Sumarfríið búið og allir komnir aftur heim. Hanna og krakkarnir áttu dásamlega daga á Íslandi og kominn er tími til að komast aftur í hversdaginn. Það er síður en svo tíðindalaust á heimilinu. Margt er að gerast hjá litlu snillingunum þessa dagana. Ásta Lísa byrjaði í leikskólanum hans Baldurs þann 13. ágúst og gengur stórvel, enda nokkuðkunnug aðstæðum, krökkum og starfsfólkinu. Hún fékk strax eitt stykki verndarengil, hann Corantin vin hans Baldurs. Hann passar sko vel upp á Ástu og fylgir henni hvert fótmál, reimar skóna hennar o.s.frv. Svo knúsast þau að morgni og að kveldi, svaka rúsínur. Sama dag og litla frökenin byrjaði í leikskólanum, þá gerði hún sér lítið fyrir og byrjaði að pissa í klósettið eins og ekkert væri. Sagði bara: ég þarf að pissa og skellti sér á gustafsberginn. Daginn eftir var hún búin að finna út úr því hvernig átti að gera númer tvö. Þó nokkuð af stórum viðburðum á þremur dögum. Baldur er voðalega mikið að spekúlera þessa dagana, kannski eins og oft áður. Nún