Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2008

Nekt

Það bar nokkuð á nektinni yfir páskadagana tvo í margvíslegum fjölbreytileika og öllum aldurshópum. Krump Á páskadag skutluðum við krakkarnir afa Sæma og Guðurúnu frænku út á lestarstöð. Eftir að hafa vinkað bless í vorsólinni rúlluðum við út á Vedbæk höfn . Við spókuðum okkur innan um frumskóg bátanna sem liggja nú uppi á bílastæðum í viðhaldi. Eftir að hafa skoðað báta, fólk og ferfætlinga enduðum við á gamalkunna strandstaðnum þar sem rólurnar eru. Upphófst mikið dund með sjórekna múrsteina sem notaðir voru í varnagarða. Ásta rölti sér yfir að rólunum og sveiflaðist þar fram og til baka bæði ein og með sjálfskipuðum leikfélögum. Eins og flesta sunnudaga voru vetrarbuslarar á ferðinni en vegna kuldans voru dýfurnar í styttra lagi. Baldur Freyr veitti þessu lengi vel enga athygli en þegar heila fjölskyldan var þarna samankomin (2 stk afar, 2 stk ömmur, dætur, tengdasynir, börn og ég veit ekki hvað) og ljósmyndaði allt í bak og fyrir, fór snáði að spá. Enda rauk dóttirinn út á göngubry

Páskalambið

Páskarnir komnir og lítið eitt hret með. Hér hefur verið svo ljúft og gott í vetur en svo þurfti að skella á með snjó þessa vikuna. Þeim mesta í vetur, bara hríð hérna heim á mánudeginum. Það hefur verið gestkvæmt hjá okkur og er enn. Ásta var hjá okkur í viku en flaug svo á miðvikudaginn suður á bóginn til Kanarí, burt úr snjómuggunni. Í staðinn komu pabbi og Guðrún systir. Það voru aldeilis fagnaðarfundir og ýmislegt er búið að bralla. Í gær fórum við í Frilandsmuseet (sbr Árbæjarsafnið) og röltum um í ratleik. Ásta Lísa var í Emmu öfugsnúna gírnum og náði að verða á öndverðum meiði með velflest samtöl og athafnir. Eftir safnaheimsóknina ákvað ég að sýna pabba litlu skonsuna sem við bjuggum í í Virum fyrir um ári síðan. Á leiðinni keyrðum við fram hjá rólóinum vinsæla þannig að aftur í var lögð fram eindregin ósk um að leika þar. Þegar það átti svo að fara heim var Ásta Lísa í þvera gírnum og gerði sig sko ekki líklega til að koma með. Þrjóskusvipurinn var alveg magnaður, svona bland

Pókerfésið á stigapallinum

Það var svo ljómandi gott veður í gær, sól og blíða. Við krakkarnir fórum í innkaupaleiðangur eins og 86,56% Dana ástunda á laugardagsformiðdögum. Gekk líka svona ljómandi vel og ég keypti ýmislegt girnilegt "gúrme" í tagliarini réttinn úr Jamie bókinni. Hanna gaf mér hana nefnilega á fimmtudagskvöldið áður en hún skrapp til Stokkhólma með Elvu. Ég sveif því um á milli hillnanna í Super Best með krökkunum að tína stórblöðótt sellerí, ólívur, sítrónur, pecorino og parmesan ost og svo framvegis. Þegar við roguðumst upp með pokana sat Anders úti og sleikti sólina. Ásta var fljót að hlaupa til hans og byrjaði að blaðra út í eitt við hann að venju. Ég var aðeins meira til baka en spjallaði þó svolítið við hann. Anders var ekki mjög skrafhreifinn og horfði meira upp í himinbláan en á okkur. Það var algert pókerfés á kallinum og ekkert að heyra minnst á hinn nýja almannaróm um að forsetisráðherra vor væri helsti frambjóðandinn í stól forseta Evrópu. Engin svipbrigði, alger póker.

Andspænis Anders

Hnarreistur stóð Baldur Freyr andspænis Anders hérna úti á stigapalli. Dró andann djúpt og gekk fjögur skref til móts við hann, rosalega hugrakkur. Ásta Lísa var hinsvegar alveg að kæfa Anders með knúsi þannig að móður hans fannst ekki annað hægt en að bjóða okkur inn fyrir. Baldur Freyr var eitthvað smeykur við galsann í Anders þannig að úr varð að hann var settur afsíðis inn í herbergi um sinn. Við spjölluðum við mömmu hans um daginn og veginn. Svo hepping vorum við að fá að sjá helstu viðfangsefni og gleðigjafa hans sem geymdir eru í skálinni inn í stofu. Krakkarnir voru forvitnir og handfjötluðu dýrgripina. Anders heyrði strax í gegnum hurðina að verið væri að fikta með eigur hans og varð svolítið órólegur. Mamma hans teygði sig upp í skáp bak við nokkrar þykkar ritraðir og fiskaði út merkilegan grip. Þetta var jólagjöfin hans Anders sem er í miklu uppáhaldi hjá honum og halda verður til hliðar til að hann verði ekki of æstur. Þessi gula gaddakylfa er líka ekkert smá flott. Við vor

Höfðinu styttri

Afhöfðunin var greinilega nýyfirstaðin því stubburinn lá í vegakantinum. Engin birta myndi framar stafa frá toppstykkinu, hlutverki hans lokið í þessu lífi. Enda langt síðan Dong skipti út ljósastaurunum á Grísastígnum sem og meirihluta gatnakerfis kommúnunnar . Hinir stílhreinu og reffilegu svörtu stálstaurar beygja höfuð sitt í lotningu yfir hjólreiðamenn og aðra vegfarendur á stígnum. Gömlu timburstaurarnir gera það ekki meir og eru nokkrir eftir á stangli inn á milli. Meðal þeirra var sá afhöfðaði sem var gerður metranum styttri til að rýma til fyrir hinu alsjáandi stafræna auga. Á svörtu stílstaurunum hefur nefnilega verið komið fyrir tveimur settum af nýtísku eftirlitsmyndavélum sem filma alla umferð um stíginn sem rúllar framhjá granna vorum Anders Fogh Rasmussen. Nú er spurning hvort löggimann hætti að hnita hringina þarna uppfrá eða ekki með tilkomu þessarar nýjungar? Eða er þessi viðbót tilkomin vegna nýlegrar heimsóknar AFR til Bush í Texas í síðustu viku eða endurprentann