Jæja, þá er verið að hreinsa til á minniskortinu og koma skikki á myndasafnið...
Skelli hér inn nokkrum myndum frá fyrstu útilegu sumarsins í júnílok með Ásdísi, Anders og Leó upp í Kulhuse. Hreint út sagt frábær tími í sól og strönd, grill ofl. Þetta var skemmtilega ákvarðað, þar sem við sammældums í sumarbyrjun að fara saman í útilegu. Þá var bara sett dagsetning og fyrir þann tíma yrði barasta verið búið að redda sér útbúnaði (það sem við gerum best mörlandinn: vinna undir pressu).
Þetta var fyrsta skipti sem við fórum með (þáverandi nýkeypta notaða) tjald út á land og við vorum að finna okkur í pökkun og vistum. Lærðum mikið af hinum sjóuðu grönnum okkar og stálum nokkrum hugmyndum og gerðum skurk í uppfærslum á útilegubúnaði fyrir þá næstu. En það er önnur saga, önnur tjald og annar myndabúnki.
Skelli hér inn nokkrum myndum frá fyrstu útilegu sumarsins í júnílok með Ásdísi, Anders og Leó upp í Kulhuse. Hreint út sagt frábær tími í sól og strönd, grill ofl. Þetta var skemmtilega ákvarðað, þar sem við sammældums í sumarbyrjun að fara saman í útilegu. Þá var bara sett dagsetning og fyrir þann tíma yrði barasta verið búið að redda sér útbúnaði (það sem við gerum best mörlandinn: vinna undir pressu).
Þetta var fyrsta skipti sem við fórum með (þáverandi nýkeypta notaða) tjald út á land og við vorum að finna okkur í pökkun og vistum. Lærðum mikið af hinum sjóuðu grönnum okkar og stálum nokkrum hugmyndum og gerðum skurk í uppfærslum á útilegubúnaði fyrir þá næstu. En það er önnur saga, önnur tjald og annar myndabúnki.
Ummæli