Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2008

Vinabæjarheimsókn

Hanna og Baldur Freyr eru að skutla Söru nokkurri Sædal niður á Skodsborg stöð. Hún kom og kíkti á okkur litlu fjölskylduna í dag. Við eignuðums Söru sem nágranna fyrir 1,5 ári eða svo í Sölleröd Park þar sem hún og Elín, Anna og Olga slógu niður búðum. Hólmararnir voru í útrás og lentu svo heppilega í sömu húsalengju og við. Eðalskvísur allar og þær reyndust okkur einstaklega vel á ögurstundu í ársbyrjun 2007, en það er nú önnur og lengri saga... Sara er búin að vera hér í Danmörkinni í viku á ferð með grunnskólanum í Stykkishólmi og í dag gafst tími til að hittast og eyða tíma saman. Við náðum í Söru upp við Experimentarium og rúlluðum inn til Lyngby þar sem ég og stelpurnar (Ásta Lísa, Sara og Hanna) fengum okkur dögurðarhlaðborð með öllu tilheyrandi. Við gáfum grand túrinn hérna upp í Rundforbi og Hanna slúttaði garðtúrnum með brómberjasmakki. Þá var bara kominn tími á kyss, kyss og bless,bless. Það er þó aldrei að vita nema við sjáum hana Söru fikra sig til baka til Danmerkur í ná

The National

Stund og staður: Vega þann 12. ágúst 2008 Mat: Flott spilað, frábært band, Matt olli mér heilabrotum, virtist einagraður í eigin heimi Þetta mánudagskvöldið skellti ég mér niður á Vega til að sjá The National þar sem ég hafði mikinn hug á að sjá þá í eigin persónu. Ég var búinn að vera hlusta á Boxer og Alligator sem eru báðar þrusugóðar. Enginn vafi á því að hljómsveitin hefur spilað sig sundur og saman, það heyrist glöggt á hvað vel er farið með allar taktskiptingar og krúsidúllur. Trommuleikarinn er all svaðallegur að mínu mati og kom mér fyrir sem óbrigðult takt-vélmenni sem ekkert hafði fyrir því að halda 100% bíti og krúsidúllast um leið. Rytmasveitin algerlega steinlá. Stór hluti af sjarma sveitarinnar er falinn í rödd og söngstíl Matt Berninger, en þessi djúpi trega-baritónn minnir mann á Tindersticks/Joy Division. Ég hef nú aldrei séð hann á sviði áður og átti í nokkrum erfiðleikum með að átta mig á honum þar sem hann hékk á míkrafóninum en sneri baki í salinn þess á milli. Ei

Kraumandi kollvik - seinni hluti

Eins og áður sagðist þá byrjaði helgin ansi hreint vel og varð í alla staði frábær. Anna Linnet stóð fyrir sínu og ég og Hanna áttum góðar stundir með regnhlífarnar niðri í bæ í gær. Hittum Aleksandar á miðju regni lömdu Kultorvinu á leiðinni niður í bæ. Maturinn hjá körlunum á Pasha stenst allt lofið og það var meira að segja borðað þar aftur í dag með gríslingunum og Dagný upp í Nörrebrogarði. Mæli sérstaklega með réttunum af kolagrillinu, númer 24 er alveg dúndur. Leikurinn í morgun kom svo hjartanu mun betur af stað en expressóinu og maður náði sér varla niður fyrr en eftir Pasha matinn úti í Nörrebrogarði þar sem ég lagðist á meltuna og missti meðvitund með sólina stingandi á kollvikunum. Ég er svolítið rauður núna í framan og náði mér að auki í tvö moskítóbit úti í garði áðan þegar ég var að klippa niður sprek. Það hefur engin áhrif á heildarmat helgarinnar: dúndur.

Sérdeilis gott

Hvernig er hægt að byrja helgina betur en eins og í dag? Ísland rúllar yfir Spánverjana í frábærum undanúrslitaleik í dag, ég og Hanna að fara í Tívolí á tönleika með gamla brýninu Önnu Linnet sem er jafn samofin danskri menningu eins og rúgbrauðið sjálft. Svo hringir engill neðan af Norðurbrú og býður eitt stykki næturpössun fyrir gríslingana á morgun. Við skötuhjú verðum s.s. í slugsi um Kaupmannahöfn á morgun alveg slök með úrslitaleikinn fersklagaðann í sunnudagsmorgunmat. Svei mér þá ef mér er ekki bara slétt sama um dynjandi rigningarskúrinn úti núna, þetta er samt frábær byrjun á helgi.

Sýnishorn

Já það er ýmislegt í gangi þessa dagana og vert að gefa smá sýnishorn inn í atburðarás og hugsanaganginn hér í fjölskyldunni. Í gær tókst okkur að fara í Sirkusinn á réttum tíma og réttum degi. Þetta var svakalega flott sýning sem var hátt í 3 tíma með hléi. Óhætt að segja að maður fái nú sitthvað fyrir aurinn þar. Í einu af hinu mögnuðu jafnvægisatriðum voru kínverjar að leika listir sínar. Þá segir Baldur: "vá hvað kínafólk er duglegt" Ásta átti líka eina góða línu í sundlauginni í dag. Þar sem við sátum í barnabuslinu að lokinni sundferðinni og náðum upp hita, var hún með hárgreiðsluleik á mér. Það var verið að hella vatni og móta strýið á alla kanta. Svo byrjaði hún að móta hanakamb og varð að orði: "... gera svona hanakamb svo þú verðir ligesom (eins og) unglingar... " Svo átti ég eitt augnablik uppi á Nærum Torv í gær, sem setti andlegt jafnvægi fjölskyldulífsins í smá limbo. Við stöndum við hjólin, nýkomin á torgið í þeim megintilgangi að sækja miðana á

Hátíðin nálgast

Kæru vinir Nú fer að halla að lokum sumarsins, svona opinberlega allavegna. Við höldum fast í vonina að við fáum áframhaldandi góðviðrisdaga og Indian summer láti sjá sig. En það er ekki því að neita að tíminn heldur áfram að líða og áður en við vitum af verða jólin komin og farin. Sem leiðir okkur að tilgangi þessa pistils. Við höfum nefnilega verið að velta fyrir okkur hvort við ættum að koma heim til Íslands um jólin eða sækja nýja staði heim. Hugurinn stefnir óneitanlega til klakans góða og því viljum við nota síðuna okkar til þess að koma með eftirfarandi fyrirspurn. Við viljum spyrja hvort e-r (hvort sem það er þú eða e-r sem þú þekkir) vilja fara í íbúðaskipti við okkur yfir jól og áramót (+/- dagar) eða þá að e-r vilji lána okkur húsnæði þar sem viðkomandi ekki verður heima. Þrátt fyrir að við eigum yndislega fjölskyldu sem gjarnan hýsir okkur þá langar okkur að vera með "heimili" yfir jólin svo að við ekki þurfum að búa í ferðatöskum eins og svo oft áður. Svo að ef þ

Illur arfur

Þær eru ansi hreint margar góðar danskar kvikmyndirnar. Í gær sáum við eina af þeim: Arven . Þetta var sú síðasta sem við áttum eftir að sjá af þríleiknum hans Per Fly sem tekur fyrir hvert lagið fyrir sig í dönsku samfélagi (botninn, miðjuna og yfirstéttina). Sem er nokkuð mögnuð efnistök því það er almennt ekki viðurkennt að hér í landi sé viðloðandi stéttskipting..... Það er skemmst frá því að segja að þetta er þrusugóð mynd líkt og hinar tvær en Arven tekur fyrir yfirstéttina. Bænken er samt sú sterkasta, það verður að segjast. Ekki síst fyrir tilstilli Jesper Christiansen sem er vægast sagt magnaður sem róninn Kaj. Fyrir þau ykkar sem hafa ekki uppgötvað galdra danskrar kvikmyndagerðar og leiklistar ættu að taka nokkrar stikkprufur eins á myndum eins og: Prag , Kærlighed på film (ROSALEG!), Efter bryllupet , Grønne slagtere ofl ofl

Alger sirkus

Ég og krakkarnir fórum á Kung-Fu panda um daginn. Eins og við var að búast var þetta frábær skemmtun frá DreamWorks verksmiðjunni með mátulega blöndu gríns, boðskaps og vísidóms. Þar á meðal var spekin að trúa að sjálfan sig. Það finnst mér alveg 150 DKK virði að fá það innprentað í heilabörk barnanna með hjálp bíómyndarinnar og bland í poka. Í dag fór ég að efast um burði mína til að ljúka einföldu verkefni: sækja miðana í sirkussýninguna í dag uppi á Nærumvænge torv . Samkvæmt mínum áttavita er það á túninu hjá SuperBest og ég hafði orð á því í dag við Hönnu að ég hefði ekki séð nein ummerki um eitt stykki sirkus á túninu þarna þar sem ég hjólaði yfir brúnna í morgun. Hanna sagði að þeir sæjust kannski ekki frá brúnni, ég tók það gott og gilt enda hafði ég fulla körfu að bókum að framanverðu og svo Ástu Lísu með dúkkuna í fanginu í barnastólnum. Til þess að vera tímanlega í þessu ákváðum við að ég færi á stúfana núna áðan að ná í miðana, svo við hefðum nú nægan tíma til að komast af