Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2008

Bibba á Brávallagötunni

Ásta Lísa á það til að ruglast svolítið í ríminu þegar hún er að tala og núna stendur hún alveg gallhörð á eftirfarandi staðreynd: "jeg bliver 4 år til jordbær" - í stað: "jeg bliver 4 år til oktober". Svo talar hún um wiki og syming - hvað skyldi hún meina?? Gaman :-)

Svefnþjófur

Þegar ég hafði lokið við að lesa Vernon G . þá var ég uppiskroppa með lesefni. Hanna hafði fyrir nokkru löngu síðan keypt hinn landsfræga þríleik (Klinkevalsen, Julianne Jensen, Oven Vande) Jane Aamund þar sem hún rekur fjölskyldukróníku um Julianne Jensen. Bókin lá í náttborðinu og rykféll þar óflett. Ég greip hana eitt kvöldið. Það er skemmst frá því að segja að ég hvarf hratt inn í heim barnings fátækrar fjölskyldunnar í Kristjánshöfn undir lok 19. aldar. Ég þurfti að beita mig hörðum aga að lesa ekki mikið lengur en til klukkan eitt að nóttu undanfarna daga. Jane er sterk í persónusköpun og hún sver sig sterkt í dönsku fjölskyldukróníkuhefðina. Ég lauk við bókina í nótt og er búinn að plana bókasafnsferð í dag til að krækja mér í meira. Maður er bara rétt nýbúinn að spóla í gegnum 637 blaðsíður og vill samt fá meira. Að vera búinn að innbyrða helling en vilja samt meira fær mig til að minnast veikleika míns (og annarra) gagnvart ís. Eitt sinn át ég fullmikið af ís hjá mömmu og ropa

Flugdrekadauði

Það er ansi margt gott í gangi í tónlistarflórunni í Danmörku eins og um allan heim. Ég stundaði það svolítið að hlusta á netútvarp DR og var Modern Rock stöðin ötul í að kynna nýtt og spennandi efni til sögunnar. Þar heyrði ég einmitt BHF Asta melódíuna frá Death by kite sem greip mig eins og skot. Þetta er kraftmikið tríó sem gæti minnt þónokkuð á Placebo í hraðara tempóinu. Endilega tékkið á þessu ef ykkur vantar smá hristing í hljóðhimnurnar, þó ekki væri nema til að hreinsa út merginn....

Skroppið yfir sundið

Síðasta sunnudag skruppum við yfir til Helsingborg til að eiga góðan dag í Sofiero garðinum þar sem skemmtileg blanda af blómum og bílum var í boði. Þrátt fyrir sólarglennuna var úlpu-/peysuveður vegna kalsaroks og skýjafars sem skyggði á helíumboltann inn á milli. Smá sýnishorn má finna í myndaalbúminu ....

Íslenska fyrir Íslendinga

Var að velta fyrir mér málinu okkar góða. Ekki það að ég eigi að vera að spá í því núna þar sem hugur minn ætti að vera heltekinn af frumum, hormónum, hvötum og iðramauki svo sittlítið sé nefnt. En ástæða hugleiðingar minnar er sú að ég var að hringja í Lögreglustjóra þar sem ég gleymdi ökuskírteininu mínu í litla Skodanum okkar. Samtalið hófst á þessa leið: Rls: "Dag" Ég: "Góðan daginn, ég heiti Jóhanna" Rls: "Dag" Ég: "Mig langar að athuga með staðfestingu á ökuskírteininu mínu. Ég bý úti og gleymdi því þar." Rls: "Gleymdirðu því úti?" Ég: "Já" Rls: "Þá er best að þú komir niður í Borgartún" og svo videre.... En ég fór að hugsa, hvað er þetta með að segja "Dag" - ég hélt í fyrstu að mér hefði misheyrst en hún endurtók það nú samt. Og svo þetta með að geta sagt "ég bý úti" - hvað þýðir það eiginlega; er ég útigangskona, bý ég erlendis, úti í geimi eða hvað. Eða er ég bara orðin túttífrúttí?? Eins

Niðurhal í maí

Hérna er svo það helsta sem ég er að hlusta á af niðurhali mínu í maímánuði. Ef þið viljið prófa áskrif hjá eMusic þá get ég skotið á ykkur boði um mánaðarprufu með 50 niðurhölum. Mountain Battles Artist: The Breeders Release Date: 6. april 2008 Genre: Alternative/Punk Label: 4AD Sú fjórða á 20 árum og bara mjög lofandi! Eiginlega bara mjög góð plata. Inn á milli eru lög sem færa mig í huganum til baka til Bossanova plötu Pixies. Motorcade of Generosity Artist: Cake Release Date: 7. februar 1994 Genre: Alternative/Punk Styles: Alternative Label: Upbeat Records / IODA Eftir að hafa náð mér í glymskrattaskífuna b-sides and rarities um daginn gat ég ekki annað en sótt þessa líka. Klassískt Cake. Mæli með að sækja b-sides diskinn, kryddar öll partí og samfagnaði með frábæru blandi af sveitatónlist, gömlum rokkhundum og allt þess á milli. In The Future Artist: Black Mountain Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Rock Label: Jagjaguwar / SC Distribution Klassastykki sem fær mann til að kíkj

Vernon G. Little

Í einni tiltektinni um daginn þá fann ég litla skrifblokk í náttborðinu. Þar kenndi ýmissa grasa. Hálfar og heilar hugleiðingar um allt og ekkert. Kannski fáum við sýnishorn hér síðar... Nema hvað, þar fann ég hripað niður nafn á bók sem yrði að lesast: Vernon G. Little eftir D.B.C. Pierre . Í einni bókasafnsferðinni um daginn sá ég þessari stillt upp í danskri þýðingu úti í einu horninu. Sú var nú fljótt gripin og hesthúsuð sem nætursnarl næstu vikurnar. Þetta er nokkuð góð bók og sýnir á margan og kaldhæðinn hátt hversu langt hálfsannleikur getur leitt firringuna. Sérstaklega þegar hefja sig upp á eymd og varnarleysi annarra til að verða "meiri" maður og að sjálfsögðu upplifa bandaríska drauminn um frægð og péninga. Pierre tekst að stilla upp aðstæðum og atburðarrás sem er í senn bland pínleg, sorgleg og fyndin.

Hrossakaup

Þá er loksins búið að láta verða af því: að skipta út hjólhestinum. Held barasta að Hanna hafi verið orðin langeygð eftir framgangi í því máli. Núverandi hjól hefur dugað lengi og fékk ég það frá Jakob tengdó í kringum síðustu aldamót en hann hafði fengið það í einhverjum bílaviðskiptum. Hipoint hjólið hefur skilað sínu enda búið að spæna upp einum dekkjaumgangi, skipta út bremsuklossum að aftan, taka frambremsuklossana niður í járn (næ þeim ekki af), gírarnir sannkölluð gestaþraut, brotinn vinstri pedali (sem næst ekki af) ofl séreinkenni prýða fákinn. Það er sem sagt löngu kominn tími á þetta. Verandi svona mishagvanur hjólaviðgerðamaður þá læt ég fljóta með eitt ráð úr reynslubankanum: það er öfugur skrúfgangur á vinstri pedölum. Þessi reynsla varð til þess að það er ekki séns að þessi brotni pedali fari af! Ég skrapaði http://www.dba.dk/ enn einu sinni í leit að nýjum hjólhesti. Var kominn með 4 í sigtið og fór ferð í kvöld til að skoða 3 stk. Eins og ég hafði vonað var fyrsta hjó

Í frjóan svörð

Jæja þá er nú aldeilis tíðin góð og hentug til sáningar og slíkrar garðvinnu. Kartöflur, baunir, spínat, gulrætur ofl. var sáð í vikunni. Jarðaberjaplönturnar eru í blóma þannig við fáum vonandi að sjá litla knappa brátt. Þetta er svo allt að koma með restina af garðinum varðandi tiltekt, illgresi og stígagerð. Það er helst sólbruni og moskítóbitin sem hrjá vinnufólkið þessa dagana en plönturnar kalla eftir góðri vökvun þar sem ekki er útlit fyrir að sólarblíðan og þurrkurinn sé á undanhaldi. Ég hef græjað myndaalbúm sem hægt er að fylgjast með framganginum...

Prinsinn kemur og smyr konfekti í eyrun

Það kom að því að maður fengi að sjá prinsinn í eigin persónu. Hann mætir í tónleikasal Tívolísins þann 8. júlí og þá mun ég sitja úti í myrkrinu og leyfa Bill að smyrja konfekti í eyrun. Þeir sem hafa ekki kynnt sér öll alter-egó Will ættu að krækja sér í perlur eins og I see a darkness, Valgeirsframleiðsluna Letting go , ease down the road o.s.frv.