þ.p. sagði: Nú er hún Ásta mín lögð af stað heim á leið og því eins gott að fara að venjast því. Við erum orðin svo góðu vön að ég býst við því að þurfa að byrja aðeins upp á nýtt, ef þið skiljið hvað ég á við. En sem sagt, við mæðgur erum komnar heim eftir að hafa kvatt hana Sibbý út á strætóstöð. Ég vona að allt gangi vel hjá þér, elsku Sibbý og vona að heimferðin gangi vel. Við verðum í bandi þegar þú kemst í band á nýjan leik! Ég er hálftóm núna, Ásta Lísa farin að sofa, ég þreytt en nenni ekki að sofa, þyrfti að laga til en nenni því ekki, ýmislegt annað sem ég gæti gert en ég nenni því ekki heldur. Kannski að ég leggi mig bara eftir allt, veit að ég myndi sofna um leið. Sé til. Það verður nóg að gera hjá okkur um helgina - JIBBÍ - förum til Roskilde á laugardaginn, hittum þá Jónas & familie og indverskan vinnufélaga strákanna Sandeep og hans kvinnu. Sandeep og frúin ætla að elda inverskt og koma með og mikið hlakka ég til! Á sunnudaginn er hugmyndin að skella okkur á gamlar s