Stund og staður: Vega þann 12. ágúst 2008
Enginn vafi á því að hljómsveitin hefur spilað sig sundur og saman, það heyrist glöggt á hvað vel er farið með allar taktskiptingar og krúsidúllur. Trommuleikarinn er all svaðallegur að mínu mati og kom mér fyrir sem óbrigðult takt-vélmenni sem ekkert hafði fyrir því að halda 100% bíti og krúsidúllast um leið. Rytmasveitin algerlega steinlá.
Stór hluti af sjarma sveitarinnar er falinn í rödd og söngstíl Matt Berninger, en þessi djúpi trega-baritónn minnir mann á Tindersticks/Joy Division. Ég hef nú aldrei séð hann á sviði áður og átti í nokkrum erfiðleikum með að átta mig á honum þar sem hann hékk á míkrafóninum en sneri baki í salinn þess á milli. Eins vel og hnitmiðað hann syngur þá er hann með merkilegan úr-takti klappstíl og líkamsburði. Mér datt í hug einhverskonar heilkenni þar sem hann leysti út vélræn klöpp og skrykki algerlega í hálfu tempói og úr takti. En hann söng vel, ekki spurning.
Svo fóru leikar að æsast eins og t.d. Start a War og míkrófónastatífið fékk sveiflu og gítarbræðurnir áttu í fullu fangi með að forða sér. Matt fékk tiltal á milli laga. Eins og ég segi, þá áttaði ég mig ekki á honum. Virtist nett sagt vera í eigin heimi, hvort sem það er hans persóna, (eitur)lyf + áfengi, einver -ismi læt ég ósagt en ég skynjaði eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í hljómsveitinni. Svona eins og það væri hljómsveit á sviðinu og svo einn söngvari. Ekki ein eining heldur tveir heimar: Matt og svo hinir.
Mat: Flott spilað, frábært band, Matt olli mér heilabrotum, virtist einagraður í eigin heimi
Þetta mánudagskvöldið skellti ég mér niður á Vega til að sjá The National þar sem ég hafði mikinn hug á að sjá þá í eigin persónu. Ég var búinn að vera hlusta á Boxer og Alligator sem eru báðar þrusugóðar.Enginn vafi á því að hljómsveitin hefur spilað sig sundur og saman, það heyrist glöggt á hvað vel er farið með allar taktskiptingar og krúsidúllur. Trommuleikarinn er all svaðallegur að mínu mati og kom mér fyrir sem óbrigðult takt-vélmenni sem ekkert hafði fyrir því að halda 100% bíti og krúsidúllast um leið. Rytmasveitin algerlega steinlá.
Stór hluti af sjarma sveitarinnar er falinn í rödd og söngstíl Matt Berninger, en þessi djúpi trega-baritónn minnir mann á Tindersticks/Joy Division. Ég hef nú aldrei séð hann á sviði áður og átti í nokkrum erfiðleikum með að átta mig á honum þar sem hann hékk á míkrafóninum en sneri baki í salinn þess á milli. Eins vel og hnitmiðað hann syngur þá er hann með merkilegan úr-takti klappstíl og líkamsburði. Mér datt í hug einhverskonar heilkenni þar sem hann leysti út vélræn klöpp og skrykki algerlega í hálfu tempói og úr takti. En hann söng vel, ekki spurning.
Svo fóru leikar að æsast eins og t.d. Start a War og míkrófónastatífið fékk sveiflu og gítarbræðurnir áttu í fullu fangi með að forða sér. Matt fékk tiltal á milli laga. Eins og ég segi, þá áttaði ég mig ekki á honum. Virtist nett sagt vera í eigin heimi, hvort sem það er hans persóna, (eitur)lyf + áfengi, einver -ismi læt ég ósagt en ég skynjaði eitthvað sérkennilegt andrúmsloft í hljómsveitinni. Svona eins og það væri hljómsveit á sviðinu og svo einn söngvari. Ekki ein eining heldur tveir heimar: Matt og svo hinir.
Ummæli