Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2009

Óðinsvé - menningarhelgi - myndir

Fyrstu helgina í September fórum við fjölskyldan í síðustu útilegu sumarsins. Það var rosa gaman enda var menningarnótt á föstudeginum og við náðum í tæka tíð til að sjá Jónas og hljómsveit á stórgóðum tónleikum í Grænlenska menningarhúsinu. Á laugardeginum var góð stemning í bænum þar sem uppskeruhátið var í gangi og hægt var að mjólka kýr, smakka afurðir, klappa grísum, kanínum ofl. Ákaflega vel heppnuð ferð verður nú að segjast.

Óðinsvé - ójé

Þetta var stórgóð ferð til Óðinsvéa um helgina. Skelltum okkur fjölskyldan í tjaldútililegu og menningarferð um helgina og létum ekki smá rigningaspár á okkur fá heldur brunuðum af stað út á þjóðveginn föstudagseftirmiðdaginn 4. sept... Að sjálfsögðu er maður að bjóða sjálfum sér upp á þetta með því að velja þennan tíma dags til að keyra á þjóðvegunum: umferðartafir og raðir. Viðgerðir og þrengingar til að komast út úr Stór-Kaupmannahöfn og svo annað eins í móttöku við komuna yfir stórabeltisbrú. Aðeins farið að stressast frammí skóda því það átti eftir að 1) borða kvöldmat 2) skrá sig inn á tjaldsvæðið og slá upp tjaldi (enginn svaraði símanum þar) 3) koma sér inn í miðbæ og finna menningarhúsið þar sem Jónas væri að spila Við græjuðum neyðarplan: koma við á MC og borða í bílnum. Hringja á farfuglaheimili ef tjaldsvæði væri lokað. Rúllað inn á Mc kl 18:04 og rifnir inn nokkrir brúnir bréfpokar með sykur og salt óhollustu matlíkönum. Ég borðaði McFeast á methraða og svo komum við að t