Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2008

Makedónía, hér komum við

Loksins létum við verða af 2 ára draumkenndum samræðum um að fara í ferð suður til balkanlandanna. Við erum búin að kynnast svo mörgu afburðafólki frá Serbíu, Svartfjallalandi og Makedóníu að mann klægjaði að fara þarna niðureftir og upplifa menninguna. Þegar Aleksandar sendi okkur í síðustu viku boð í brúðkaup sitt í september suður í Makedóníu , var allt sett á fullt. Nú var þetta of gott tækifæri til að sleppa. Marjan ætlar að lóðsa hinn alþjóðlega hópinn (Ísland, Pólland, Malta, Serbía og e.t.v. fleiri þjóða kvikindi) um nágrenni Kumanovo . Niðurtalning er hafin....

Úps

Ég get ekki annað hér en reynt að bæta fyrir gleymsku mína en ég hef gleymt að senda nokkrar afmæliskveðjur..... Elsku Gummi, Harpa og Iðunn Ösp - til hamingju með dagana ykkar!! og Sveinn... til hamingju með þinn á morgun :-) Knús Hanna

Þjóðhátíðardagurinn 2008

Gleðilegan þjóðhátíðardag! Vona að allir séu landi og þjóð til sóma uppáklædd í íslenska þjóðbúningnum og í gúmmítúttum. Man enn eftir dansleik á planinu við félagsheimilið í Þorlákshöfn þegar ég var kannski 9-10 ára. Geðveikt stuð! Og það var meira segja fengið "hljómsveit" úr Reykjavík - það var soldið stórt. Hey hó jibbí jei og jibbí jei .........

Uppskriftir að hamingju

Já ég og Hjörtur snöruðum fram gómsætum heimilismat upp á klassíska mátann við Hillerödgade í gær. Meðan krakkarnir horfðu á víðóma Toy Story 2 stóðum við hlið við hlið, suðum grænmeti og kartöflur, steiktum lauk og buff og Hjörtur galdraði fram bernaise frá grunni. Algert sælgæti sem hefði sæmt sér á hverju heimili: hakkeböf med lög, hvaða Dani myndi segja nei við því! En þetta leiðir til uppskriftar nr 2 í hamingjuuppskrftabók okkar Hjartar. Hér eru þær fyrstu tvær, athugið að hér er einfaldleikinn í fyrirrúmi: Uppskrift að hamingju #1 (grillað af Hirti í Rundforbiparken): 1 Kg nautalund 1 flaska rauðvín 1 L ís Uppskrift að hamingju #2 (steikt á 4. hæð að Hillerödgade) 1 kg nautahakk 1 kg laukur 1 L bernaise Eldist með ástríðu, neytist með nautn

Stór dagur!

Já í dag var stór dagur - Baldur Freyr fór í 1. sinn í skóla; hann hitti bekkjarfélagana og kennarana, sá skólastofuna og Fritten, var í tíma í klukkustund og restinni eyddi hann úti á leiksvæði og á smíðaverkstæðinu, þar sem hann smíðaði bát. Allt gekk ljómandi vel og hann var mikið stoltur strákur. Ég er ekki frá því að hann hafi stækkað í dag! Það var stór dagur hjá okkur í annarri og neikvæðari merkingu því að litlu munaði að ekki kviknaði í hjá okkur. Við erum í ýmsum skipulagningum þessa dagana vegna prófalesturs hjá mér og því hefur Finnur verið mikið með börnin á ferðinni og í dag var engin undartekning. Þess vegna tókum við þá ákvörðun í morgun að eftir skóla hjá Baldri kæmum við heim, gæfum börnunum grjónagraut að borða og svo færi Finnur með þau í sund. Því var brugðið á það ráð að setja upp hrísgjrón og áður en við færum yrði slökkt undir, mjólk bætt í og þá yrði suðutími styttri þegar heim væri komið. Praktískt, ik? Nema hvað hlutirnir fóru aðeins á aðra leið eins og geris

Tímamót

Það var stór dagur hérna þann 3. Júní en þá varð Baldur Freyr 6 ára. Við héldum upp á afmælið þann 1. júní á dásamlegum sumar-sunnudegi. Á útisvæðinu við leiksvæðið var stillt upp bekkjum í skugganum til að kökukremið færi nú ekki flæðandi um allar jarðir vegna stingandi sólar. Þetta var frábært afmæli þar sem Baldur Freyr var svo sáttur við sitt. Hann fékk fótbolta, barcelonabúning (sem hann fer bara úr yfir hánóttina til að þvo), hjólabretti, bók, geisladisk, fótboltaskó ofl. Svo var bara hlaupið um og leikið í boltaleikjum aðallega þó. Kærar þakkir fyrir okkur! Við það að verða 6 ára fylgir að nú er komið að grunnskólastarti. Baldur Freyr er mjög spenntur fyrir því og telur niður dagana. Við erum búin að fá bekkjalistann þar sem hann er núna sem sagt formlega kominn í 0.A. Og það segir hann hverjum sem vill (og ekki vill) heyra. Á laugardaginn er svo prufudagur þar sem krakkarnir fá að koma, sjá og prufa að sitja í kennslustund með bekknum sínum. Mjög spennandi, fyrir alla nota bene

Metin falla...

Það er kannski orðin temmilega þreytt þjóðaríþrótt að stæra sig af sól og blíðu en nú get ég ekki orða bundist yfir nýjasta metinu á dmi. Ég get alveg trúað þeim þegar þeir segja að þetta sé sólríkasti maímánuður og vor frá upphafi mælinga 1920 hér sem ég japla á strandsandinum. Held ég hafi aldrei verið svo snemma að stikna á strönd og busla í sjó eins og um helgina og í dag. Algert bráðn. Og spáin : sól og heiðskírt út vikuna.