Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2010

Egyptaland 2010 - Dagur2

Annar mars og við vöknum á nýjum stað. Sjáum nú öll herlegheitin í björtu, þvílik sýn yfir spegilslétt rauðahafið í heiðskírri sólarsælunni. Það er svo morgunverðarhlaðborð að lokinni sólkremssmurningu og hitabylgjan tekur á móti okkur upp tröppurnar. Svolítið annað en slydduélin í gær í Kaupmannahöfn, ha? Það er enginn skortur á valmöguleikum á hlaðborðinu en ungviðið sigtar skjótt úr kókó-kúlur og grandskoðar speglaturna umkringda og fyllta af alls kyns kökum og kruðeríi. Svona ef maður væri ekki alveg búinn að fylla síðustu sentimetra vélindans. Ekki hægt að segja annað að veitingunum séu gerð góð skil. Þá er upplýsingafundur með leiðsögukonunum sem reynist mjög nytsamlegur og fullur af góðum ráðum og upplýsingum. Krakkarnir eru ekki á sama máli. Drepleiðist. Það lagast þegar við komum niður að sundlauginni þar sem við eigum góðar stundir við busl, leik og slökun. Við erum augljóslega nýkomin, enda svífa meðhöndlana- og ferðasöludrengirnir á okkur með syngjandi söluræðunni: &quo

Egyptaland 2010 - myndir 2

Næsti skammtur af myndum frá Egyptalandsreisunni miklu. Hér fer fjölskyldan meðal annars í jeppasafarí, reiðtúr á kameldýrum og snorklar við Blue Hole í Dahab. Önnur eins keyrsla og meðferð á Toyota Landcruiser hefur vart sést...

Egyptaland 2010 - Dagur1

Mánudagsmorgunn 1. mars og það er borðaður morgunmatur og smurðir matpakkar. Það voru slydduél á leiðinn á hraðbrautinni og við höfðum pantað okkur bílastæði á hjara veraldar. Allt innritunarferlið gekk vel og við erum komin inn fyrir og sveimum á fríhafnarsvæðinu eftir hádegismatinn. Spennan er mikil og tíminn drepinn í raftækjabúð við æsispennandi MarioCart wii spil. Svo mikil einbeiting að það er bara kominn aðkallandi tími á nr #2 hjá Baldri Frey þannig að strikið er tekið með mjög áhugaverðum fótaburði. En það er aðeins og seint og flogið er nærbuxnalaus til Egyptalands. Það er mjög erfitt að bíða eftir að vélin lendir, spurt er á 11 mín frest og mótmæt harðlega ef hinn liðni tími er ekki amk 20 mín meira en þegar síðast var spurt. Við lendum loksins í 20 C hita kl 21 að staðartíma, á fullu tungli. Farangurinn er fljótfenginn og ljóshærða, litla, bleikklædda dóttir okkar vekur ómælda athygli heimanmanna sem vilja allir heilsa upp á, klappa á kollinn og spyrja "hey, what´s y

Egyptaland 2010 - fyrsti skammtur

Litla fjölskyldan lagði land undir fót dagana 1.-8. mars og upplifði langþráða draumaferð. Hér er fyrsti skammtur af myndunum, fleiri myndir og frásagnir koma síðar....