Já það er ýmislegt í gangi þessa dagana og vert að gefa smá sýnishorn inn í atburðarás og hugsanaganginn hér í fjölskyldunni.
Í gær tókst okkur að fara í Sirkusinn á réttum tíma og réttum degi. Þetta var svakalega flott sýning sem var hátt í 3 tíma með hléi. Óhætt að segja að maður fái nú sitthvað fyrir aurinn þar. Í einu af hinu mögnuðu jafnvægisatriðum voru kínverjar að leika listir sínar. Þá segir Baldur:
"vá hvað kínafólk er duglegt"
Ásta átti líka eina góða línu í sundlauginni í dag. Þar sem við sátum í barnabuslinu að lokinni sundferðinni og náðum upp hita, var hún með hárgreiðsluleik á mér. Það var verið að hella vatni og móta strýið á alla kanta. Svo byrjaði hún að móta hanakamb og varð að orði:
"... gera svona hanakamb svo þú verðir ligesom (eins og) unglingar... "
Svo átti ég eitt augnablik uppi á Nærum Torv í gær, sem setti andlegt jafnvægi fjölskyldulífsins í smá limbo. Við stöndum við hjólin, nýkomin á torgið í þeim megintilgangi að sækja miðana á sýninguna þarna seinni partinn. Hanna réttir mér lásinn af Baldurs hjóli. Nei, ég er búinn að læsa. Ha? Segir Hanna opinmynnt. Hvað er svona rosalegt við það, hugsa ég? Doh, ég er búinn að læsa lásnum sem við erum ekki með lykilinn að!
Jæja þá eru góð ráð dýr, fyrsta hugsun að kaupa litla járnsög í rusl og draslbúðinni. Nei nei, þeir eru hættir með verkfæri. Málningarbúðin á svona apparat á 15 DKK. Gæðin eftir því, ég næ ekki að saga lásinn frekar en að ég væri að nota síld (þótt að riddörunum sem sögðu Ní hafi lukkast að nota slíkt við trjáhögg). Það restaði með því að hjólið var tekið heim að lokinni sirkussýninu og Mike var svo almennilegur að skila Bosch vélinni þann dag.
Lásavandamálið var leyst í dag með 6,5 mm járnbor í leifturatlögu PBS 500 RE. Hjólið er nothæft á ný og ég komst aftur í náðina hjá langrækna syni mínum....
Í gær tókst okkur að fara í Sirkusinn á réttum tíma og réttum degi. Þetta var svakalega flott sýning sem var hátt í 3 tíma með hléi. Óhætt að segja að maður fái nú sitthvað fyrir aurinn þar. Í einu af hinu mögnuðu jafnvægisatriðum voru kínverjar að leika listir sínar. Þá segir Baldur:
"vá hvað kínafólk er duglegt"
Ásta átti líka eina góða línu í sundlauginni í dag. Þar sem við sátum í barnabuslinu að lokinni sundferðinni og náðum upp hita, var hún með hárgreiðsluleik á mér. Það var verið að hella vatni og móta strýið á alla kanta. Svo byrjaði hún að móta hanakamb og varð að orði:
"... gera svona hanakamb svo þú verðir ligesom (eins og) unglingar... "
Svo átti ég eitt augnablik uppi á Nærum Torv í gær, sem setti andlegt jafnvægi fjölskyldulífsins í smá limbo. Við stöndum við hjólin, nýkomin á torgið í þeim megintilgangi að sækja miðana á sýninguna þarna seinni partinn. Hanna réttir mér lásinn af Baldurs hjóli. Nei, ég er búinn að læsa. Ha? Segir Hanna opinmynnt. Hvað er svona rosalegt við það, hugsa ég? Doh, ég er búinn að læsa lásnum sem við erum ekki með lykilinn að!
Jæja þá eru góð ráð dýr, fyrsta hugsun að kaupa litla járnsög í rusl og draslbúðinni. Nei nei, þeir eru hættir með verkfæri. Málningarbúðin á svona apparat á 15 DKK. Gæðin eftir því, ég næ ekki að saga lásinn frekar en að ég væri að nota síld (þótt að riddörunum sem sögðu Ní hafi lukkast að nota slíkt við trjáhögg). Það restaði með því að hjólið var tekið heim að lokinni sirkussýninu og Mike var svo almennilegur að skila Bosch vélinni þann dag.
Lásavandamálið var leyst í dag með 6,5 mm járnbor í leifturatlögu PBS 500 RE. Hjólið er nothæft á ný og ég komst aftur í náðina hjá langrækna syni mínum....
Ummæli