Það eru sennilega fáir sem ekki hafa heyrt af hústökukúltúr þeim sem tíðkast í Danaveldi. Nægir að nefna Ungdomshuset og Kristjaníu, en nú á síðustu mánuðum hefur í báðum tilfellum verið bundinn formlegur endir á hústökuna. Því miður þarf ekki að líta sér fjær til að upplifa áhrif hústekju, við erum svo að segja í hringiðunni. Að littekjunni er það að frétta að heiðskíran og sólríkan himininn höfum við haft brosandi yfir höfðum okkar að undanförnu. Um helgina var svo loksins orðið stuttermahæft og er afrakstur 8 tíma útiveru í dýragarðinum og Valbyparken beinlínis rauðglóandi á örmum mínum og andliti í kvöld. Hanna er með afar smekklegan, rauðan prestkraga; svona hálsmálslaga. Hústaka. Við bíðum enn eftir að "Mustafa" láti finna sig og mæti á fógetafund til að ræða ólögmæta dvöl hans í húsinu sem við bíðum enn eftir síðan 1. mars. Merkilegt hvað eymingjum skal takast að láta reka á reiðanum í réttarkerfinu. Á meðan erum við hálfgerðir hússníklar í fullhúsgagnaðri (og fataðri)