Kæru vinir
Nú fer að halla að lokum sumarsins, svona opinberlega allavegna. Við höldum fast í vonina að við fáum áframhaldandi góðviðrisdaga og Indian summer láti sjá sig.
En það er ekki því að neita að tíminn heldur áfram að líða og áður en við vitum af verða jólin komin og farin. Sem leiðir okkur að tilgangi þessa pistils. Við höfum nefnilega verið að velta fyrir okkur hvort við ættum að koma heim til Íslands um jólin eða sækja nýja staði heim. Hugurinn stefnir óneitanlega til klakans góða og því viljum við nota síðuna okkar til þess að koma með eftirfarandi fyrirspurn.
Við viljum spyrja hvort e-r (hvort sem það er þú eða e-r sem þú þekkir) vilja fara í íbúðaskipti við okkur yfir jól og áramót (+/- dagar) eða þá að e-r vilji lána okkur húsnæði þar sem viðkomandi ekki verður heima.
Þrátt fyrir að við eigum yndislega fjölskyldu sem gjarnan hýsir okkur þá langar okkur að vera með "heimili" yfir jólin svo að við ekki þurfum að búa í ferðatöskum eins og svo oft áður.
Svo að ef þú lumar á e-u slíku máttu gjarnan láta í þér heyra!! Við hlökkum til ....
Nú fer að halla að lokum sumarsins, svona opinberlega allavegna. Við höldum fast í vonina að við fáum áframhaldandi góðviðrisdaga og Indian summer láti sjá sig.
En það er ekki því að neita að tíminn heldur áfram að líða og áður en við vitum af verða jólin komin og farin. Sem leiðir okkur að tilgangi þessa pistils. Við höfum nefnilega verið að velta fyrir okkur hvort við ættum að koma heim til Íslands um jólin eða sækja nýja staði heim. Hugurinn stefnir óneitanlega til klakans góða og því viljum við nota síðuna okkar til þess að koma með eftirfarandi fyrirspurn.
Við viljum spyrja hvort e-r (hvort sem það er þú eða e-r sem þú þekkir) vilja fara í íbúðaskipti við okkur yfir jól og áramót (+/- dagar) eða þá að e-r vilji lána okkur húsnæði þar sem viðkomandi ekki verður heima.
Þrátt fyrir að við eigum yndislega fjölskyldu sem gjarnan hýsir okkur þá langar okkur að vera með "heimili" yfir jólin svo að við ekki þurfum að búa í ferðatöskum eins og svo oft áður.
Svo að ef þú lumar á e-u slíku máttu gjarnan láta í þér heyra!! Við hlökkum til ....
Ummæli
M.B.K.
Kolla