vika ... og þá er bara að rifja upp. Valla og Sæmi komu á miðvikudaginn sl. Og voru fram á laugardag. Ljúft það og börnin sérlega hrifin. Við bjuggumst við að ÁLF myndi vera e-ð feimin við þau en ekki aldeilis. Þegar ég og Valla sóttum hana í Legestuen á fimmtudaginn var alveg spurning hvort ÁLF vildi meira til mín en ömmu sinnar. Gott mál! Við fórum í Experimentarium á fimmtudaginn og í Tivoli á föstudeginum og skemmtum okkur vel þrátt fyrir að frostið biti ansi skart í kinn. Á laugardagskvöldið fór ég í bæinn, fékk s.s. bæjarleyfi hjá manninum en þið sem hann þekkið þá gerist það ekki oft ;-) Ég fór og hitti Jenný, Silju, Berglindi og Ellen. Seinna komu svo Davíð og Sanne. Við borðuðum á Ankara sem er tyrkneskur

Október 2005, Baldur Freyr

Margt gerðist hjá Baldri í október. Hann byrjaði í nýjum leikskóla, fór að kúka í klósett, fór á kanó í fyrsta skipti ofl... Byrjar í Engevang Syd (leik)skólanum þann 3. október. Gengur nokkuð vel í aðlögunni. Klárar fyrstu vikuna ágætlega með smá niðursveiflu eftir hádegi á föstudeginum, þegar þrekið hefur sennilega verið búið. Er annars ánægður með að vera með öðrum krökkum að leika. Einn íslenskur strákur er líka þarna: Garðar (Gæi). Morgnarnir eru oftast erfiðir, lítill í sér og grætur. Hundaleikur tekinn í gagnið: binda hundinn (pabba/mömmu) og skilja eftir fastan við kommóðu eða önnur húsgögn. Er hrifinn af köttum. Latibær uppgötvast á Norskri stöð (tv 2). Mjög vinsælt og tekið upp á spólu. Farinn að horfa á meiri flóru af teiknimyndum og barnaefni, enda úrvalið mjög mikið í stöðvaflórunni. Fer að sofaupp í hjá foreldrunum. "Þú átt að sofa bara í þínu rúmi", "Nei, stundum þarf að sofa í þessu rúmi. Stundum er það bara svoleiðis.". Mát. Frasar: "Þannig er

Október 2005, Ásta Lísa

Í október varð Ásta Lísa eins árs hvorki meira né minna. Fær pláss hjá fyrstu dagmömmu sinni ofl... Gangbrautarljós. Finnst svo gaman að fá að ýta á takkana. Byrjar að skríkja um leið og götuljós eru í augnsýn. Finnst líka gaman að ýta á takkana í lyftunum. Stingur sjálf með gaffli í matarbitana eftir stutta sýnikennslu. Getur sjálf! Voða hrifin af því að leika sér með plastdósirnar marglitu sem má raða ofan á og inn í hvor aðra. Farin að fara aðeins upp á hnén. Frekar löt við að standa í fæturnar, setur þær frekar í setstöðu þegar prófa á að tosa upp og láta standa. Tennurnar ryðjast fram. Fjögur stykki jaxlar koma upp á yfirborðið. Mikill pirringur vegna þess. Augntönn vinstra megin uppi kemur líka í ljós. Mikið að gera á gólfinu og oft verið að færa hluti fram og til baka, inn og út úr skúffum. Setja dót í uppþvottavélina og inn í skápa. Leikurinn gjörðusvovel-takk-gjörðusvovel-takk-.... osfrv voða vinsæll. Setur Fisher-Price kalla sjálf í stóla og kubbar saman Lego kubbum (stórum).

Hæ hó ég hlakka til

Herforinginn sagði: þegar þessu veikindastússi verður lokið. Tengdó að koma á morgun og Finnur lagstur í bælið.   Það er ekki alveg rétti tíminn fyrir veikindi, en hvenær er það svo sem? Ég vona bara að þetta verði ekki í langan tíma, vinsamlega sendið góða straum! Enn og aftur datt mér líkingin við herforingjann í hug. Ég held að maður sé nokkuð gott efni í herforingja miðað við æfinguna á börnunum, sérstaklega á dögum sem þessum þar sem allt þarf að ganga nokkuð smurt. Ásta hefur sent frá sér sitt fyrsta bréf frá Marokkó og lætur mjög vel af sér. Ég býð spennt eftir því að fá smámunalegar lýsingar af öllu, alveg væri ég til í að vera að skoða svona nýjan heim. Svo að nú er ekkert annað en að drífa sig í að læra frönsku og fara! Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur niðureftir - stór koss. Það er orðið ansi napurt og í dag hefur blásið þokkalega. Í kvöld er hinsvegar fullt tungl, eins og hjá ykkur hinum líka ;-) og hér er heiðskírt og þvílík fegurð. Ég verð alltaf jafnagndofa yfir náttúrunn

Ungur piltur

Elsku Harpa og Torfi Til hamingju með prinsinn ykkar. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, vona bara að það líði ekki ár og öld þar til það verður. Gangi ykkur vel í nýju hlutverkunum!! Ástarkveðjur Hanna

Undarlegt

Freðfinnur sagði: Helgin hjá okkur var um margt frekar undarleg þótt hún hafi í sjálfu sér ekki verið mjög viðburðarrík. Ekki nálægt því eins viðburðarrík eins og dagarnir eru hjá henni Ástu okkar sem er sennilega núna í þessum töluðu orðum að knúsa Rachid sinn í Morokkó. Undarlegt að hún sé flogin suður á bóginn eins og farfuglarnir.... Á laugardagsmorguninn var undarlegt að koma niður í stofu og sjá auðan svefnsófan þar sem Ásta hafði bylt sér undanfarnar nætur. En hún var farin til London í einn sólarhring að bíða eftir aðalfluginu: til Marokkó á fund Rachids, hvorki meira né minna. Þennan morguninn mátti vægt orða það sem svo að Baldur Freyr hafi vaknað á röngunni, enda var Ásta Lísa að ræsa fjöskylduna fullsnemma þarna klukkan hálf sjö. Morgunverkin höfðu nú samt sinn vanagang og okkur datt svo í hug að annað okkar færi með Baldur Frey í sundhöllina sem við höfðum svo lengi ætlað okkur. Aðeins að viðra frumburðinn og gera eitthvað skemmtilegt. {mosimage} Það varð því úr að við feð

Börnin mín kær

Móðirin sagði: Nú er ferðin hennar Sibbý á vit ævintýranna í Morokkó hafin. Það er búið að vera yndislegt að hafa hana og við ansi dugleg að hafa það gott. Því brá mér er ég hrökk upp í nótt við óþægileg hljóð.   Sibbý greyið var orðin veik og faðmaði Gustavsbergið. Hún hefur það þó betra núna en þetta var ekki alveg tekið með í reikninginn þegar ferðalagið var undirbúið. En til þess að vera nú svolítil Pollýanna þá segi ég; betra hér en þar. Það væri nú ekki gaman að vera nýbúin að hitta fjölskyldu R og verða svo veik. Óneiónei. En það er ekki nóg að hún Sibbý sé/var veik heldur er hann Baldur Freyr líka veikur. Hann var e-ð svo ofsalega þreyttur eftir leikskólann í gær og borðaði lítið af matnum sínum. Hann sofnaði svo um 7 í gærkvöldið, vaknaði aftur um 11 en fór fljótt aftur í rúmið með foreldrum sínum. En þegar við vöknuðum í morgun var staðreyndin óumflýjanleg, hann er með hita. Þau sofa nú frændsystkinin saman uppi í herbergi og vonandi mun þeim líða betur þegar þau vakna. Ég gl

Koma hinnar eðalbornu

Ég hef verið hér eins og útspýtt hundskinn við þrif á íbúðinni og ekki vanþörf á. Það sem dreif mig hvað allra mest áfram var að von er á hinni umhverfisvænu á hverri mínútu. Hún Sibbý systir mín er nefnilega að koma bara rétt bráðum og er nú í þessum skrifuðu orðum eflaust að lenda á Kastrup. Mikið hlakka ég til. Ryksugan hlakkaði greinilega líka til vegna þess að hún fór hreinlega yfir um af spenningi. Þegar það gerðist dreif ég mig í að slökkva á vélinni og koma henni út fyrir svona ef e-r eldur væri í uppsiglingu. Eftir smátíma afréð ég að kíkja á hana og tók úr poka og filter, prófaði svo að setja hana aftur í gang og þá sté upp þessi mikli reykur úr öllum vitum vélarinnar. Hún er því úrskurðuð látin eða í það minnsta mikið biluð. Þá kemur einmitt upp umhverfissjónarmiðið, eigum við að gera við vélina eða kaupa nýja þar sem báðir möguleikarnir geta kostað jafnmikið. Umhverfislega séð ættum við að gera við vélina, því betra er að endurnýta en að henda og kaupa nýtt. Við eigum efti

Er ég á Íslandi??

Íslending sagði: Já það var einmitt stóra spurningin sem leitaði á okkur í dag er við lögðum leið okkar til Kaupmannahafnar en skýringin kom fljótt í ljós.   Við vorum ekki fyrr mætt í pulsuvagninn nærri Vesterport station en íslenskan hljómaði um allt. Og áður en margar mínútur liðu hittum við hana Rósu Lyng. Hún útskýrði fyrir okkur alla þessa Íslendingamergð. Haukar voru víst að spila við Århus í handboltanum og Sálin hans Jóns míns er á Vega í kvöld. Það voru víst ansi mörg starfsmannafélög og saumaklúbbar sem sáu sér leik á borði og fylktust til Kongens København. Ég er ekkert að grínast með að það var nánast eins og að vera í miðbæ Rvk, svo margir voru Íslendingarnir. Ég óska því öllum þeim sem leggja leið sína á Vega í kvöld góðrar skemmtunar. Sibbý - hún Rósa bað fyrir sérlega góðri kveðju til þín! Við hittum Dagnýju og Kolbein Hrafn á Rådhuspladsen og Hjörtur hitti okkur svo stuttu seinna í Kongens Have. Við eyddum svo deginum með þeim og höfðum það gott. Þeir eru svo frábærir

Skrýtin tilfinning

Kærleiksbjörn sagði: Í dag er 4. nóvember, J-dagur og veðrið alveg hreint yndislegt. Hér er um 12 stiga hiti, fá ský á lofti og hellingur af laufblöðum á trjánum ennþá. En von er á snjókomu. Ég er hrifin af þessu! Stórt skref var stigið í dag ....   Snjókoma?? Já mikið rétt, því í kvöld kl. 20.59 mun fyrsti snjórinn falla til jarðar og honum mun eflaust fylgja gleði. Snjórinn er í formi bjórs og það er Tuborg sem gefur kassavís af honum í kvöld. Við munum ekki taka þátt í gleðinni nú í ár (kannski næsta ;-) ) en aldrei að vita nema ég versli e-n góðan bjór til þess njóta í kvöld. Í dag er hún Ásta Lísa ein í fyrsta sinn hjá dagmömmunni sinni og nú eru komnir tveir tímar frá því að ég fór með hana og enn ekkert heyrst svo að það hlýtur að ganga þokkalega. Þetta er ansi stórt skref fyrir okkur mæðgurnar og ekki frá því að ég sé með hálfgert samviskubit að sitja hér við tölvuna. Ég hlakka til að fara að ná í hana nú eftir um klukkutíma og heyra hvernig hefur gengið. Hún er nú reyndar sodd

Nýjar myndir

Myndarlegi maðurinn sagði: Já það kom að því: nýr og vænn skammtur af myndum af lífinu hér ytra er kominn í myndaalbúmið okkar. Það verður að viðurkennast að það er um nokkuð liðið síðan síðasti skammtur kom inn (mánuður) en það stafar aðallega af því að myndirnar koma af símanum mínum yfir á vinnufartölvuna og svo þurfa þær að skutlast þaðan inn á netið. Hér var ég sem sagt að þylja upp einhvern tæknilegan fyrirslátt fyrir þessari bið. Íris, þú getur andað rólega núna og ég skal vera duglegri að setja inn næstu myndir ;o)

Er barnið komið??

Móðirin sagði: Netsambandið er ekki upp á sitt besta þessa dagana, dettur inn og út. Pirrandi. Sérstaklega þar sem þetta er sambandið við umheiminn. Ýmislegt er búið að gerast síðan minn heittelskaði skrifaði hér inn síðast.   Ásta Lísa er eins og netsambandið, ekki alveg upp á sitt besta. Það er samt ekki hægt að benda á neitt annað en tennurnar en þær eru að koma hver af annarri. Hún er ekki alveg eins kát og hún á að sér að vera og móðursjúk er hún sem aldrei fyrr. Ég fór með hana til dagmömmunnar, Joan í morgun. ÁLF var mjög vör um sig og grét dramatárum þegar mamman dirfðist að fara á klósettið. Henni fannst ég ansi hörð við sig. Á morgun mun ég fara með hana og skilja hana eftir. Ég verð að viðurkenna að ég er með smákvíðahnút í maganum yfir því. En hún hlýtur að læra þetta, er það ekki? En þar sem bæði börnin eru komin í dagvistun þá get ég víst farið að huga að sjálfri mér. Hvað vil ég? Það er skrýtin spurning en svarið hlýtur að líta dagsins ljós einhvern daginn. Ekki það að é

Cutes too narrow

{mosimage}The Shins - Cutes too narrow . 2003 Þessi átti svo sannarlega skilið að fá að rúlla aftur í mp3 spilaranum á hjólinu. Ljómandi skemmtileg og hressandi tónlist. Fjölbreytilegir og marglaga stílar í skemmtilega samsettri skífu. Góð ending þar sem maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt þegar maður vinnur sig niður úr lögunum í lögunum, eða þannig sko.... Mæli hiklaust með þessari.

Burning brides

Eyrnastór sagði: {mosimage}Burning brides - Fall of the plastic empire . 2002 Fór í gegnum mp3 möppurnar og fann þessa sem ég hafði greinilega sótt af netinu árið 2003 en ekki hlustað almennilega á. Skellti henni inn á hjólaglymskrattann minn til hlustunnar. Og jú, þetta er alveg þokkalegt bílskúrsrokk frá Fíladelfíu. Stooges hljómar veita hroll en þetta er frekar flatneskjulegt og verður einhæft til lengdar. Svolítið fyrirsjáanlegt stundum í frasadeildinni, en etv er nýrri afurðin eitthvað meira spennandi.

Hestabuxur

Faðirinn sagði: Mikið var nú gaman hjá systkinunum að taka saman upp afmælispakkann til Ástu Lísu sem barst hér til okkar í dag. Þótt Baldur hafi nú haft meira gaman af upptökunni sem og innihaldinu. Fengum líka annan "pakka" símleiðis í Gentofteferðinni, en það er nú blendnar tilfinningar varðandi þann ráðahag... Þegar þau voru búin að taka utan af pakkanum var Baldur alveg himinlifandi yfir Batman matarboxinu sínu og ekki síður því sem inn í því bjó: afa-sæma lyklakippan og poki af Tomma-Jenna kexi sem orðið hafði eftir í Blikaás. Ekki var minna spennandi að skella sér í rauðu smekkbuxurnar sem Ásta Lísa fékk í eins árs gjöf frá afa og ömmu í Blikaás. Faðirinn:"Baldur, þetta eru ábyggilega of litlar buxur á þig". Svarið kom um hæl: "Nei, þetta eru hestabuxurnar". Og þar við sat. Á lestarstöðinni í Gentofte á miðvikudaginn fengum við símtal frá dagmóður sem var að tilkynna okkur að Ásta Lísa gæti mætt til hennar eftir helgi í aðlögun. Það er mjög skrítið

Afmælisbarnið, hjátrú ofl

Pottastrákurinn sagði: Nú tel ég mig vera jarðbundinn mann en af og til fer ég að hugsa hvort hjátrúin hafi læðst að mér aftan frá. Í gærkvöldi fór afmælisbarnið hún Ásta Lísa að sofa í allra fyrsta falli og Baldur líka. Þá lét ég þau orð falla í bríarí að það væri nú of gott til að vera satt (sbr orð Bigga Bjarna á sólbökuðu þakinu, veðrið var svo gott að það gæti ekki vitað á gott), eitthvað hrikalegt hlyti að vera að bresta á... En ekki voru það neinar hamfarir sem dundu yfir okkur, heldur virðist sem Ásta Lísa ætli að hefja afmælisdaginn sinn í einhverjum veikindum. Hún er alla veganna búin að vera að vakna nokkrum sinnum í nótt og var ekki eins og hún á að sér að vera í morgun. Eitthvað tuskuleg greyið, gæti verið augntannapirringurinn. Hún var svo ómöguleg greyið að daman fékk stíl og lagðist til hvílu fyrir rúmlega 2 tímum síðan. Vonandi hressist daman og kemur skríkjandi niður og fer að rífa í allar skúffur og hurðir eins og hún er vön. Það hefur nefnilega æði oft verið þannig

Frídagar

Frímann sagði: {mosimage}Þessa dagana erum við svo lukkuleg að ég hef átt frí frá og með miðvikudeginum og stendur það fram á mánudag. Það er nú samt ekki þannig að legið sé með tærnar upp í loft heldur verður jú að hafa eitthvað fyrir stafni þannig að ungviðinu, jafnt sem hinum fullorðnu, fari ekki að leiðast. Þá er farið á kreik og ýmislegt getur þá gerst. Fríið hófst þó með barna(g)ælum ... Aðfaranótt miðvikudagsins var slegið Söllerödmet í rúmskiptingum þegar frumburðurinn skilaði kvöldmatnum sínum á koddann milli foreldra sinna. Snör og samhent handtökin í haustmyrkri næturinnar sáu til þess að nýtt lín var senn komið á hjóna(leysa)rekkjuna. Fyrsta barna(g)ælan hafði látið sjá sig. {mosimage}Fyrsti frídagurinn var notaður til að flysja hið úr sér gengna og grámuskulega gólfteppi af svefnherbergisgólfinu. Drjúgur tími fór í að skrapa af límklístrið eftir að filtferningunum, sem mynduðu undirlagið, með hjálp Red Devil sparslspaða og drjúgu magni af hreinisbensíni. Fjórðungshluti sve

Sól sól skín á mig

Hér er rigning, úrhellisrigning og mér finnst það ekkert svakalega gaman í ljósi þess að vera bíllaus. Það er kannski að maður láti bara senda sér Lancerinn þar sem hann selst ekki heima. Er ekki annars e-r sem vantar góðan bíl? Ef svo er þá erum við með einn svoleiðis. Annars er nú dáldið mikil gleði í kotinu .....   Málið er nefnilega að í þessari viku eru aðeins tveir vinnudagar hjá Fuzzy og við því í 5 daga fríi! HÚRRA HÚRRA :-) Einn dagur verður nýttur í að taka teppið af svefnherbergisgólfinu og hreinsa gólffjalirnar sem eru undir. Við ætlum svo að fara í bæjarferð en það höfum við eiginlega bara ekki gert síðan við komum. Svo ætlum við að athuga með dýragarð og sund, síðan er opinn dagur í Naturskolen á laugardaginn og kannski athuga með að kíkja e-t í heimsókn. Vill e-r taka á móti okkur?? Þannig að það verður nóg að gera og vonandi gaman. Við vorum e-ð að spá í að leigja bíl og etv. fara yfir til Sverige til hennar Mariu eða yfir til Jótlands. En það að leigja bíl, kaupa kanns

Oh, Play That Thing

{mosimage}Oh, Play That Thing . Roddy Doyle, 2004. Þá var það loksins að ég náði að koma höndum yfir næsta bindi þríleiksins hans Doyle. Var alveg ólmur af æsingi þegar ég las aftan á kápuna á A Star Called Henry að skræðan sú væri bara sú fyrsta í þríleiknum The Last Roundup . Hreppti þessa í bókasafninu í Holte. Lofar alveg góðu, er ekki alveg eins þétt og meitluð eins og fyrirrennarinn sinn. Sjáum hvað setur, ég helst ennþá við efnið. Frekar andlaus og kraftlaus í samanburði við bindi 1. Gafst upp á flatneskjunni og skilaði bókinni í desember 2005, þá hálfnaður með hana.

Hæ á ný

Snigillinn sagði: Var að spá í að leggjast upp í sófa og slaka á en finnst þið eiga skilið að heyra aðeins frá mér. Ef þú ert sammála þá geturðu lesið aðeins meira....   Hef e-n veginn ekki haft mikið að segja þessa vikuna og það var ekkert sökum þynnku L Verð víst að biðjast afsökunar á síðustu frétt minni. Ég drakk nú ekkert 2 flöskur á laugardagskvöldið. Við drukkum saman um eina flösku og áttum "hygge nygge" kvöld. Í stað þess að segja að ég hafði ekkert að segja var einhver púki sem ákvað að skrifa þetta. Svo ég biðst forláts ........ Ég er að hlusta á nýja diskinn með Anne Linnet. Ég er að fara á tónleika með henni í lok nóvember, með Írisi, Möggu, Kollu og Steinunni. Ég hlakka til. Ég verð eiginlega bara að fara í að kynna mér aðeins betur gömlu tónlistina hennar svo ég verði almennilega með á nótunum á tónleikunum. Mér finnst of mikið af því að danskir tónlistarmenn syngja á ensku og því fær hið fagra tungumál, danskan, ekki að njóta sín. En Anne syngur svo fallega á

Táraflóð

Eitt eilífðar smáblóm sagði: Undanfarið hef ég staðið mig að því að gráta á hverjum morgni á leið í vinnuna. Ástæðan er ekki taumlaus gleði mín vegna fæðingar nýja danska krúnuerfingjans eða eitthvað fjölskyldudrama heldur kólnandi veðurfar hérna í Danmörku. Kuldinn á morgnana hefur verið sívaxandi og síðustu tvær nætur hefur komið næturfrost. Það framkallar hressilegt táraflóð niður vanga mína fyrstu 2-3 kílómetrana á hjólinu. Þetta er þó búið að jafna sig um það bil sem ég er að beygja inn á Grísastiginn á leið frá Nærum til Vedbæk. En blessuð sólin gefur sig ekki, hún heldur áfram að skína og á daginn er bara fyrirtaksveður. Enda segja frómir menn að haustveðrið sé sérstaklega milt og kallast slíkt Indjánasumar hér í landi. Það var þá loksins að maður skrifaði smá hugleiðingu hér til að reyna að halda í við Hönnu, auðvitað varð veðrið fyrir valinu. Já svei mér þá ef ég er ekki bara alveg upprunalegur Íslendingur!

Ja heddna

ímyndun sagði: Er enn þunn eftir laugardagskvöldið ;-) Finnur fékk sér eitt glas af rauðvíni og fór að sofa. Ég kláraði flösku 1 & 2. Hef ekki getað hugsað fyrir þynnku. Kys og kram Hanna

Erfinginn kominn í heiminn.

Danska hirðin sagði: "Ekki gera þetta kæri vinur": sagði ég við BFF nú áðan og svarið kom á óvart: "ég er ekki vinur, ég er stjórnmálamaður". Þegar ég hugsa nánar út í það, þá hitti hann svo fullkomlega naglann á höfuðið.   Stjórnmálamenn vilja nefnilega að aðrir haldi hann sé vinur allra en í raun er hann bara stjórnmálamaður. Eða hvað?? Ég fór í klippingu og litun í morgun. Hjólaði til Lyngby um hálfátta, í þessu líka ljómandi fína veðri (sem er btw. orðið enn betra núna, hún Nellý á neðri hæðinni situr úti í garðinum sínum í sólbaði ;-) ) og fékk glænýja klippingu og nýjan lit. Alltaf gaman og alltaf e-ð til að venjast. Ég er svo hrikalega vanaföst á þetta blessaða hár. Ég er svo búin að agitera fyrir því að fá að klippa Fuz í kvöld en fékk mjög svo skeptískan svip sem svar. Ég er alveg steinhissa!! Við sjáum til hvort ég hafi ekki einhver tök í honum. Skrapp nú líka aðeins í H&M og tapaði mér aðeins. Maður verður nú stundum að standa undir "konur &

Svik

Skúringarkonan sagði: Verð að viðurkenna svik mín gagnvart ykkur í dag. Ég tók þrif á híbýlunum fram yfir skrif til ykkar. Ég vona að mér sé fyrirgefið! Það er lítið planað fyrir helgina, svo að ef þið hafið ekkert að gera þá er hér opið nýþrifið hús með heitt á könnunni. Kærligste hilsener over hele verden Hanna

Groundhog Day

Bill Murray sagði: Stundum líður mér eins og ég sé með í Groundhog Day. Vona bara að ég vakni ekki einn daginn með Andie McDowell mér við hlið. Það sem veldur því að mér líður svona er veðrið ...   og veðurspáin sem yfirleitt er sú sama; "klar himmel med masser af sol, svag vind fra øst og temperatur mellem 15 - 18 grader". Veðrið hefur verið nánast eins þessa daga sem ég hef verið. Það sem hefur verið hvað breytilegast er hitastigið, sem tekur þó ekki miklar dýfur. Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa samviskubit þegar ég veit að heima í Hafnarfirði var snjór og frost í morgun. En hitt veit ég að ég ætla að létta á samvisku minni hér eftir smá. Við mæðgurnar fórum í hjólatúr áðan og nutum veðurblíðunnar (enn og aftur, ætlar hún ekki að hætta að þusa um þetta... L) og náttúrunnar. Við hjóluðum upp Attemosevejen, skoðuðum íslensku hestana og hjóluðum svo um í skóginum. Hjá hestunum hefur verið sett upp skilti þar sem fólk er beðið um að gefa hestunum ekki annað en gras sem hæg

Veðurblíða

Í rusli sagði: Ég held að ég sé farin að skilja hvað átt sé við með árstíðarbundnum fatnaði. Ég er ekki ein af þeim sem hef hreinsað meðvitað út úr skápum á vorin/sumrin; tekið öll vetrarföt og pakkað niður, og rifið upp sumarfötin. Ég skipti nú samt alveg út fötum en yfirleitt hef ég verið í e-ð af vetrarfötum á sumrin og e-ð af sumarfötum á veturnar. Sem minnir mig aftur á eitt.....   Mamma rifjar nú af og til upp sögur af mér frá því að ég var lítil/minni þar sem að þær eru víst allnokkrar. Ein var á þá leið að vetrardag einn þar sem var ansi kalt og snjóaði þá var ég á leið til Reykjavíkur (sem var nú alveg heilmikið) með skólanum og þá ákvað mín að fara í stuttu pilsi og berleggjuð í þokkabót - alltaf jafnmikil pæja ;-) Eins og við mátti búast var móðir mín ekkert alltof sátt við þennan ráðahag og gekk í þetta mál. Og hver haldiði að hafi unnið?? Nú að sjálfsögðu hún móðir mín, þar sem ég hef alltaf verið vel uppalin og hlýðin stúlka?? Hva... ertu e-ð að glotta að þessu, mamma? Er

In love

Love guru sagði: Ég elska sólina Ég elska Rás 2 Ég elska Gest Einar Ég elska hjólið mitt Ég elska kaffi en mest af öllu elska ég....     ....       Hva..., er enn hægt að gera þig forvitna, Kristín??

Það er gott að búa í Danmörku

Röflarinn sagði: Jæja, þá er allt rólegt í kotinu og því ætla ég að gefa mér tíma í að skrifa í stað þess að gera e-ð af þeim 1000 verkum sem bíða. Sorrý Finnur ;-) Ég ætla að hefja skrifin á því að útskýra hvað ég eigi við með þessum titli.   Ég fór út í búð á föstudaginn og sá að ég gat keypt þessar líku fallegu rósir fyrir lítinn pening. Það er að segja að ég keypti 20 rósir fyrir 20 dkr. Þetta finnst mér gaman því að mér finnst gaman að hafa rósir í kringum mig. Mér finnst bara ekki eins gaman að kaupa blandaðan vönd í Bónus fyrir 700 kall, sá vöndur gerir bara svo lítið fyrir mig. Í dag datt inn um bréfalúguna dagatal fyrir árið 2006 og það eru ekki þessi hundleiðinlegu bankaflettirugldagatöl. Þetta er bara eitt spjald sem hægt er að setja t.d. á ísskápinn. Öðrum megin er fyrri hluti ársins og hinum megin hinn. Gott að það sé svona vel í tíma því þá get ég farið að undirbúa mig. Þið sem mig þekkið vitið nú hvað ég hef gaman að því! Og munið hvað ég var að segja við hana Kristínu,

Gaman gaman

Gleðipinninn sagði: Mikið er gaman þegar maður getur gert fólk forvitið. En Kristín mín mundu að það eru ekki allir sem stinga af til DK til þess að gifta sig ;-) Ég læt vita þegar nær dregur pússningu. En hvað gleðilegu ástæðuna varðar þá verðið þið að bíða þar til Finnur gefur grænt ljós....  

September 2005, Baldur Freyr

Hvað var að gerast í september hjá Baldri Frey? Það var nú ansi margt, flutti m.a. til Danmerkur. Það helsta: Hættir í leikskólanum sínum, Hjalla. Er að fara í skóla (að eigin sögn), ekki leikskóla Hestaleikurinn sívinsæll. Nánast of vinsæll fyrir farlama foreldrahné sem þurfa að skríða um öll gólf. Hrifinn af hestum, farið reglulega að hestagirðingunni við Attemosvej og svo hesthúsasvæðinu við Skodsborgvej. Passa sig að fara samt ekki of nálægt þeim. Er hvað hrifnastur af hestum af öllum dýrum. Hundahræðslan verður mjög slæm eftir uppákomu þann 11. sept þegar "svarti hundurinn" hleypur Baldur Frey uppi og fer ofan á hann. Hundurinn var í ekki í bandi og hélt að það væri leikur í gangi, enda hvolpur. Verður dauðskelkaður og talað um þetta aftur og aftur. Getur hvorki né vill vera nálægt hundum. Alltaf að slá, fær nýja "sláttuvél" (dráttarvél+tæki) sem slær í gegn. Kominn nýr "Guðjón" bóndi í stað þess sem týndist í Hornslet í sumar. Allt víkur fyrir Playm

September 2005, Ásta Lísa

Hvað gerðist í september hjá Ástu Lísu. Fyrst og fremst ber að nefna flutninga til Danmerkur en annað sem nefna má er: Fer að skríða á rassinum um öll gólf. Byrjaði í því þann 31. ágúst, 2 dögum eftir 10 mánaða skoðun. Rífur í allar hurðar og skúffur. Espist öll upp við að sagt sé eitthvað eins og "Ertu í hurðinni?" eða "Ertu komin í skúffurnar?". Þá ískrar í dömunni og þá er gaman, gaman að ögra svolítið. Hundasjúk, það breytist ekki þegar flutt er í hundalandið Danmörku. Verður alveg spinnigal þegar hundur birtist. Gildir líka um dúfur og flest dýr raunar. Borðar mikið til sjálf, farin að halda sjálf á stútkönnu og drekka úr henni. Drekkur loksins úr pela (vatn á nóttunni). Alveg óð í hvers kyns kjötálegg. Hakkar léttilega í sig nánast heilu bréfin af reyktum hamborgarahrygg o.þ.h. "Vill líka fá". Er orðin meðvituð um það sem aðrir (sérstaklega Baldur bróðir) eru að fá og vill þá líka. Lætur sko alveg í sér heyra með það! Myndbandstækið: djöflast í því o

A Short History ....

{mosimage} A Short History of Nearly Everything , Bill Bryson, Maí 2003. Þessa lánaði Jónas mér fyrsta daginn minn í Danmörku þegar ég heimsótti fjölskylduna í nýju heimkynnunum í Hróarskeldu og sótti jafnframt lyklana að slotinu. Komst nú ekki strax í að lesa hana þar sem reyfarinn Void Moon hélt mér í heljargreipum enn um sinn. Mér tókst loksins að klára bókina, en það tók mig hátt í 10 mánuði frá því að ég fékk hana lánaða þar til ég skilaði henni í dag. Þetta er merkilega góð bók að því leyti að Bill tekst hið hálfómögulega: að gera sögu alheimsins frá upphafi til nútímans áhugaverða í lesningu. Bókin nær því að vera samhangandi og samt þannig að hægt er að grípa í hana með mis löngum hléum. Langar upptalningar af samhangandi keðjum vísindamanna og uppgötvara ná alveg að halda athyglinni þrátt fyrir þurrleg fyrir heit umfjöllunarefnisins. Kláruð 5. júlí 2006

Sunnudagur til sælu - vonandi

Á fætur kl. 6 sagði: Gærdagurinn var ekki alveg eins og við hefðum viljað. En er það ekki einmitt sem maður segir svo oft við börnin: "maður fær ekki alltaf allt sem manni langar í". Sem minnir mig á eitt sem við eigum í smá vandræðum með.....   Baldur Freyr er í sífellu að suða um e-ð; ís, batman með skikkju, sláttuvél með skóflu, kex, etc. Mér finnst þetta frekar erfitt, sérstaklega þegar við erum stödd á stað þar sem maður er ekki að höndla þetta suð, eins og t.d. í búðinni. Nú er málum háttað svo að börnin verða yfirleitt að vera með í búðinni. Við förum oftast í Netto sem er lágvöruverslun og því ekki ýkja mikið pláss fyrir konu með barnavagn og hugsanir hennar. Því reyni ég yfirleitt að spæna í gegnum búðina (og þá er eins gott að vera á réttum skónum í versluninni í Lyngby, því að gólfið er sleipt og ég spóla bara og næ engu gripi ef ég er í ákv. skóm) og kaupa það nauðsynlegasta. Ég hef fundið fyrir því að undanförnu að ég verð mjög nervös og hálftaugaveikluð ef ég le

Á morgun er kominn nýr dagur

þ.p. sagði: Nú er hún Ásta mín lögð af stað heim á leið og því eins gott að fara að venjast því. Við erum orðin svo góðu vön að ég býst við því að þurfa að byrja aðeins upp á nýtt, ef þið skiljið hvað ég á við. En sem sagt, við mæðgur erum komnar heim eftir að hafa kvatt hana Sibbý út á strætóstöð. Ég vona að allt gangi vel hjá þér, elsku Sibbý og vona að heimferðin gangi vel. Við verðum í bandi þegar þú kemst í band á nýjan leik! Ég er hálftóm núna, Ásta Lísa farin að sofa, ég þreytt en nenni ekki að sofa, þyrfti að laga til en nenni því ekki, ýmislegt annað sem ég gæti gert en ég nenni því ekki heldur. Kannski að ég leggi mig bara eftir allt, veit að ég myndi sofna um leið. Sé til. Það verður nóg að gera hjá okkur um helgina - JIBBÍ - förum til Roskilde á laugardaginn, hittum þá Jónas & familie og indverskan vinnufélaga strákanna Sandeep og hans kvinnu. Sandeep og frúin ætla að elda inverskt og koma með og mikið hlakka ég til! Á sunnudaginn er hugmyndin að skella okkur á gamlar s

En nú er ég sátt :-)

Fyrrv. barn sagði: Ég þakka hlýjar kveðjur sem streymt hafa til mín. Hvernig væri nú þá að segja ykkur aðeins frá deginum??   Dagurinn byrjaði mjög vel því að börnin leyfðu okkur að sofa út til kl. 8. Það þýddi hinsvegar að minn ástkæri þurfti að drífa sig af stað upp úr hálfníu þar sem hann þurfti að vera mættur á námskeið kl. 9. Altså en þegar farið var á fætur mátti glöggt sjá slóð Sibbýjar sígrænu þar sem hún var búin að skreyta húsið og á hún bestu þakkir fyrir það (KISS). Við BFF fórum í (leik)skólann um kl. 9.30 og eftir smástund saman kvaddi ég hann og hélt heim á leið. Kveðjustundin gekk vel, eiginlega furðuvel (vink í staðinn fyrir koss - strax byrjaður á gelgjunni!) og hann var vel sáttur allan tímann í skólanum. Við sóttum hann svo rúmlega 11 og hann var þá bara úti í sandkassa að leika og kvaddi fóstrurnar með kurt og ‘vi ses'. Ég held kannski bara að á margan hátt sé þetta erfiðara fyrir mig því að mér finnst við svo hörð við hann að setja hann á leikskóla algerlega m

Glatað

Snigillinn sagði: Lenti í leiðindum bloggsins. {mosimage} Var búin að segja ykkur alveg fullt af fréttum en ekkert vistaðist og nú er það týnt og tröllum gefið. Þá er alveg komin ástæða fyrir trylling, er það ekki? en það sem m.a. var í fréttum er: en það sem m.a. var í fréttum er: mér finnst gott að Ásta sé hérna. við fórum í Lyngby í gær; sluxuðum, versluðum í H&M, gæddum okkur á H C Andersen snittum og lentum í rigningu. við systurnar fórum í bæinn í gær og skildum manninn eftir heima með börn og bú. hittum Dagnýju Kolbeins og áttum mjög góðar stundir. Fórum á ítalskan veitingastað, þar sem við fengum skemmtilega þjónustu og hittum fulla unglingssvía. ég komst að því að Ásta þolir ekki unglinga ;-) eftir veitingastaðinn fórum við á Pilegården og áttum enn betri stundir. fórum til Holte í dag; fyrst á markaðinn og versluðum þar eitt og annað. síðan fór Finnur með börnin á bókasafnið og við systur í verslunarleiðangur. Við versluðum svo mikið í Netto að við neyddumst til þess að

Nýjar myndir frá Sölleröd

Bóndinn sagði: Jæja þá eru komnar inn nýjar myndir af fjölskyldulífinu fyrsta mánuðinn hér í Sölleröd. Búið er að taka upp nokkur lítil myndskeið á nýja símann og munu þau skila sér hingað inn á síðuna innan tíðar.

2 í gleði.

Snigillinn sagði: Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að deila því með ykkur hvað það er sem vekur gleði mína. Í dag er rigning og er það fyrsta almennilega rigningin sem hefur komið síðan ég kom til landsins. Það hefur nefnilega verið ansi hlýtt svona þveröfugt við það sem hefur verið á Íslandi ;-) Ég vona samt að rigningin stadri aðeins stutt við því að á föstudagskvöldið mun elskuleg systir og vinkona, Sibbý Dögg Kayz mæta á svæðið. Og þar er komin ástæða fyrir gleði minni! Ég þakka veitta forvitni og tilgátur. En þetta með óléttuna, þá verð ég nú að segja að jafnmikið og ég elska börnin mín þá vona ég að sighlétt verði ég ekki í bráð. Nóg er nú samt. Ég sagði síðast að 2 jaxlar eru á leiðinn hjá ÁLF en þeir eru nú barasta 4. Einn í hverju hólfi. Í morgun er hún meira búin að naga snuðið en að sjúga það. En jæja hvað á ég nú að segja ykkur? Það hefur lítið gerst síðan síðast. Ég ætla nú að fara fljótlega að skoða atvinnur og skóla. Ég get kannski búist við því að geta farið að ger

Ljúfur laugardagur

Snigillinn sagði: Hef ákveðið að nota þær fáu mínútur sem gefast nú til þess að skrifa nokkur orð. Verð að segja að ég hef ekki haft gríðarlega þörf fyrir að skrifa þó svo að ég viti að aðrir gætu haft gaman að heyra fréttir héðan frá Danaveldi. Hef ákveðið að nota þær fáu mínútur sem gefast nú til þess að skrifa nokkur orð. Verð að segja að ég hef ekki haft gríðarlega þörf fyrir að skrifa þó svo að ég viti að aðrir gætu haft gaman að heyra fréttir héðan frá Danaveldi. Eins og Finnur sagði í gær þá keyptum við annan stól á hjólið. Þegar þeir feðgar fóru í að setja hann á nú áðan þá kom í ljós að ýmsar skrúfur og festingar vantaði. Svo að orðum var ekki ofaukið þegar Finnur kallaði þá óreiðumeistara ;-) Strákarnir mínir eru því lagðir af stað í skrúfu&festingaleiðangur. Ásta Lísa (ÁLF) er sofandi, hún er voða pirruð í tönnunum sínum en það er að koma amk. 2 jaxlar svo að það er við því að búast að e-r séu átökin. Eins og sjá má hér á síðunni þá hafa skrif mín ekki verið tíð (lesist

Good News For People Who Love Bad News

{mosimage} Bara verð ekki þreyttur á að hlusta á þessa snillinga, er búinn að vera með þessa nýjustu afurð í spilaranum síðan hún kom barasta út. Eru svoldið sér á báti með svo dáleiðandi hrynjanda og kraft. Það verður að segjast bara eins og er. Ekki spillti fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá þá á Gauki á Stöng 7. mars 2001, komnir 'ferskir' beint af Hróarskeldunni. Þeir voru frábærir þar. Þetta er samt fyrsta skífan sem kemst upp á yfirborðið og fer í almenna spilun í útvarpi, amk skv minni vitund en þeir sem hafa ekki ennþá uppgötvað töfra MM er bent á að hella sér í allan listann frá a-ö. útg: apríl 2004

Aw c'mon / No you c'mon

{mosimage} Tók fyrir þessar skífur og spólaði yfir á MP3 spilarann til að dúlla í hljóðhimnunum á leiðinni í vinnunna á grísastígnum á hjólinu. Skemmtileg stemningstónlist, missa sig stundum yfir í Neu og Tortoise úr lágstemmda kántrý-jassinum. Alveg ágætt bara, verður svolítið einsleitt reyndar. Aw c'mon / No you c'mon , útg: feb 2004  

Indjánasumar

Húsbóndinn sagði: Indjánasumar kalla Danirnir það þegar það kemur svona síðsumarsblíða. Hér hefur verið ljúfasta sumarveður nánast síðan ég kom fyrir 6 vikum síðan. Sól og um 20 stig í dag, það er nú eitthvað annað en snjófölin á Garðarshólmanum góða. Baldur er kominn með pláss á leikskólanum Engevang Syd í Nærum (ca 2 km) frá og með 3. október. Þar var enginn biðlisti, heldur bara laus pláss. Annað en fyrir Ástu Lísu sem er nr 13-20 á nokkrum biðlistum. Það mun skýrast á næstu 10 vikum eða svo. Við fórum og keyptum annan barnastól á hjólin fyrir Ástu Lísu ásamt hjálmum á stelpurnar tvær. Þá ætti öll fjölskyldan geta farið út að hjóla saman þegar viðu munum skella stólnum á á morgun. Gott ráð fyrir þá sem ætla að versla sér hjól og hjólavörur í Nærum, þá er mun ódýrara að versla hjá óreiðumeisturunum NÆRUM CYKLER ApS heldur en hjá Suhr Cykler I/S . Það hefur margsannað sig. Ég bíð enn langeygður eftir sjúkrasamlagsskírteininu mínu því það er einnig brúkað sem bókasafnsskírteini hér í

Fjölskyldan sameinuð

Jæja, þá gerðist sá stórviðburður í kvöld að nettenging er komin í gagnið. Húsfreyjan sá um að rumpa af eilífðaruppsetningu TDC. Og það tókst í fyrsta, ótrúlegt. Hefði að sjálfsögðu ekki gerst hefði ég setið við lyklaborðið. Það votta þeir sem mig þekkja, enda er t.d. gsm síminn minn nýi eitthvað orðinn skrýtinn. En hvað hefur gerst frá því ég skaut inn fréttum hér af innflutingi? Í stuttu máli: heilmargt. Hanna, krakkarnir og Anja komu hér til Danmerkur 4. sept og sótti ég þau á bílaleigubílnum sem við tókum í viku. Þá keyptum við okkur sófa, sófaborð, skenk ofl til að fylla upp í tómið á brakandi stofugólfinu. Áttum saman ágætis viku með Önju sem fékk að vígja svefnsófann sama kvöld og Jalla-Jallandi flutningsmennirnir komu með gripinn með sér. Anja fór svo heim þann 11. sept. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með leikskóla og dagvistun enda Baldur orðinn til í að fá nýja leikfélaga. Við Hanna og Ásta Lísa erum svo sem ágæt, en ekki til lengdar sem leikfélagar... Tekin var rispa

Að verða heimilislegt

Jæja, dótið kom til mín í síðustu viku á miðvikudeginum 24. ágúst nánar tiltekið. Þetta stóðst allt saman eins og Samskip sagði til um. Bogi kom og massaði þetta inn með mér. Rúmdýnan var langsamlega erfiðust, við vorum hressilega sveittir eftir að hafa troðið henni upp um stigaopið með hörku. Ég er að dútla mér við að skrúfa saman dótið og koma fyrir í skápunum þannig að þetta er allt að taka á sig mynd. Nokkuð betra að hafa allt í kössum í kringum sig en bergmálið eitt. Svo er bara að fara í búðarferð í IKEA til að kaupa sófa og svona þegar betri helmingarnir mínir mæta á svæðið. Nokkrar nýjar myndir eru hér .