Mikið var nú gaman hjá systkinunum að taka saman upp afmælispakkann til Ástu Lísu sem barst hér til okkar í dag. Þótt Baldur hafi nú haft meira gaman af upptökunni sem og innihaldinu. Fengum líka annan "pakka" símleiðis í Gentofteferðinni, en það er nú blendnar tilfinningar varðandi þann ráðahag...
Þegar þau voru búin að taka utan af pakkanum var Baldur alveg himinlifandi yfir Batman matarboxinu sínu og ekki síður því sem inn í því bjó: afa-sæma lyklakippan og poki af Tomma-Jenna kexi sem orðið hafði eftir í Blikaás. Ekki var minna spennandi að skella sér í rauðu smekkbuxurnar sem Ásta Lísa fékk í eins árs gjöf frá afa og ömmu í Blikaás.
Faðirinn:"Baldur, þetta eru ábyggilega of litlar buxur á þig". Svarið kom um hæl: "Nei, þetta eru hestabuxurnar". Og þar við sat.
Á lestarstöðinni í Gentofte á miðvikudaginn fengum við símtal frá dagmóður sem var að tilkynna okkur að Ásta Lísa gæti mætt til hennar eftir helgi í aðlögun. Það er mjög skrítið að það sé komið að því að láta Ástu í dagvistun. Varla að maður tími því, orðinn svo góðu vanur að hafa hana heima við. En það verður að sleppa takinu og hún mun hafa gaman af þessu, það er jú fordæmi og reynsla af því.....
Ummæli