Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2006

Bakkað á á Bakken

Það entist ekki lengi sápubónshúðin á Skodanum okkar á sunnudaginn. Balkanmafían er í viðbragðsstöðu. Föstudagur Við áttum alveg dúndurhelgi sem hófst með því að Rúnar, Ragnheiður og Sara Ósk heiðruðu okkur með nærveru sinni á leið upp í sumarbústað á Jótlandi. Þau gistu hér á föstudagskvöldið og við áttum skemmtilegt kvöld með spjalli fram yfir miðnætti (já hugsið ykkur bara). Laugardagur Á laugardeginum keyrðum við Baldur sumarhúsaferðalangana niður á Vesterport þar sem bílaleigubílinn skyldi sóttur. Við vorum nokkuð snemma á ferð en þetta skyldi nú samt vera klárt eftir 5 mínútur, þær alengstu í mælinga minnum. Það dugði þó ekkert annað en alveg nýjasta nýtt fyrir Rúnar og co. Toyota Avensis með 12 km. aksturssögu og bílstóllinn í plastinu. Bílstóllinn reyndist ágætasta gestaþraut fyrir mig og Ragnheiði en þetta hófst að lokum. Eftir að við kvöddumst fórum við feðgar upp í Lyngby í strákaslugs þar sem við röltum um Lyngby storcenter , fengum okkur að borða hamborgara, ís, lékum okku

Á lífi

Geitamamma sagði: Heil og sæl Langt er um liðið síðan ég lét í mér heyra en ég hef e-n veginn ekki nennt að skrifa. Til hamingju með að sólin skíni á Íslandi og ég vona að þið fáið nóg af henni. Ég má til með að deila með ykkur einni góðri sögu frá því að mor & far voru hér hjá okkur í heimsókn.   Við ákváðum einn daginn, þegar Finnur var að vinna, að fara í Frilandsmuseet sem er "open air"- safn með gömlum byggingum sem fluttar hafa verið allstaðar að af landinu. Áhættustuðullinn er því sá sami og að skoða Byggðasafnið að Skógum eða Árbæjarsafnið en í þessari ferð varð hann hærri, eiginlega bara miklu hærri. Við vorum rétt komin af stað í safninu, búin að ganga kannski um 1-2 km. og skoða nokkrar byggingar. Baldur hljóp aðeins á undan en snarstoppaði allt í einu, kom tilbaka og sagði að það væri stór geit framundan. Ég skoðaði málið og sá að það var alveg rétt, á göngustígnum stóð vel stór geitarhafur og japlaði á trjágreinum. Mér leist nú ekkert á blikuna, þó að móður m

Herbert - Scale

{mosimage} Scale Artist: Herbert Release Date: 29. maj 2006 Genre: Electronic Label: !K7 Records Nei þetta er ekki Herbert Guðmundsson, heldur annar raftónlistarmaður sem mér leist bara nokkuð vel á í prufuhlustun og sótti mér í heild sinni af www.emusic.com

Cracker - Greenland

{mosimage} Greenland Artist: Cracker Release Date: 6. juni 2006 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative, Alt-Country, Americana Label: Cooking Vinyl / Uploader Nú þegar ég fékk mér prufuáskrift hjá www.emusic.com sótti mér þessa til áheyrnar. Lofar góðu.

Maí 2006, Ásta Lísa

Ásta er farin að labba og skipar fyrir eins og herforingi. Tryllt í makríl og fer í fyrstu klippinguna sína. Farin að vera dugleg að labba hjálparlaust og á það til að taka hlaupasyrpur ef gripið er gott (góðir inniskór). Segir iðulega: Hej, hej. og Hvad er det? Ákveðin dama. Stjórnar oft kvöldmatnum með viðeigandi hrópum, látum og bendingum. Gefur ekki eftir fyrr en það skilst hvað það er sem auðmjúklega skal rétta prinsessunni. Við erum náttúrulega að stefna hraðbyri í "terrible two" Er og verður alltaf mikil jafnaðarkona. Allir skulu fá jafnt. T.d. þegar henni er skenkt í glas, skal Baldur fá líka og pabbi og mamma. Eins er það með nuddið. Ef pabbi nuddar aðeins mömmu við matarborðið á hún líka að fá nudd. Svo vill hún nudda pabba, pabbi skal nudda aftur mömmu, mamma nudda Baldur o.s.frv. Allt samkvæmt hennar skipunum Gjörsamlega tryllt í Makríl. Umtalað hjá Joan hversu ákaflega hún rífur makrílinn í sig. Orðrómurinn sannreyndur í Sölleröd. Fær fyrstu klippinguna sína. St

Maí 2006, Baldur Freyr

Fannar Logi er kærastinn hans Baldurs. Loksins fær maður bíl! Leikur sér á dönsku. Er sem fyrr mikið að spekúlera. Kærustur/kærastar er hugak sem spáð er í. Pabbi: hvað heitir kærastan þín? Þetta spinnst upp úr samtali við Dagný þar sem hann er að slá aðeins saman því að Dagný og Hjörtur eru kærustupar, en jafnframt vinir. Ályktun: "Fannar Logi er kærastinn minn" Fær mannréttindabrot sitt leiðrétt þegar bíll er keyptur inn í fjölskylduna. Loksins! Og mikið er minn maður stoltur, alveg að rifna og leyfir hverjum sem vill að heyra og sjá að þarna standi nú nýi bíllinn hans. Er mikið í því að ögra og reyna á þanþol foreldranna. Getur verið á stundum alveg fram úr hófi óskammfeilinn. Hráka-, fruss- og rassatímabilið í fullum gangi. Það finnst lús á ný og það þarf að fara í kemba-sápa-kemba ferlið aftur. Stendur sig eins og hetja greyið í þessu óþverra verki Sólarvarnarsmurning breyta morgunstundum í hálfgerða martröð þegar það brestur á með brakandi blíðu og 25 gráðu hita í 10 da