Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2005

2 í gleði.

Snigillinn sagði: Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að deila því með ykkur hvað það er sem vekur gleði mína. Í dag er rigning og er það fyrsta almennilega rigningin sem hefur komið síðan ég kom til landsins. Það hefur nefnilega verið ansi hlýtt svona þveröfugt við það sem hefur verið á Íslandi ;-) Ég vona samt að rigningin stadri aðeins stutt við því að á föstudagskvöldið mun elskuleg systir og vinkona, Sibbý Dögg Kayz mæta á svæðið. Og þar er komin ástæða fyrir gleði minni! Ég þakka veitta forvitni og tilgátur. En þetta með óléttuna, þá verð ég nú að segja að jafnmikið og ég elska börnin mín þá vona ég að sighlétt verði ég ekki í bráð. Nóg er nú samt. Ég sagði síðast að 2 jaxlar eru á leiðinn hjá ÁLF en þeir eru nú barasta 4. Einn í hverju hólfi. Í morgun er hún meira búin að naga snuðið en að sjúga það. En jæja hvað á ég nú að segja ykkur? Það hefur lítið gerst síðan síðast. Ég ætla nú að fara fljótlega að skoða atvinnur og skóla. Ég get kannski búist við því að geta farið að ger

Ljúfur laugardagur

Snigillinn sagði: Hef ákveðið að nota þær fáu mínútur sem gefast nú til þess að skrifa nokkur orð. Verð að segja að ég hef ekki haft gríðarlega þörf fyrir að skrifa þó svo að ég viti að aðrir gætu haft gaman að heyra fréttir héðan frá Danaveldi. Hef ákveðið að nota þær fáu mínútur sem gefast nú til þess að skrifa nokkur orð. Verð að segja að ég hef ekki haft gríðarlega þörf fyrir að skrifa þó svo að ég viti að aðrir gætu haft gaman að heyra fréttir héðan frá Danaveldi. Eins og Finnur sagði í gær þá keyptum við annan stól á hjólið. Þegar þeir feðgar fóru í að setja hann á nú áðan þá kom í ljós að ýmsar skrúfur og festingar vantaði. Svo að orðum var ekki ofaukið þegar Finnur kallaði þá óreiðumeistara ;-) Strákarnir mínir eru því lagðir af stað í skrúfu&festingaleiðangur. Ásta Lísa (ÁLF) er sofandi, hún er voða pirruð í tönnunum sínum en það er að koma amk. 2 jaxlar svo að það er við því að búast að e-r séu átökin. Eins og sjá má hér á síðunni þá hafa skrif mín ekki verið tíð (lesist

Good News For People Who Love Bad News

{mosimage} Bara verð ekki þreyttur á að hlusta á þessa snillinga, er búinn að vera með þessa nýjustu afurð í spilaranum síðan hún kom barasta út. Eru svoldið sér á báti með svo dáleiðandi hrynjanda og kraft. Það verður að segjast bara eins og er. Ekki spillti fyrir að hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá þá á Gauki á Stöng 7. mars 2001, komnir 'ferskir' beint af Hróarskeldunni. Þeir voru frábærir þar. Þetta er samt fyrsta skífan sem kemst upp á yfirborðið og fer í almenna spilun í útvarpi, amk skv minni vitund en þeir sem hafa ekki ennþá uppgötvað töfra MM er bent á að hella sér í allan listann frá a-ö. útg: apríl 2004

Aw c'mon / No you c'mon

{mosimage} Tók fyrir þessar skífur og spólaði yfir á MP3 spilarann til að dúlla í hljóðhimnunum á leiðinni í vinnunna á grísastígnum á hjólinu. Skemmtileg stemningstónlist, missa sig stundum yfir í Neu og Tortoise úr lágstemmda kántrý-jassinum. Alveg ágætt bara, verður svolítið einsleitt reyndar. Aw c'mon / No you c'mon , útg: feb 2004  

Indjánasumar

Húsbóndinn sagði: Indjánasumar kalla Danirnir það þegar það kemur svona síðsumarsblíða. Hér hefur verið ljúfasta sumarveður nánast síðan ég kom fyrir 6 vikum síðan. Sól og um 20 stig í dag, það er nú eitthvað annað en snjófölin á Garðarshólmanum góða. Baldur er kominn með pláss á leikskólanum Engevang Syd í Nærum (ca 2 km) frá og með 3. október. Þar var enginn biðlisti, heldur bara laus pláss. Annað en fyrir Ástu Lísu sem er nr 13-20 á nokkrum biðlistum. Það mun skýrast á næstu 10 vikum eða svo. Við fórum og keyptum annan barnastól á hjólin fyrir Ástu Lísu ásamt hjálmum á stelpurnar tvær. Þá ætti öll fjölskyldan geta farið út að hjóla saman þegar viðu munum skella stólnum á á morgun. Gott ráð fyrir þá sem ætla að versla sér hjól og hjólavörur í Nærum, þá er mun ódýrara að versla hjá óreiðumeisturunum NÆRUM CYKLER ApS heldur en hjá Suhr Cykler I/S . Það hefur margsannað sig. Ég bíð enn langeygður eftir sjúkrasamlagsskírteininu mínu því það er einnig brúkað sem bókasafnsskírteini hér í

Fjölskyldan sameinuð

Jæja, þá gerðist sá stórviðburður í kvöld að nettenging er komin í gagnið. Húsfreyjan sá um að rumpa af eilífðaruppsetningu TDC. Og það tókst í fyrsta, ótrúlegt. Hefði að sjálfsögðu ekki gerst hefði ég setið við lyklaborðið. Það votta þeir sem mig þekkja, enda er t.d. gsm síminn minn nýi eitthvað orðinn skrýtinn. En hvað hefur gerst frá því ég skaut inn fréttum hér af innflutingi? Í stuttu máli: heilmargt. Hanna, krakkarnir og Anja komu hér til Danmerkur 4. sept og sótti ég þau á bílaleigubílnum sem við tókum í viku. Þá keyptum við okkur sófa, sófaborð, skenk ofl til að fylla upp í tómið á brakandi stofugólfinu. Áttum saman ágætis viku með Önju sem fékk að vígja svefnsófann sama kvöld og Jalla-Jallandi flutningsmennirnir komu með gripinn með sér. Anja fór svo heim þann 11. sept. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með leikskóla og dagvistun enda Baldur orðinn til í að fá nýja leikfélaga. Við Hanna og Ásta Lísa erum svo sem ágæt, en ekki til lengdar sem leikfélagar... Tekin var rispa