Hvernig er hægt að byrja helgina betur en eins og í dag? Ísland rúllar yfir Spánverjana í frábærum undanúrslitaleik í dag, ég og Hanna að fara í Tívolí á tönleika með gamla brýninu Önnu Linnet sem er jafn samofin danskri menningu eins og rúgbrauðið sjálft. Svo hringir engill neðan af Norðurbrú og býður eitt stykki næturpössun fyrir gríslingana á morgun. Við skötuhjú verðum s.s. í slugsi um Kaupmannahöfn á morgun alveg slök með úrslitaleikinn fersklagaðann í sunnudagsmorgunmat.
Svei mér þá ef mér er ekki bara slétt sama um dynjandi rigningarskúrinn úti núna, þetta er samt frábær byrjun á helgi.
Svei mér þá ef mér er ekki bara slétt sama um dynjandi rigningarskúrinn úti núna, þetta er samt frábær byrjun á helgi.
Ummæli