Ævintýri. Það er eina orðið sem ég á yfir ferð okkar til Makedóníu í síðustu viku. Þetta var í einu orði sagt frábært. Við hurfum algerlega inn í nýjan heim og gleymdum að það findist önnur veröld hér á sjálandi sem innihéldi skóla, vinnu og tvö yndisleg börn. Það var bara of mikið að upplifa og sjá.
Þetta var frábær og alþjóðlegur hópur (Ísland, Hvítrússland, Pólland, Malta, Kanada, Bandaríkin og Makedónía) sem við vorum hluti af. Marjan var okkar einkaleiðsögumaður og gerði okkur kleift að upplifa land og þjóð með augum heimamanna.
Meðal þess sem við fengum að upplifa var kvöldmessa munka af grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, synt í Orchid vatni við sólarlag, róið yfir vatnsuppsprettur, virki, klaustur og kirkjur, minnisvarðar um byltingar, allskyns matarkyns (burek og jógúrt í morgunmat, osta í öllum stærðum og gerðum , tyrkjagruggið boza, klassíska salatið shopska sem fer hönd í hönd með vínberjabrugginu rakija, anísdrykkin mastika, Skopje bjórinn Skopsko) ofl ofl. Og svo að taka þátt í ekta makedónísku brúðkaupi með kórónuskiptingum, gómsætu 4 rétta borði skoluðu niður með rakija og hringdans í meira in 5 klukkutíma við undirleik þjóðrænnar tónlistar, er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi.
Ég tók auðvitað helling af myndum og myndböndum ásamt því að halda dagbók. Þetta mun allt rata hér inn á vefinn bráðlega, bíðið bara róleg....
Þetta var frábær og alþjóðlegur hópur (Ísland, Hvítrússland, Pólland, Malta, Kanada, Bandaríkin og Makedónía) sem við vorum hluti af. Marjan var okkar einkaleiðsögumaður og gerði okkur kleift að upplifa land og þjóð með augum heimamanna.
Meðal þess sem við fengum að upplifa var kvöldmessa munka af grísku rétttrúnaðarkirkjunnar, synt í Orchid vatni við sólarlag, róið yfir vatnsuppsprettur, virki, klaustur og kirkjur, minnisvarðar um byltingar, allskyns matarkyns (burek og jógúrt í morgunmat, osta í öllum stærðum og gerðum , tyrkjagruggið boza, klassíska salatið shopska sem fer hönd í hönd með vínberjabrugginu rakija, anísdrykkin mastika, Skopje bjórinn Skopsko) ofl ofl. Og svo að taka þátt í ekta makedónísku brúðkaupi með kórónuskiptingum, gómsætu 4 rétta borði skoluðu niður með rakija og hringdans í meira in 5 klukkutíma við undirleik þjóðrænnar tónlistar, er ekki eitthvað sem maður gerir á hverjum degi.
Ég tók auðvitað helling af myndum og myndböndum ásamt því að halda dagbók. Þetta mun allt rata hér inn á vefinn bráðlega, bíðið bara róleg....
Ummæli
Kveðja, Kolla