Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2006

Svefnlaus nótt

Við mæðgurnar erum geðbólgnar og urrum hvor í takt við aðra. Hún situr nú sem prinsessa í stólnum sínum og borðar havrefras með rísmjólk - og kallar á meira. Augnablik! Þessi blessaða vírussýking er ekki að leggjast neitt voða vel í dömuna og er henni lítt svefnsamt á nóttunni. Verstar eru blöðrurnar í munninum. Ég vona samt að við höfum náð hápunktinum í nótt og að héðan í frá fari þetta í rétt átt. Finnst komið nóg. Ég er hreinlega að kafna úr löngun til þess að ferðast á nýjar slóðir og e-ð heilla fyrrum austantjaldslöndin mig, þá helst þau sem enn eru lítt könnuð af ferðamönnum. En ætli ég þurfi ekki að bíða um sinn. Sáum fyrsta þáttinn um Eurovisionlögin í gær og þvílík snilld. Ég mæli svo með þessum þáttum, held að þeir séu sýndir á Rúv á laugardagskvöldum. Daman biður um athygli, heyrumst síðar. Kys og knus Hanna

Sól sól skín á mig

Sumarstelpa sagði: Skrýtið hvað er alltaf jafnerfitt að byrja að skrifa á ný eftir að hlé hefur verið gert. Finnst eins og ég þurfi að segja ykkur svo mikið, en svo eins og ég hafi ekki neitt áhugavert að segja. Það er e-ð eirðarleysi að hrjá mig, sem lýsir sér einmitt best í því að ég dríf mig ekki í að gera bara hlutina. Þessa litlu hluti sem í raun þarf svo lítið til. En ég vona að það lagist nú allt. Ásta Lísa greyið er veik enn eina ferðina og nú er um að ræða hånd-, fod- og mundsygdom. Þetta er vírussýking og ekkert að gera annað en að bíða þetta af sér. Við vonum að þessu ljúki fljótt. Hér er hreinlega íslenskt sumarveður en Danirnir kalla þetta vor. Hér er 17 stiga hiti og sól skín innan um hin örfáu ský sem vappa um himininn. Dásamlegt alveg! Það er ýmislegt búið að vera á döfunni hjá okkur fjölskyldunni. Finnur sagði ykkur stuttlega frá sumarbústaðarferðinni og varð hún þess valdandi að við munum vonandi verða komin á bíl fyrr en síðar. Sama dag og við komum heim úr sumarhúsi

Hva, ekkert að frétta?

Ójú jú, þrátt fyrir þránaða uppfærslutíðni frétta úr Danaveldi hefur ýmislegt verið að gerast hér hjá okkur. Laus úr viku viðjum ískápaleysis, sumarbústaðarferð, svíaheimsókn, sumarkoma ofl. Byrjum á sumarbústaðinum.... Í bústað Eins og áður hefur verið nefnt þá var búið að panta vikudvöl (8-14 apríl) í sumarbústað upp í Dronningmölle í samfloti við Hjört, Dagný og Kolbein Hrafn . Litlu mátti þó muna fáeinum dögum fyrir brottför að úr yrði fýluferð þar sem mislæsi á greiðsludagsetningu gíróseðils hafði kostað okkur pöntunina og redda varð nýjum bústað 1-2 og 3! Það hafðist nú og hægt var að fara að pakka niður á sem allra naumasta hátt og mögulegt var þar sem til stóð að fara með lest og strætóum. Okkur var bjargað sem fyrr af Nelly nágranna. Hún er svo stórkostleg að bjóðast til að keyra okkur upp eftir og hló nú bara þegar hún sá farangurinn okkar. "Hvernig ætluðuð þið svo að komast með þetta í lest?" Tetrisþjálfun mín kom sér vel þegar ég púslaði töskum, barnavögnum, bílst

Myndir frá ameríkuferð

Um daginn laumaði ég víst inn myndum frá ameríkuferðinni minni:

Bandaríkjaför - Dagur 1

Ameríkufarinn sagði: Fyrsti dagurinn á námskeiðinu í nýju landi í nýju tímabelti. Og það er vor! Dásamlegt vor í lofti og mikill munur að sjá græn lauf og stika um í hitastigi yfir frostmarki. Morgunmaturinn í hótelmóttökunni var með nóg af gúmmulaðinu og brasi en líka var hægt að fá sér jógúrt, múslí og hafragraut. Merkilegt nokk enginn ostur né kjötálegg. Formsatriðin Við komumst nokkurn vegin klakklaust til höfuðstöðva Microsoft í Redmond. Mættum inn í byggingu 16 en fengum þau skilaboð að við þyrftum að virkja aðgangskort okkar í bílakjallara byggingar 8 sem og skrá bílinn okkar á bílastæðalistann til að hann yrði ekki dreginn burt. Það var nú hálfgert greindarpróf að fylgja hvítu pílunum á malbiksgólfinu inn í þröngu kytruna með aðgangskortavinnslunni. Þegar búið var að redda formatriðunum fundum við kennslustofuna og fengum þar möguleikann á að úða í okkur glassúr og sykurhúðuðum kleinuhringjum. Starbucks gæðakaffi á könnunni og verður að segjast að það er Microsoft til mikils hr