Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2009

Íslandsfrí 2009 - myndaskammtur 2

Jæja, þá er ég búinn að skella inn næsta skammti af myndunum frá fríinu okkar í sumar uppi á Íslandinu góða. Kominn upp að Verslunarmannahelginni í Vatnaskógi og svo sæludögum í Syðri-Knarrartungu . Forsmekkur hér að neðan.... Systkinin í búðinni hjá Ástu frænku Hanna er svo margsigld kassadama og sýnir að hún hefur sko engu gleymt frá gullaldarárum Kaupfélagsins í Þorlákshöfn. Hér þarf þó ekki að panta rjómann með 2ja daga fyrirvara úr MBF, nú er brennt í Bónusinn Baldur Freyr var slyngur á posann og sjóðsvélina Kartöflusáðvélin prufukeyrð

Myndir úr fyrstu útlilegunni

Jæja, þá er verið að hreinsa til á minniskortinu og koma skikki á myndasafnið... Skelli hér inn nokkrum myndum frá fyrstu útilegu sumarsins í júnílok með Ásdísi, Anders og Leó upp í Kulhuse . Hreint út sagt frábær tími í sól og strönd, grill ofl. Þetta var skemmtilega ákvarðað, þar sem við sammældums í sumarbyrjun að fara saman í útilegu. Þá var bara sett dagsetning og fyrir þann tíma yrði barasta verið búið að redda sér útbúnaði (það sem við gerum best mörlandinn: vinna undir pressu). Þetta var fyrsta skipti sem við fórum með (þáverandi nýkeypta notaða) tjald út á land og við vorum að finna okkur í pökkun og vistum. Lærðum mikið af hinum sjóuðu grönnum okkar og stálum nokkrum hugmyndum og gerðum skurk í uppfærslum á útilegubúnaði fyrir þá næstu. En það er önnur saga, önnur tjald og annar myndabúnki.