Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2008

Haglabyssusöngvarinn

Ég má til með að mæla með nýjustu plötu Kris Delmhorst, Shotgun Singer . Ég hafði rekist á fyrri útgáfur hennar þegar ég var að þræða niðurhölin á eMusic fyrr á árinu. Þá leist mér svona rosa vel á Strange Conversations . En þessi plata er enn betri að mínu mati. Ber einkenni þeirra platna sem fara í fyrsta rekka hjá mér; plata sem þarf margar hlustanir og vinnur og límist meira og meira á mann. Mætti kalla þetta laukplötur þar sem maður flysjar hvert lag af lauknum við hverja hlustun. En nú er lag ekki sama en lag, er það? Eða þannig, æi hættu nú alveg. Þið vitið hvað ég meina.... Þessi plata er tekin upp í lágstemmdum aðstæðum upp í fjallakofa og lýsingin á tilurðinni passar einmitt við lauklýsinguna mína. Maður er ekki alveg galinn. Eða hvað, og þó...

CPH - BUD - SKP

Makedóneíuferð - dagur 1 (17.9.2008) Ferðin suður til Skopje gekk eins og í sögu. Við lentum á áætlun um hálfþrjú á litla flugvellinum í Skopje. Þetta var í líkingu við Reykjavíkurfluvöll og töskurnar komu á skammri stund. Marjan, Katarina og bróðir hans biðu með bílana fyrir utan. Eftir mikla fagnaðarfundi hófum við að troða töskunum í bílana og brunuðum svo upp að aðsetri Marjan inn í Skopje. Hnúar okkar Hönnu voru hvítir eftir hurðararmana og ömmuböndin. Hann Viktor frá Hvítrússlandi var ekki alveg sá mest traustvekjandi í umferðinni. Við ræddum þetta á leiðinni og sömdum neyðaráætlun sem var hrundið í gang um leið og við stoppuðum hjá íbúð Marjan. Við spurðum lærvíslega hvort þau ættu bíl í Danmörku. Nei ekki var nú það. Ertu þá ekki vanur að keyra dags daglega. Nei, varla neitt síðasta 1,5 árið síðan hann flutti til Danmerkur. Nú vill svo til að við eigum bíl og keyrum á hverjum degi. Ég get alveg keyrt, við getum reynt að skiptast svolítið á. Það varð úr að ég tók við stýrinu og

Á slóð jógúrtsins

Ævintýri. Það er eina orðið sem ég á yfir ferð okkar til Makedóníu í síðustu viku. Þetta var í einu orði sagt frábært. Við hurfum algerlega inn í nýjan heim og gleymdum að það findist önnur veröld hér á sjálandi sem innihéldi skóla, vinnu og tvö yndisleg börn. Það var bara of mikið að upplifa og sjá. Þetta var frábær og alþjóðlegur hópur (Ísland, Hvítrússland, Pólland, Malta, Kanada, Bandaríkin og Makedónía) sem við vorum hluti af. Marjan var okkar einkaleiðsögumaður og gerði okkur kleift að upplifa land og þjóð með augum heimamanna. Meðal þess sem við fengum að upplifa var kvöldmessa munka af grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, synt í Orchid vatni við sólarlag, róið yfir vatnsuppsprettur, virki, klaustur og kirkjur, minnisvarðar um byltingar, allskyns matarkyns ( burek og jógúrt í morgunmat, osta í öllum stærðum og gerðum , tyrkjagruggið boza , klassíska salatið shopska sem fer hönd í hönd með vínberjabrugginu rakija , anísdrykkin mastika , Skopje bjórinn Skopsko ) ofl ofl. Og svo að tak

Í helgarlok

Sérdeilis gott er það búið að vera um helgina, sólarglenna flesta daga og hlýtt yfir hádaginn. Ég tók skorpu í garðinum á föstudaginn og undirbjó jarðveginn fyrir grassáningu, í orðsins fyllstu merkingu. Það þýddi að jarðaberjaplönturnar og rauðbeðurnar urðu að flytja sig um set. Kryddjurtaóræktarhringurinn fékk að fjúka vegna vanhæfni sinnar... Föstudaginn var ég að vinna heiman frá svona til hálf ellefu en náði að skella í sólberjamarineringu fyrir hálf tíu. Maður uppskar þokkalega um kvöldið með sólberjakryddkjúkling af grillinu með rauðlauk, maís og kartöflur úr garðinum. Algert dúndur. Við krakkarnir horfðum svo á Disney stundina og Talent á meðan Hanna þvældist um í samgöngukerfi Stór-Kaupmannahafnar. Alveg úr æfingu greyið stúlkan að fara niður í bæ á öldurhúsin. En hún skilaði sér að lokum til Dagný og félaga á Blasen. Í gær fór Baldur í heimsókn til Aleksanders skólabróðurs og gerðist þaulsetinn mjög. Á meðan skelltum við þrenningin okkur út á Skodsborg ströndina á hjólunum þ

Íslensk tónlist í góðum farvegi

Ég er núna búinn að vera ánægður viðskiptavinur eMusic í rúm 2 ár. Þar greiði ég áskriftagjald fyrir mín 40 niðurhöl á mánuði sem eru í formi hreinna og beinna mp3 skráa. Ekkert takmark á fjölda niðurhala á sama lagi/plötu né takmörk á hvaða tölvur ég set skrárnar á, ekkert röfl. Nema hvað, ég hef verið að slæðast eftir Íslenskri tónlist hjá þeim og þar er nú barasta slatti í handraðanum. Í gær sá ég að Sprengjuhöllin er í sviðsljósi mánaðarins , á forsíðu sem umfjöllun dagsins og í öðru sæti á topp albúmum dagsins . Ekki slæmt það! Og platan þeirra er stórgóð, auðvitað sótti ég hana um leið. Til lukku með þetta strákar. Vonandi fær maður svo að sjá nýju plöturnar hjá Benna Hemm Hemm og Emiliönu innan skamms.