Hvað er nú í fréttum, það vantar ekki frásagnir....
Nú, byrjum á bömmernum. Það skall hér á verkfall fyrir viku og gerði leikskólann okkar hálflamaðann. Við getum haft Baldur og Ástu 4 daga aðra hverja viku. Þessa vikuna er 0 pössun. Þá voru nú góð ráð dýr og hjálparsveitin var ræst út frá Íslandi. Mamma kom með sólina með sér á sunnudaginn og síðan hafa gríslingarnir verið heima hjá ömmu alla vikuna og líkar bara vel. Verður bara erfitt að snúa þeim til baka í leikskólann þegar að því kemur... Svo gott hafa þau það.
Veðrið hefur verið svo æðislegt að hér er blár himinn og blaðgrænan vellur úr brumhnöppunum, allt er því að fá á sig sumarlitina. Ýmislegt annað er í hröðum þroska. Baldur Freyr steig skrefið til fulls á laugardaginn og hjólaði án hjálparadekkja eða nokkurs stuðnings! Það var ótrúlega mikil viðbrigði og frelsi, enda hefur hann varla sleppt stýrinu síðan og gleymir að horfa á barnaefnið vegna spennu yfir að fara út að hjóla.
Hér hefur umhverfið þann ótvíræða kost að margt er um krakka á svipuðum aldri og er mikið um leik úti þessa dagana. Baldur og Ásta eru smátt og smátt að ná upp útivistaþoli bræðranna hér ská á móti: Oliver og Nikolaj. Þeir eru bara alltaf úti. Enda er búið að vera í fótbolta, tálgi, róló, hjólakeppnum ofl. á hverjum degi. Dúndur!
Svo ekki sé minnst á nágrannan ská neðan við okkur sem varð sér úti um trambolín (sem tekur allan bakgarðinn hans) og er það vinsælt að banka hjá Jóhannesi þegar hann er heima og taka nokkur vökur vinstri hopp.
Fleira var ekki í fréttum að sinni, en Glóbjört mun segja fréttir af veðri eftir auglýsingar...
Nú, byrjum á bömmernum. Það skall hér á verkfall fyrir viku og gerði leikskólann okkar hálflamaðann. Við getum haft Baldur og Ástu 4 daga aðra hverja viku. Þessa vikuna er 0 pössun. Þá voru nú góð ráð dýr og hjálparsveitin var ræst út frá Íslandi. Mamma kom með sólina með sér á sunnudaginn og síðan hafa gríslingarnir verið heima hjá ömmu alla vikuna og líkar bara vel. Verður bara erfitt að snúa þeim til baka í leikskólann þegar að því kemur... Svo gott hafa þau það.
Veðrið hefur verið svo æðislegt að hér er blár himinn og blaðgrænan vellur úr brumhnöppunum, allt er því að fá á sig sumarlitina. Ýmislegt annað er í hröðum þroska. Baldur Freyr steig skrefið til fulls á laugardaginn og hjólaði án hjálparadekkja eða nokkurs stuðnings! Það var ótrúlega mikil viðbrigði og frelsi, enda hefur hann varla sleppt stýrinu síðan og gleymir að horfa á barnaefnið vegna spennu yfir að fara út að hjóla.
Hér hefur umhverfið þann ótvíræða kost að margt er um krakka á svipuðum aldri og er mikið um leik úti þessa dagana. Baldur og Ásta eru smátt og smátt að ná upp útivistaþoli bræðranna hér ská á móti: Oliver og Nikolaj. Þeir eru bara alltaf úti. Enda er búið að vera í fótbolta, tálgi, róló, hjólakeppnum ofl. á hverjum degi. Dúndur!
Svo ekki sé minnst á nágrannan ská neðan við okkur sem varð sér úti um trambolín (sem tekur allan bakgarðinn hans) og er það vinsælt að banka hjá Jóhannesi þegar hann er heima og taka nokkur vökur vinstri hopp.
Fleira var ekki í fréttum að sinni, en Glóbjört mun segja fréttir af veðri eftir auglýsingar...
Ummæli