Stundum verður maður bara að láta slag standa og oflofa sér. Það gerði ég hér í ágúst byrjun þegar Lalli og Biggi spurðu hvort ég væri til í að vera 3. maður í liði í 12 tíma fjallahjólakeppni . Ekki hafði ég farið mjög oft út í alvöru túra hér síðasta árið, nokkra einn og með Lalla og þar með upp talið. En stundum á maður bara að kýla á það. Og það gerðum við. Stuttu síðar í vinnunni spurði Marc mig hvort ég væri maður í að koma um borð í 5 manna lið MS á laugardaginn. Ég sagðist ekki geta það, væri að fara að taka þátt í keppni. Sem reyndist vera sú sama, Atea12. Hvað eruð þið margir? Öh, við erum 3ja manna lið. Núúú, ahah. Þá fékk ég á tilfinninguna að þetta yrði erfitt. Sú tilfinning kom aftur þegar Hans spurði um það sama og ég fékk aftur svona "einmitt, aha" þegar ég sagði að við værum 3. Við könnuðum aðstæður og hjóluðum upp að svæðinu þann 24. ágúst og tókum smá hring. Stemningin var komin af stað þá þegar og minnkaði ekki við að sjá svæðið. Lokaundirbúningur fór