Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2010

Það er hugurinn sem gildir

Um síðustu helgi vorum við fjölskyldan að þvælast upp í IKEA í Gentofte. Þegar við göngum út úr fokheldum innganginum og út í snjókrapann stendur þar heimilislaus maður að selja Hus forbi. Og hann var alveg orginal; rámur, skakkur, hertur og vegalaus Klaus. Auðvitað keyptum við blað af honum og Baldur Freyr spurði mikið út í heimilisleysið. Af hverju yrði maður heimilislaus og hvernig það kæmi til. Við foreldrarnir lögðum til útlistanir á því hvaða hremmingar gætu leitt til þessara örlaga. Hmmm. Baldur Freyr var hugsi og fannst þetta augljóslega vond örlög. "Heyrðu mamma og pabbi þegar ég verð ríkur, svona eins og onkel Joakim, þá ætla ég að gefa þeim heimilislausu svona eins og .. og eina milljón eða eitthvað svoleiðis. Þá þurfa þeir ekki að hafa áhyggur." Æi, en fallega hugsað hjá þér Baldur. "Já, og svo þarf maður ekki að borga skatt." Hlátur. Mát. Hvaðan kemur þessi vísidómur? Jú, við búum í skattpíndasta ríki jarðar. Þetta hlýtur bara að leka inn með blandaða s