Ég er núna búinn að vera ánægður viðskiptavinur eMusic í rúm 2 ár. Þar greiði ég áskriftagjald fyrir mín 40 niðurhöl á mánuði sem eru í formi hreinna og beinna mp3 skráa. Ekkert takmark á fjölda niðurhala á sama lagi/plötu né takmörk á hvaða tölvur ég set skrárnar á, ekkert röfl.
Nema hvað, ég hef verið að slæðast eftir Íslenskri tónlist hjá þeim og þar er nú barasta slatti í handraðanum. Í gær sá ég að Sprengjuhöllin er í sviðsljósi mánaðarins, á forsíðu sem umfjöllun dagsins og í öðru sæti á topp albúmum dagsins. Ekki slæmt það! Og platan þeirra er stórgóð, auðvitað sótti ég hana um leið. Til lukku með þetta strákar.
Vonandi fær maður svo að sjá nýju plöturnar hjá Benna Hemm Hemm og Emiliönu innan skamms.
Ummæli