Það bar nokkuð á nektinni yfir páskadagana tvo í margvíslegum fjölbreytileika og öllum aldurshópum.
Krump
Á páskadag skutluðum við krakkarnir afa Sæma og Guðurúnu frænku út á lestarstöð. Eftir að hafa vinkað bless í vorsólinni rúlluðum við út á Vedbæk höfn. Við spókuðum okkur innan um frumskóg bátanna sem liggja nú uppi á bílastæðum í viðhaldi. Eftir að hafa skoðað báta, fólk og ferfætlinga enduðum við á gamalkunna strandstaðnum þar sem rólurnar eru. Upphófst mikið dund með sjórekna múrsteina sem notaðir voru í varnagarða. Ásta rölti sér yfir að rólunum og sveiflaðist þar fram og til baka bæði ein og með sjálfskipuðum leikfélögum.
Eins og flesta sunnudaga voru vetrarbuslarar á ferðinni en vegna kuldans voru dýfurnar í styttra lagi. Baldur Freyr veitti þessu lengi vel enga athygli en þegar heila fjölskyldan var þarna samankomin (2 stk afar, 2 stk ömmur, dætur, tengdasynir, börn og ég veit ekki hvað) og ljósmyndaði allt í bak og fyrir, fór snáði að spá. Enda rauk dóttirinn út á göngubryggjuna með myndavélina ásamt barnabörnunum til að mynda öll herlegheitin þegar amma og afi dýfðu sér nakin í sjóinn. Baldur hefur örugglega verið að spekúlera svipað og ég með það hvaða djúpstæðu áhrif það getur haft að horfa á ömmu og afa allsnakin og mis krumpaða æðri líkamshlutana. Í öllu falli steinhætti hann að brjóta grýlukertin af göngubrúnni og horfði dolfallinn á þau, sjóblautur í öðrum skónum. Ásta rólaði bara sem mest þar til hún hætti vegna þreytu í höndum.
Kátir krakkar
Í gær, annan í páskum, prófuðum við krakkarnir svolítið nýtt: fara á þjóðminjasafnið. Þar er svona ljómandi sniðug deild sem er "krakkasafn". Þar eru eftirgerðir af alvöru dótinu þannig að það má leika og djöflast alveg að vild. Riddaradeild, víkingaskip, Pakistanskt kaupfélag o.s.frv. Það var rosa gaman og hitnaði ennþá meira í hamsi þegar Kolbeinn Hrafn mætti á svæðið, þá fyrst fór stuðið á flug. Og það var ekki að spyrja að því: Ásta Lísa var orðin rjóð, með sveitt nef og búin að rífa sig úr að ofan. Hún hljóp því um allt safnið hálfnakin og kafrjóð. Ég og Hjörtur vorum ábyggilega vafasömustu foreldrarnir með þessa þrjá strumpa í eltingaleik innan um þjóðargersemarnar.
Krump
Á páskadag skutluðum við krakkarnir afa Sæma og Guðurúnu frænku út á lestarstöð. Eftir að hafa vinkað bless í vorsólinni rúlluðum við út á Vedbæk höfn. Við spókuðum okkur innan um frumskóg bátanna sem liggja nú uppi á bílastæðum í viðhaldi. Eftir að hafa skoðað báta, fólk og ferfætlinga enduðum við á gamalkunna strandstaðnum þar sem rólurnar eru. Upphófst mikið dund með sjórekna múrsteina sem notaðir voru í varnagarða. Ásta rölti sér yfir að rólunum og sveiflaðist þar fram og til baka bæði ein og með sjálfskipuðum leikfélögum.
Eins og flesta sunnudaga voru vetrarbuslarar á ferðinni en vegna kuldans voru dýfurnar í styttra lagi. Baldur Freyr veitti þessu lengi vel enga athygli en þegar heila fjölskyldan var þarna samankomin (2 stk afar, 2 stk ömmur, dætur, tengdasynir, börn og ég veit ekki hvað) og ljósmyndaði allt í bak og fyrir, fór snáði að spá. Enda rauk dóttirinn út á göngubryggjuna með myndavélina ásamt barnabörnunum til að mynda öll herlegheitin þegar amma og afi dýfðu sér nakin í sjóinn. Baldur hefur örugglega verið að spekúlera svipað og ég með það hvaða djúpstæðu áhrif það getur haft að horfa á ömmu og afa allsnakin og mis krumpaða æðri líkamshlutana. Í öllu falli steinhætti hann að brjóta grýlukertin af göngubrúnni og horfði dolfallinn á þau, sjóblautur í öðrum skónum. Ásta rólaði bara sem mest þar til hún hætti vegna þreytu í höndum.
Kátir krakkar
Í gær, annan í páskum, prófuðum við krakkarnir svolítið nýtt: fara á þjóðminjasafnið. Þar er svona ljómandi sniðug deild sem er "krakkasafn". Þar eru eftirgerðir af alvöru dótinu þannig að það má leika og djöflast alveg að vild. Riddaradeild, víkingaskip, Pakistanskt kaupfélag o.s.frv. Það var rosa gaman og hitnaði ennþá meira í hamsi þegar Kolbeinn Hrafn mætti á svæðið, þá fyrst fór stuðið á flug. Og það var ekki að spyrja að því: Ásta Lísa var orðin rjóð, með sveitt nef og búin að rífa sig úr að ofan. Hún hljóp því um allt safnið hálfnakin og kafrjóð. Ég og Hjörtur vorum ábyggilega vafasömustu foreldrarnir með þessa þrjá strumpa í eltingaleik innan um þjóðargersemarnar.
Ummæli
Kram
Þín æelskandi.
Djöfull er dagatalsfídusinn flottur hjá ykkur!
Kv
Maggi Sæla