Jæja, enn og aftur fer senn að líða að óumflýjanlegum árskiptum í okkar nútímalega Gregoríska tímatali.... ... og við hjúin sitjum hér við tölvuskjáinn og höfum rétt nýverið skolað niður skammtinum af innlenda fréttaannálnum. Það var ágætis hressing og góð upprifjun á atburðum sem við vissum bæði um og vissum ekki um. Lofuð sé stafræn útgeislun RÚV. Í gærkvöldi fóru svo Jakob, Oddný og Anja heim á leið til Íslands. Það gekk nú ekki alveg áfallalaust frekar en koman hingað. Við kíktum samviskusamlega á http://www.cph.dk/ og www.textavarp.is til að staðfesta brottfaratímana áður en Hanna skutlaði út á völl. En allt kom fyrir ekki, það var svo búið að fresta fluginu um klukkustund. En það var bara byrjunin því enn og aftur var frestað í klukkutíma og klukkutíma. Í stað þess að gefa bara réttar upplýsingar strax, drattaðist Iceland Express vélin í loftið að verða tvö í nótt í stað áætlað 20:25. En vélin var víst búin að liggja biluð heima á Íslandi allan daginn án þess að nokkrum dytti