Það entist ekki lengi sápubónshúðin á Skodanum okkar á sunnudaginn. Balkanmafían er í viðbragðsstöðu. Föstudagur Við áttum alveg dúndurhelgi sem hófst með því að Rúnar, Ragnheiður og Sara Ósk heiðruðu okkur með nærveru sinni á leið upp í sumarbústað á Jótlandi. Þau gistu hér á föstudagskvöldið og við áttum skemmtilegt kvöld með spjalli fram yfir miðnætti (já hugsið ykkur bara). Laugardagur Á laugardeginum keyrðum við Baldur sumarhúsaferðalangana niður á Vesterport þar sem bílaleigubílinn skyldi sóttur. Við vorum nokkuð snemma á ferð en þetta skyldi nú samt vera klárt eftir 5 mínútur, þær alengstu í mælinga minnum. Það dugði þó ekkert annað en alveg nýjasta nýtt fyrir Rúnar og co. Toyota Avensis með 12 km. aksturssögu og bílstóllinn í plastinu. Bílstóllinn reyndist ágætasta gestaþraut fyrir mig og Ragnheiði en þetta hófst að lokum. Eftir að við kvöddumst fórum við feðgar upp í Lyngby í strákaslugs þar sem við röltum um Lyngby storcenter , fengum okkur að borða hamborgara, ís, lékum okku