Annar mars og við vöknum á nýjum stað. Sjáum nú öll herlegheitin í björtu, þvílik sýn yfir spegilslétt rauðahafið í heiðskírri sólarsælunni. Það er svo morgunverðarhlaðborð að lokinni sólkremssmurningu og hitabylgjan tekur á móti okkur upp tröppurnar. Svolítið annað en slydduélin í gær í Kaupmannahöfn, ha?
Það er enginn skortur á valmöguleikum á hlaðborðinu en ungviðið sigtar skjótt úr kókó-kúlur og grandskoðar speglaturna umkringda og fyllta af alls kyns kökum og kruðeríi. Svona ef maður væri ekki alveg búinn að fylla síðustu sentimetra vélindans. Ekki hægt að segja annað að veitingunum séu gerð góð skil.
Þá er upplýsingafundur með leiðsögukonunum sem reynist mjög nytsamlegur og fullur af góðum ráðum og upplýsingum. Krakkarnir eru ekki á sama máli. Drepleiðist. Það lagast þegar við komum niður að sundlauginni þar sem við eigum góðar stundir við busl, leik og slökun. Við erum augljóslega nýkomin, enda svífa meðhöndlana- og ferðasöludrengirnir á okkur með syngjandi söluræðunni: "Mozarella (er það litarhaftið?), hey how are you doing, where are you from, what´s your name? Would you like to taka boattrip tomorrow? Massage? osfrv...."
Rúsínan er þó ísbarinn, þar sem er frír bar eins og hægt er að láta í sig af ís frá kl 10 til sólarlags. Það hverfa nokkrir umgangar í barnagininn, Baldur og Ásta eru ekki lengi að taka þverfaglegt gæðapróf á öllum tegundunum í borðinu. Eftir hádegismat og smá snatt förum við feðgar út að kóröllunum og snorklum þar saman í klukkutíma eða svo. Alveg magnað sjá alla þessa fiska og iðandi lífið og litadýrðina neðansjávar á kóralrifinu.
Seinnipartinn var kominn tími á smá leiðangur út fyrir hótelið, sjá hvort við myndum geta fundið ýmislegt smálegt s.s. snorklgræjur f/fullorðna, meiri sólvörn ofl. Umhverfið er svona nett landnemasvæði, kannski mætti tala um "2007" þar sem allt er í uppbyggingu, verið að byggja hús, hótel, vegi ofl. Hér sunnanmegin jarðkúlunnar nota menn nefnilega flautuna í bílnum, enginn skortur á bíbb bíbb. Svo er mismunandi hvað bíbbið þýðir hverju sinni. Tvö stutt er svona "bara láta vita ég er hér, bíll kemur", annað flaut blæbrigði með augngotum og jafnvel handveifi er boð um taxaþjónustu. Baldur Freyr var mjög fljótur að læra að segja "no thanks".
Við kíktum fyrst í Il Mercado. Það er ekki merkilegt, samansafn vestrænna búða og máttarstólpanna McD og Starbucks. Verðlagið jafn hátt eða hærra en í DK, engin tilboðsverð hér takk. Skelltum okkur á kaffi og köku á Starbucks svona í sárabætur en á bakaleiðinn sáum við skilti "supermarket". Það reynist nú vera svona klassíks "kiosk" a la Nörrebro. Við hliðina er skranbúð og við kíkjum á snorkldót. Prúttið hefst. Gaurinn vill 16 evrur fyrir settið. Skv prúttvenju býður Hanna 4, sem er hálsbrjótandi móðgun fyrir grey manninn. Þetta er ekki plast, heldur silicone. Ef þú vilt plast, þá getur þú fengið það fyrir þetta verð. En þetta er sko silicone! Prútt, prútt og við göngum út með tilboð upp á 10. Nei takk, við yfirgefum búlluna og komumst 2 metra út. Þá svífa mávarnir á okkur. Allir vilja bita af þessu gómsæta, hvíta vorum-að-koma Evrópu búum. Komiði, bara eitt nafnspjald - ekkert að selja! Where you from? Frá Íslandi, vá bróðir minn á einmitt konu frá Íslandi (segir herramaðurinn án þess að hika augnablik). Eiiiinmitt, trúi því svona mátulega. Þetta er orðið gott af áreiti og við erum á leið út á götu aftur þegar snorklsölumaðurinn kemur fljúgandi á eftir okkur. Ok, ég er með nýtt lokatilboð. Við förum aftur inn í búiðina og fáum settin tvö á 16 - saman.
Á meðan ég sit einn við kvöldverðarborðið úti eru Hanna og krakkarnir inni að sækja sér á diskana. Á næsta borði sest hæglátt og ástfangið par. Það virðist verða úr að hún sæki köku með kaffinu fyrir þau, hafa kannski verið búin að borða kvöldmatinn fyrr um kvöldið. Hvað veit maður? Þjónninn kemur og reynir að gera sig skiljanlegan með bendingum, tveir snyrtilegir eldri menn standa við hliðina. Virðist eitthvað vera að þykkna í þeim. Ég skil. Þeir sátu víst þarna áður og höfðu verið (lengi) að ná sér í eftirrétt. Það er farið að hitna þarna og þjónninn tekur hárrétta ákvörðun og lætur sig hverfa hljóðlega. Heinz og Fritz eru orðnir æstir. Þeir hvæsa með sínum yndislega þýska hreim á manninn og rétta honum pjönkurnar heldur hressilega. We war schitting hier, whach ist it you don't untzerstand? Where arge you frohm, Russia!? (eins og það væri það alversta?) Karlgreyið hrökklast burt og heldur á pokum og töskum hálfringlaður og miður sín. Konan hans kemur á þessum tímapunkti og skilur ekkert í því að búið er að skipta hennar heittelskaða út með stífstraujuðum axlar-peysu-þýsku-homma. Slaaaka, sko. Strákar, hvor ykkar var á túr?
Það er enginn skortur á valmöguleikum á hlaðborðinu en ungviðið sigtar skjótt úr kókó-kúlur og grandskoðar speglaturna umkringda og fyllta af alls kyns kökum og kruðeríi. Svona ef maður væri ekki alveg búinn að fylla síðustu sentimetra vélindans. Ekki hægt að segja annað að veitingunum séu gerð góð skil.
Þá er upplýsingafundur með leiðsögukonunum sem reynist mjög nytsamlegur og fullur af góðum ráðum og upplýsingum. Krakkarnir eru ekki á sama máli. Drepleiðist. Það lagast þegar við komum niður að sundlauginni þar sem við eigum góðar stundir við busl, leik og slökun. Við erum augljóslega nýkomin, enda svífa meðhöndlana- og ferðasöludrengirnir á okkur með syngjandi söluræðunni: "Mozarella (er það litarhaftið?), hey how are you doing, where are you from, what´s your name? Would you like to taka boattrip tomorrow? Massage? osfrv...."
Rúsínan er þó ísbarinn, þar sem er frír bar eins og hægt er að láta í sig af ís frá kl 10 til sólarlags. Það hverfa nokkrir umgangar í barnagininn, Baldur og Ásta eru ekki lengi að taka þverfaglegt gæðapróf á öllum tegundunum í borðinu. Eftir hádegismat og smá snatt förum við feðgar út að kóröllunum og snorklum þar saman í klukkutíma eða svo. Alveg magnað sjá alla þessa fiska og iðandi lífið og litadýrðina neðansjávar á kóralrifinu.
Seinnipartinn var kominn tími á smá leiðangur út fyrir hótelið, sjá hvort við myndum geta fundið ýmislegt smálegt s.s. snorklgræjur f/fullorðna, meiri sólvörn ofl. Umhverfið er svona nett landnemasvæði, kannski mætti tala um "2007" þar sem allt er í uppbyggingu, verið að byggja hús, hótel, vegi ofl. Hér sunnanmegin jarðkúlunnar nota menn nefnilega flautuna í bílnum, enginn skortur á bíbb bíbb. Svo er mismunandi hvað bíbbið þýðir hverju sinni. Tvö stutt er svona "bara láta vita ég er hér, bíll kemur", annað flaut blæbrigði með augngotum og jafnvel handveifi er boð um taxaþjónustu. Baldur Freyr var mjög fljótur að læra að segja "no thanks".
Við kíktum fyrst í Il Mercado. Það er ekki merkilegt, samansafn vestrænna búða og máttarstólpanna McD og Starbucks. Verðlagið jafn hátt eða hærra en í DK, engin tilboðsverð hér takk. Skelltum okkur á kaffi og köku á Starbucks svona í sárabætur en á bakaleiðinn sáum við skilti "supermarket". Það reynist nú vera svona klassíks "kiosk" a la Nörrebro. Við hliðina er skranbúð og við kíkjum á snorkldót. Prúttið hefst. Gaurinn vill 16 evrur fyrir settið. Skv prúttvenju býður Hanna 4, sem er hálsbrjótandi móðgun fyrir grey manninn. Þetta er ekki plast, heldur silicone. Ef þú vilt plast, þá getur þú fengið það fyrir þetta verð. En þetta er sko silicone! Prútt, prútt og við göngum út með tilboð upp á 10. Nei takk, við yfirgefum búlluna og komumst 2 metra út. Þá svífa mávarnir á okkur. Allir vilja bita af þessu gómsæta, hvíta vorum-að-koma Evrópu búum. Komiði, bara eitt nafnspjald - ekkert að selja! Where you from? Frá Íslandi, vá bróðir minn á einmitt konu frá Íslandi (segir herramaðurinn án þess að hika augnablik). Eiiiinmitt, trúi því svona mátulega. Þetta er orðið gott af áreiti og við erum á leið út á götu aftur þegar snorklsölumaðurinn kemur fljúgandi á eftir okkur. Ok, ég er með nýtt lokatilboð. Við förum aftur inn í búiðina og fáum settin tvö á 16 - saman.
Á meðan ég sit einn við kvöldverðarborðið úti eru Hanna og krakkarnir inni að sækja sér á diskana. Á næsta borði sest hæglátt og ástfangið par. Það virðist verða úr að hún sæki köku með kaffinu fyrir þau, hafa kannski verið búin að borða kvöldmatinn fyrr um kvöldið. Hvað veit maður? Þjónninn kemur og reynir að gera sig skiljanlegan með bendingum, tveir snyrtilegir eldri menn standa við hliðina. Virðist eitthvað vera að þykkna í þeim. Ég skil. Þeir sátu víst þarna áður og höfðu verið (lengi) að ná sér í eftirrétt. Það er farið að hitna þarna og þjónninn tekur hárrétta ákvörðun og lætur sig hverfa hljóðlega. Heinz og Fritz eru orðnir æstir. Þeir hvæsa með sínum yndislega þýska hreim á manninn og rétta honum pjönkurnar heldur hressilega. We war schitting hier, whach ist it you don't untzerstand? Where arge you frohm, Russia!? (eins og það væri það alversta?) Karlgreyið hrökklast burt og heldur á pokum og töskum hálfringlaður og miður sín. Konan hans kemur á þessum tímapunkti og skilur ekkert í því að búið er að skipta hennar heittelskaða út með stífstraujuðum axlar-peysu-þýsku-homma. Slaaaka, sko. Strákar, hvor ykkar var á túr?
Ummæli