Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2007

Aftur í hversdagsmynstrið

Sumarfríið búið og allir komnir aftur heim. Hanna og krakkarnir áttu dásamlega daga á Íslandi og kominn er tími til að komast aftur í hversdaginn. Það er síður en svo tíðindalaust á heimilinu. Margt er að gerast hjá litlu snillingunum þessa dagana. Ásta Lísa byrjaði í leikskólanum hans Baldurs þann 13. ágúst og gengur stórvel, enda nokkuðkunnug aðstæðum, krökkum og starfsfólkinu. Hún fékk strax eitt stykki verndarengil, hann Corantin vin hans Baldurs. Hann passar sko vel upp á Ástu og fylgir henni hvert fótmál, reimar skóna hennar o.s.frv. Svo knúsast þau að morgni og að kveldi, svaka rúsínur. Sama dag og litla frökenin byrjaði í leikskólanum, þá gerði hún sér lítið fyrir og byrjaði að pissa í klósettið eins og ekkert væri. Sagði bara: ég þarf að pissa og skellti sér á gustafsberginn. Daginn eftir var hún búin að finna út úr því hvernig átti að gera númer tvö. Þó nokkuð af stórum viðburðum á þremur dögum. Baldur er voðalega mikið að spekúlera þessa dagana, kannski eins og oft áður. Nún

Fargo - Dagur 5

Langur svefntími frá fyrri nótt setti mynstrið eitthvað úr skorðum og það gekk erfiðlega að sofna og ég vaknaði snemma, upp úr fimm. Bylti mér þar til ég nennti því ekki lengur og greip í ítalsku löggusöguna um Zen fram að fótferðartíma. Síðasti dagur námskeiðsins var bara nokkuð bærilegur. Ég var alveg bara með hátt í fulla athygli í að gramsa í öryggisstillingum Axapta og 4 tímar flugu hratt fram að mat. Úti fyrir var heldur betur búið að hitna vel og það var heiðskírt og ábyggilega nokkuð vel yfir 30 gráðum, alger veggur. Við fórum aftur á Qdoba mexíkó hraðfóðurstöðina . Það verður að segjast að kaninn er orðinn gríðar framþróaður í að láta hlutina ganga hratt fyrir sig með toppþjónustu. Við mættum í eitthvað sem maður myndi kalla ágætis röð, en maður var bara kominn út á borð í sólina á 2 mínútum. Magnað. Komum við í Barnes og Nobles, þar er sko hægt að gleyma sér svo dögum skiptir held ég bara við að skoða það sem til er. Fundum eina bók um bókhald sem við vorum að leita af og svo

Fargo - Dagur 4

Líðanin var nokkru betri eftir 12 tíma hvíldina og matarlystin að mestu komin aftur. Ég gat því fengið mér eitthvað annað bara eitt epli í morgunmat. Af öllu sykurkruðeríinu valdi ég mér hafragrautinn sem er alveg bara prýðisgóður. Enn einn dagurinn í kennslustofunni framundan og ég fékk mér verkja og hitalækkandi til að slá á hausverkinn og stífleikann í hnakkanum. Það hlýtur bara að vera annað hvort eitthvað slævandi í þessu dufti og pillum eða að kennslu efnið var svona leiðinlegt, því ég var gersamlega að sofna. Dottaði bara þó nokkuð oft undir hádegið. Við fórum á Godfather's pizzustað í hádeginu en þeir voru með hlaðborð. Það sem sló mig þar var ein pizza sem er ætluð í eftirverð. Svona sykurhlaðið deig með glassúr og M&M kúlum en það var líka hægt að fá deigkúlur í kanilsykurhjúp, úúghhh. Ég bara næstum ældi, þetta er alveg týpiskt bandarískt, alveg löðrandi í sykri, enda gat maður séð það á 80% af matargestum að þar voru menn svolítið yfir kjörþyngdinni. John prófaði d

Fargo - Dagur 3

Um miðnætti skall á með skjálfta hérna í hitamollunni í Fargo. Ég skaust fram og tók sængina af hinu rúminu og setti hitann í botn. Já, ég var bara að fá bullandi hita. Ég komst einhvern vegin í gegnum nóttina þar sem skiptist á skjálfti og hitakóf eins og vaninn er þegar maður fær hita. Mér leið svona bærilega í morgunsárið og ákvað að prófa að fara á námskeiðið og sjá svo bara til hvort það gengi. Matarlystin var samt nærri núllinu og ég fékk mér epli og te í morgunmat, alveg hámark af því sem ég gat sett ofan í mig. John fór með mér í súpermarkaðinn að kaupa eitthvað verkja og hitalækkandi. Þar klikkar kaninn ekki, allt gersamlega flæðandi í úrvalinu af alls kyns lyfjum. Mesta vandamálið var að velja eitthvað úr hillunni. Þar kom sér vel að hafa John á kantinum. Maður sigldi einhvern veginn í gegnum daginn en þegar ég kom upp á hótel þá lagðist ég fyrir og var byrjaður að dotta upp úr klukkan sex. Ég ákvað að sleppa því að fara í kvöldmat og vera bara inni á herbergi og ná upp hvíld

Fargo - Dagur 2

Það var ekki upp á marga fiska næturhvíldin, ef það mætti kalla það sem svo. Líkamsklukkan eitthvað bjöguð og ræsti mig fram að pissa eins og einu stykki syndaflóði tveim tímum eftir að ég sofnaði þrátt fyrir samviskusamlegt fyrir-nóttina-piss. Mætti halda að maður væri bara óléttur? Í dagsbirtunni sést enn betur hversu rosa flatt og rúðustrikuð Fargo er, eða það sem ég hef séð af borginni. Breiðar og hornrétt stræti og götur ná ekki að þekja mikið af sléttunum hér. Sjaldan séð eins mikið magn af matsölustöðum og verslunum samankomið á einum stað. Merkilega margir að fá sér McDonalds í morgunmat í bílalúgunni hérna á staðum við hliðina í morgun. Það var meira að segja ein konan sem kom inn í morgunverðasalinn með Mc poka með sér. Glætan maður hefði lyst á svoleiðis brasi fyrir hádegi. Fundum Microsoft hérna ekki langt frá úti á sléttunni. Ég þurfti að fylla reglulega á kaffi og kólabirgðirnar við hliðina á mér í kennslustofunni til að halda meðvitundarstiginu fyrir ofan núllið. En þet

Fargo - Dagur 1

Þá var komið að því að skella sér til Fargo. Skemmtileg tilviljun að hin ódauðlega mynd Cohen bræðra hafði einmitt verið á dagskrá kvöldið áður á TV film. Ég tók lestina frá Klampenborg niður á Kastrup upp úr hálf eitt. DSB bara nokkurn vegin á áætlun, til hamingju! Innritunarröðin var ekki svo slæm, en alveg sá ég fyrir að fjórmenningarnir á undan mér væru svona vesen fólk. Miðaldra ráðvilltar kerlingar með körlunum sínum. Frúin var með allt of þunga tösku, meira segja fyrir economy extra! Þá var byrjað að tína upp drasl bara þar sem hún stóð, jæja hvað skal maður þurfa að bíða lengi eftir að þetta rugl leysist. Á hinu innritunarborðinu voru tveir félagar að stefna hraðbyri í seinni afmælisdaginn sinn. Eitthvað droll á þeim. Hugsanir mínar voru lesnar og röskur SAS starfsmaður kallaði á mig inn á næsta checkin borð og græjaði innritunina á 5 mínútum, gluggasætið klárt og hægt að strunsa upp í öryggishlið. Ég sá að það var sennilega hægt að fara í gegnum SAS hraðbrautina á Economy Extr