Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2007

Santanka nu

Hvaða rugl er í gangi? Þegar við vorum upp á Íslandi um daginn þá sýndi Anja okkur nýju drykkjahandbókina sína þar sem var listi yfir að segja "skál" á hinum ýmsustu málum heimsins. Þar blasti við snilldin eina: Icelandic: Santanka nu Á þetta að vera Samtaka nú? Ekkert smá fyndið að nú virðist þetta altekinn sannleikur í alheimi netsins. Prófið bara að leita á google: http://www.google.com/search?q=Santanka+nu Þá er spurning um að fara að koma í gang herferð um að planta Rassgatapíka í stað Santaka nu sem það sem nota skal við glasalyftingar. Jónas , ertu með í það?  

Tíminn

Merkilegt að velta þessu orðtökum fyrir sér og setja í samhengi. Að vera háður tíma, að hafa (ekki) tíma, eitthvað tímabundið eða tekur sinn tíma. Maður hugsar oft eftir á að maður vildi hafa haft meiri tíma í ýmislegt eða hafa gefið sér tíma til ákveðinna verka. Nú svo sættir maður sig við eitt og annað þar sem eingöngu er um tímabundið ástand að ræða. Hvað gerir maður svo þegar framlengt er? Við erum búin að búa að megninu til í ferðatöskum í röskan mánuð hér á Íslandi. Mánudagsmorguninn næsta fljúgum við svo heim og upphafleg tímaáætlun gerði ráð fyrir því að við þyrftum að brúa smá millibils tímabil fram að afhendingu hússins í Hörsholm. En svo fáum við að vita í morgun frá honum Ole að núverandi skríll í húsinu hefur ekki hugsað sér að hreyfa sig burt. Þetta er því komið í lögfræðinga og útburðarbeiðni. Fengum afrit af lögfræðibréfinu og nú þarf að græja eitthvað tímabundið húsnæði þangað við fáum húsið. Og hvenær verður það? Það verður tíminn að leiða í ljós...

Lífið

Þetta líf er svo óútreiknanlegt á margan hátt. Við höfðum pantað okkur flug heim til Íslands þann 9. febrúar til að geta átt góðar stundir með Oddný mömmu, tengdamömmu og ömmu. En lífið er víst þannig upplagt að stundum verður maður að játa sig sigraðan gagnvart stærri öflum en maður hélt að fyrir finndust. Við flýttum för okkar heim eins hratt og hægt væri og komum heim þann 30. janúar. Það gaf okkur þó einungis nokkra daga í viðbót til að njóta með ástkærri Oddný okkar sem lést þann 2. febrúar eftir hetjulega baráttu sína við krabbamein. Hún gafst aldrei upp, aldrei, og var alveg hörð á því að sigra allt fram á síðustu stundu. Það er svo furðulegt að vera í þessari aðstöðu og reyna að skilja og sættast við það sem orðið er. Heilabúið virkar bara þannig að ég býst við því að Oddný sé bara úti í Fjarðarkaupum á leiðinni heim á jeppanum eða rétt ókomin úr vinnunni. Bara rétt ókomin og bráðum kemur hún inn og segir "jæja". En svo er víst ekki og það verður víst þannig framveg