Jæja þá er nú aldeilis tíðin góð og hentug til sáningar og slíkrar garðvinnu. Kartöflur, baunir, spínat, gulrætur ofl. var sáð í vikunni. Jarðaberjaplönturnar eru í blóma þannig við fáum vonandi að sjá litla knappa brátt. Þetta er svo allt að koma með restina af garðinum varðandi tiltekt, illgresi og stígagerð.
Það er helst sólbruni og moskítóbitin sem hrjá vinnufólkið þessa dagana en plönturnar kalla eftir góðri vökvun þar sem ekki er útlit fyrir að sólarblíðan og þurrkurinn sé á undanhaldi.
Ég hef græjað myndaalbúm sem hægt er að fylgjast með framganginum...
Það er helst sólbruni og moskítóbitin sem hrjá vinnufólkið þessa dagana en plönturnar kalla eftir góðri vökvun þar sem ekki er útlit fyrir að sólarblíðan og þurrkurinn sé á undanhaldi.
Ég hef græjað myndaalbúm sem hægt er að fylgjast með framganginum...
Ummæli