Við erum flutt! Eremitageparken 105 2A, Lyngby. Þetta hafðist allt saman svo miklu betur en við höfðum þorað að vona. Þrátt fyrir sammælda bilun beggja síma, skort á reipi og að gleyma veski inn í ísskáp, þá var búið að rumpa öllu úr bílnum klukkan 17:40. Munar þar langmest um röskan hóp vinnufélaganna sem fjölmenntu sem fimmenningar og þrykktu farminum upp um hæðirna tvær á mettíma. Í þetta skiptið leigðum við stærri bíl sem rúmaði allt draslið í einni ferð og Hanna hafði hlaðið bílinn fyrr um daginn. Þetta gekk bara allt upp! Takk fyrir strákar! Það voru svo bara jólin hjá krökkunum að endurheimta allt dótið sitt. Enda er herbergisgólfið þakið í dóti úr kössunum. Á morgun verða rúmin skrúfuð saman og fyrsta nóttinn í nýjum heimkynnum prufukeyrð. Mikil spenna fyrir því. Við vorum bara að koma heim núna um hálf tíu og þá var farið í það að hátta og svæfa gríslingana sem voru orðin nokkuð græn í framan af öllum viðburðunum. Ásta Lísa er vonandi að jafna sig eftir viðskilnaðinn við vöruf