Var að velta fyrir mér málinu okkar góða. Ekki það að ég eigi að vera að spá í því núna þar sem hugur minn ætti að vera heltekinn af frumum, hormónum, hvötum og iðramauki svo sittlítið sé nefnt. En ástæða hugleiðingar minnar er sú að ég var að hringja í Lögreglustjóra þar sem ég gleymdi ökuskírteininu mínu í litla Skodanum okkar.
Samtalið hófst á þessa leið:
Rls: "Dag"
Ég: "Góðan daginn, ég heiti Jóhanna"
Rls: "Dag"
Ég: "Mig langar að athuga með staðfestingu á ökuskírteininu mínu. Ég bý úti og gleymdi því þar."
Rls: "Gleymdirðu því úti?"
Ég: "Já"
Rls: "Þá er best að þú komir niður í Borgartún"
og svo videre.... En ég fór að hugsa, hvað er þetta með að segja "Dag" - ég hélt í fyrstu að mér hefði misheyrst en hún endurtók það nú samt. Og svo þetta með að geta sagt "ég bý úti" - hvað þýðir það eiginlega; er ég útigangskona, bý ég erlendis, úti í geimi eða hvað. Eða er ég bara orðin túttífrúttí?? Eins og þegar ég fell í þá gryfju að segja "engu staðar" í staðinn fyrir "hvergi" - hversu lengi ætlar barnamálið að fylgja mér - leifar liðinna tíma.
Jæja ætli ég þurfi ekki að tussast af stað á ný í lestur fysíólógíuna.
Kæmpekrammer
Blöbbý
Samtalið hófst á þessa leið:
Rls: "Dag"
Ég: "Góðan daginn, ég heiti Jóhanna"
Rls: "Dag"
Ég: "Mig langar að athuga með staðfestingu á ökuskírteininu mínu. Ég bý úti og gleymdi því þar."
Rls: "Gleymdirðu því úti?"
Ég: "Já"
Rls: "Þá er best að þú komir niður í Borgartún"
og svo videre.... En ég fór að hugsa, hvað er þetta með að segja "Dag" - ég hélt í fyrstu að mér hefði misheyrst en hún endurtók það nú samt. Og svo þetta með að geta sagt "ég bý úti" - hvað þýðir það eiginlega; er ég útigangskona, bý ég erlendis, úti í geimi eða hvað. Eða er ég bara orðin túttífrúttí?? Eins og þegar ég fell í þá gryfju að segja "engu staðar" í staðinn fyrir "hvergi" - hversu lengi ætlar barnamálið að fylgja mér - leifar liðinna tíma.
Jæja ætli ég þurfi ekki að tussast af stað á ný í lestur fysíólógíuna.
Kæmpekrammer
Blöbbý
Ummæli
Skv. skilgreiningu þá eru þeir sem tjá sig opinberlega um iðramauk sjálfkrafa meðlimir í túttífrúttífélaginu.
Þú er því ekki í slæmum félagsskap í þessum fræðum. ;-)
Kv
Maggi Sæla