Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2005

Drulluhali!

Druuulluhaliiii, hrópar Baldur Freyr út um svaladyrnar og segir þar með öllum Suðurbrautarbúum til syndanna. Hann gefur Línu Langsokk ekkert eftir í raddstyrk þegar hún hrópaði þetta sama fúkyrði út um dyr hlöðuloftsins. Já rauðhærði tíkarspenagrallarinn er sterkari fyrirmynd en mann hefði nú grunað að óreyndu. Æ fleiri Línufrasar og -tilsvör koma frá unga manninum...

Malarinn sem spangólaði

{mosimage}Malarinn sem spangólaði . Arto Paasilinna. Þá er maður kominn með eina perluna enn frá Paasilinna í hendurnar. Og þessi skemmtilega saga var ekkert slor frá sýrukokkinum Arto. Efniviðurinn ber sterk höfundareinkennin: Einstæðingur sem verður utanveltu í þjóðfélaginu og finnur sig ekki meðal mannanna og leitar því út í náttúruna, enda sjálfur náttúruundur. Ár Hérans var ekki ósvipuð að þessu leytinu. Arto veltir upp ýmsum álitamálum um mannleg samskipti, umburðarlyndi, fordóma og fylgifisk hennar: hræðslu við hið óþekkta. Þegar manneskjan stendur frammi fyrir einhverju óskiljanlegu, er það viðbrögðin oft á þann vega að reyna að tortíma hinu óskiljanlega. Góð bók og fyndin sem vekur mann til umhugsunnar. Langar alltaf að heimsækja Finnland eftir lestur Arto bóka... Lokið: 2.3.2005

Fjölgun mannkyns

Já gott fólk, mannkyninu fjölgar sífellt. Það er engum vafa undirorpið og engin ný sannindi. Hins vegar telst það til tíðinda þegar vinir og fjölskylda fæða ný börn í þennan heim. Þau gleðitíðindi bárust mér einmitt í gær að tveir nýir einstaklingar væru komnir í þennan heim: Íris og Magga eignuðust strák kl 23:45 þann 16. febrúar Baldur bróðir og Imba eignuðust stelpu á sjúkrahúsi Selfoss þann 17. febrúar kl 15:17. Mikið var nú gaman að fá þessar fréttir og við hlökkum mikið til að fá að kíkja á þessi litlu kraftaverk og gleðigjafa.

Myndir frá nýárinu og þorranum

Þá eru komnar inn nýjar myndir frá nýárinu og þorranum.