Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2008

Kraumandi kollvik

Það er aldeilis að kollvikin krauma núna, eins og ég sé með tvö rauð teppasýnishorn í kollvikakrókunum. Upphandleggir, handabök og hnakki eru í sama djúprauða stílnum, "þökk" sé garðvinnunni í sólinni í gær. Besti dagur ársins hingað til, ekki spurning. Krakkarnir voru meira að segja með bjartsýnni sólardýrkendum og hlupu um ber að ofan á garðstígunum. Mikill árangur varð í garðræktinni um helgina enda erum við með mömmu hérna í heimsókn sem er ansi hreint hagvön á gaffal, skóflu og klóru. Frá því á laugardagsmorgun hafa hátt í 10 hjólbörur með garðaúrgangi fengið að fjúka út í safnhaug, pælt upp ræktunarsvæði og beð afmörkuð. Risastór hola var líka grafin af mömmu til að hýsa tilvonandi sólberjarunna úr óleigða garðskikanum sem okkur áskotnaðist í gær í gegnum varaformann garðafélagsins. Það féll reyndar um sjálft sig í dag þegar talhólfsskilaboð frá Annette tjáðu okkur að leigjendur hefðu tekið við garðinum og sólberjarunninn því ekki lengur í boði. Við komum við á bensínst

Uppfærsla og fréttir

Hvað er nú í fréttum, það vantar ekki frásagnir.... Nú, byrjum á bömmernum. Það skall hér á verkfall fyrir viku og gerði leikskólann okkar hálflamaðann. Við getum haft Baldur og Ástu 4 daga aðra hverja viku. Þessa vikuna er 0 pössun. Þá voru nú góð ráð dýr og hjálparsveitin var ræst út frá Íslandi. Mamma kom með sólina með sér á sunnudaginn og síðan hafa gríslingarnir verið heima hjá ömmu alla vikuna og líkar bara vel. Verður bara erfitt að snúa þeim til baka í leikskólann þegar að því kemur... Svo gott hafa þau það. Veðrið hefur verið svo æðislegt að hér er blár himinn og blaðgrænan vellur úr brumhnöppunum, allt er því að fá á sig sumarlitina. Ýmislegt annað er í hröðum þroska. Baldur Freyr steig skrefið til fulls á laugardaginn og hjólaði án hjálparadekkja eða nokkurs stuðnings! Það var ótrúlega mikil viðbrigði og frelsi, enda hefur hann varla sleppt stýrinu síðan og gleymir að horfa á barnaefnið vegna spennu yfir að fara út að hjóla. Hér hefur umhverfið þann ótvíræða kost að margt