Annar mars og við vöknum á nýjum stað. Sjáum nú öll herlegheitin í björtu, þvílik sýn yfir spegilslétt rauðahafið í heiðskírri sólarsælunni. Það er svo morgunverðarhlaðborð að lokinni sólkremssmurningu og hitabylgjan tekur á móti okkur upp tröppurnar. Svolítið annað en slydduélin í gær í Kaupmannahöfn, ha? Það er enginn skortur á valmöguleikum á hlaðborðinu en ungviðið sigtar skjótt úr kókó-kúlur og grandskoðar speglaturna umkringda og fyllta af alls kyns kökum og kruðeríi. Svona ef maður væri ekki alveg búinn að fylla síðustu sentimetra vélindans. Ekki hægt að segja annað að veitingunum séu gerð góð skil. Þá er upplýsingafundur með leiðsögukonunum sem reynist mjög nytsamlegur og fullur af góðum ráðum og upplýsingum. Krakkarnir eru ekki á sama máli. Drepleiðist. Það lagast þegar við komum niður að sundlauginni þar sem við eigum góðar stundir við busl, leik og slökun. Við erum augljóslega nýkomin, enda svífa meðhöndlana- og ferðasöludrengirnir á okkur með syngjandi söluræðunni: &quo