Fara í aðalinnihald

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina.

Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega.

Veðrið var lygilega gott. Heiðskírt og sól og klifrið upp hófst upp á við í átt að Hrafntinnuskálanum sem var fyrsta stopp. Þetta reyndist vera meiripartinn klifur og ganga með hjól en að sitja á hnakkinum en það var svo sem viðbúið og hraðinn var ekki rosalega miklu meiri en á göngufólki. En það var viðbúið og ekkert sem kom á óvart.
Eftir stutt matar- og gírstillingarstopp í skálanum var haldið áfram að næsta áfanga, Álftarvatni og þar fengum við hressilegan niðurbrunskafla sem var nokkuð krefjandi en skemmtilegur. Skömmu eftir eitt vað slitnaði keðjan hjá Snorra í annað skiptið og þá fór nú aðeins um okkur þar sem magic linkarnir fækkuðu tölunni ískyggilega hratt og snemma ferðar. En við ákvöðum takmarkanir á gírskiptingum á ákveðnu bili til að lágmarka áhættuna og komumst klakklaust í skálann þar sem snætt var og hvílt fyrir næsta áfanga, Emstrur.
Leiðin að Emstrum gekk nokkuð ágætlega en hjá Snorra hegðuðu sér ósæmilega og á einni brúnni fundum við rót vandans: eitt tannhjól var beyglað og var sennilega ábyrgt fyrir keðjumorðunum. Þá var hægt að leggja reglur um ákveðið bann-gírsvæði og við brunuðum svo niður brekkuna að skálanum í Emstrum að verða ellefu um kvöldið. Þar mætti mér skrýtin sjón, þrír kanapiltar stóðu álkulegir úti á palli skála og deildu með sér einni Jim Beam. Þeir voru nokkuð orðlausir að sjá 4 gaura bruna á hjólum niður brekkuna. Skálavörðurinn Sonja tók þvílíkt vel á móti okkur. "Voruð þið að koma hjólandi frá Landmannalaugum? Vel gert! Viljiði köku?" Við þáðum það með þökkum og fengum kaffi og mjólk beint af kúnni með ásamt spjalli um lífið og tilveruna á fjöllum. Sonja hafði samband fyrir okkur upp í Bása til að sjá til þess að farangur okkar væri örugglega á sínum stað og aðgengilegur þannig að við þyrftum ekki að vekja skálaverðina við komuna. Það var léttir að vita að tjöld og matur væru á staðnum og sett í gám þar sem við gætum sótt að eigin vild.
Þá var komið að síðasta áfanganum inn að Básum meðfram markarfljótsglúfrum og hann reyndist sá lengsti og reyndi á þolrif hópsins. Hér rökkvaði eftir miðnættið og við fengum fallegt sólarlag á meðan við trilluðum gegnum sand, grjót og hraun. Það var góð tilfinning að sjá Bása og finna farangurinn á sínum stað og geta farið í þurr og hlý föt. Við slógum upp tjaldbúðum kl 4 um nóttina og fengum okkur orkurríkann hnetusmjörssósu Thai núðluréttinn sem ég hafði eldað á sunnudagskvöldinu.
Það var þreyttur en ánægður hópur sem lagði sig í poka kl 5 að morgni í Básum við fuglasöng.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr