Fara í aðalinnihald

Egyptaland 2010 - Dagur1

Mánudagsmorgunn 1. mars og það er borðaður morgunmatur og smurðir matpakkar. Það voru slydduél á leiðinn á hraðbrautinni og við höfðum pantað okkur bílastæði á hjara veraldar. Allt innritunarferlið gekk vel og við erum komin inn fyrir og sveimum á fríhafnarsvæðinu eftir hádegismatinn. Spennan er mikil og tíminn drepinn í raftækjabúð við æsispennandi MarioCart wii spil. Svo mikil einbeiting að það er bara kominn aðkallandi tími á nr #2 hjá Baldri Frey þannig að strikið er tekið með mjög áhugaverðum fótaburði. En það er aðeins og seint og flogið er nærbuxnalaus til Egyptalands.

Það er mjög erfitt að bíða eftir að vélin lendir, spurt er á 11 mín frest og mótmæt harðlega ef hinn liðni tími er ekki amk 20 mín meira en þegar síðast var spurt. Við lendum loksins í 20 C hita kl 21 að staðartíma, á fullu tungli. Farangurinn er fljótfenginn og ljóshærða, litla, bleikklædda dóttir okkar vekur ómælda athygli heimanmanna sem vilja allir heilsa upp á, klappa á kollinn og spyrja "hey, what´s your name". Auðvitað fer trýnið alveg í kleinu yfir þessu öllu saman, snýr sér í foreldrakjöltur og verður ein allsherjar feimni.

Stóðinu er skipt upp í rúturnar og við förum í 5 hótela rútuna sem brunar fljótlega af stað út í myrkrið. Við verðum síðust í röðinni og sjáum því öll hótelin sem fólkið fer á. Eitt þeirra er á svæði sem er enn í uppbyggingu (eins og mörg svæðin eru) og þar sjáum við hálfklárað hús við hliðina, svona fokhelt. Það hanga druslur fyrir gluggum en sum staðar sjáum við inn og Baldur Freyr tekur eftir því og segir "Hér býr fátæka fólkið". Útbrunnu "voru-einu-sinni-aðal" félagarnir tveir fyrir framan okkur skella uppúr, "já einmitt, hér munum við eyða fríinu okkar með heimasmurðu - eða þannig. Þú ert ekki svo vitlaus". Auðvitað tóku þeir því sem Baldur Freyr hefði meint hótelið þeirr, sem var kannski ekki algerlega galin ályktun. Það hafði svo sannarlega mátt muna fífil sinn fegurri. Eins og þeir.

Við vorum orðin einungis 4 eftir með leiðsögumanninum (eða konunni) í rútuni. Og maður fór að spá, vorum við að velja eitthvað kolvitlaust hótel? Nei, aldeilis ekki. Reyndist mjög fínt hótel, að vísu komið til ára sinna en snyrtilegt og alúðleg og lipur þjónusta. Upp á herbergi beið kvöldsnarl sem leiðsögukonan hafði séð um að yrði tekið til fyrir okkur. Það var þreytt, spennt og sátt lítil fjölskylda sem skellti sér á rúmin með tunglskinsbjart rauðahafið úti fyrir.

Ævintýrin bíða og dafna í draumalandinu...

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Draumaferðin - komin í gang

Nú þegar búið er að stúdera og samræma atburðardagskrárnar fer allt í gang. Ég byrja annan í jólum á 25km fjallahjólatúr með góðum hópi og það verður að segjast að landslagið er nokkuð frábrugðið. Í stað drullu og sleipra rótarbunka þarf að venjast lausamöl (tækla eins og drullu) og stórgrýttar holur. Einnig hjóluðum við kafla þar sem malarvegurinn minnti glettilega á vestfirskt þvottabretti þar sem demparar framan og aftan fengu heldur betur að vinna fyrir hverri rifflu. Fjölskyldan leigir sér tennisspaða og völl og spreytir sig í klukkutíma í sólinni. Hanna er dugleg að hlaupa og prófa ýmislegt svo sem Zumba, Funkdans, afródans og fullorðins sundæfingu sem var nokkuð krefjandi. Þriðja í jólum leigjum við okkur öll fjallahjól og tökum túr inn til næsta bæjar, Gran Tarjal, þar sem við spókum okkur og snæðum dýrindis pizzu og guðdómlegan ís við ströndina. Svo er það bara að skella sér í krakkaklúbbinn eða busla í lauginni þess á milli. Nú eða skella sér í ræktina, prófa bodytoning (ha

Laugavegurinn hjólaður - myndir

Þann 16. júlí hjóluðum við fjórir félagarnir (ég. Lalli, Snorri og Tolli) frá Landmannalaugum til Bása í Þórsmörk, sem í daglegu tali kallast Laugarvegurinn. Þetta var í alla staða eftirminnileg og frábær ferð í góðum félagsskap sem hélt vel í þá 14 tíma sem við hjóluðum, teymdum upp brekkur, ísskafla og ár. Ferðalokin í Básum klukkan fjögur um nótt voru kærkomin með Thai hnetusmjörskjúklingarétti og mikið var gott að leggjast til hvílu í tjöldunum. Meira segja myndir en mörg orð...

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.