Merkilegt að velta þessu orðtökum fyrir sér og setja í samhengi. Að
vera háður tíma, að hafa (ekki) tíma, eitthvað tímabundið eða tekur
sinn tíma.
Maður hugsar oft eftir á að maður vildi hafa haft meiri tíma í ýmislegt eða hafa gefið sér tíma til ákveðinna verka. Nú svo sættir maður sig við eitt og annað þar sem eingöngu er um tímabundið ástand að ræða. Hvað gerir maður svo þegar framlengt er?
Við erum búin að búa að megninu til í ferðatöskum í röskan mánuð hér á Íslandi. Mánudagsmorguninn næsta fljúgum við svo heim og upphafleg tímaáætlun gerði ráð fyrir því að við þyrftum að brúa smá millibils tímabil fram að afhendingu hússins í Hörsholm. En svo fáum við að vita í morgun frá honum Ole að núverandi skríll í húsinu hefur ekki hugsað sér að hreyfa sig burt. Þetta er því komið í lögfræðinga og útburðarbeiðni. Fengum afrit af lögfræðibréfinu og nú þarf að græja eitthvað tímabundið húsnæði þangað við fáum húsið. Og hvenær verður það?
Það verður tíminn að leiða í ljós...
vera háður tíma, að hafa (ekki) tíma, eitthvað tímabundið eða tekur
sinn tíma.
Maður hugsar oft eftir á að maður vildi hafa haft meiri tíma í ýmislegt eða hafa gefið sér tíma til ákveðinna verka. Nú svo sættir maður sig við eitt og annað þar sem eingöngu er um tímabundið ástand að ræða. Hvað gerir maður svo þegar framlengt er?
Við erum búin að búa að megninu til í ferðatöskum í röskan mánuð hér á Íslandi. Mánudagsmorguninn næsta fljúgum við svo heim og upphafleg tímaáætlun gerði ráð fyrir því að við þyrftum að brúa smá millibils tímabil fram að afhendingu hússins í Hörsholm. En svo fáum við að vita í morgun frá honum Ole að núverandi skríll í húsinu hefur ekki hugsað sér að hreyfa sig burt. Þetta er því komið í lögfræðinga og útburðarbeiðni. Fengum afrit af lögfræðibréfinu og nú þarf að græja eitthvað tímabundið húsnæði þangað við fáum húsið. Og hvenær verður það?
Það verður tíminn að leiða í ljós...
Ummæli