Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2007

Það var þá loksins...

Við erum flutt! Eremitageparken 105 2A, Lyngby. Þetta hafðist allt saman svo miklu betur en við höfðum þorað að vona. Þrátt fyrir sammælda bilun beggja síma, skort á reipi og að gleyma veski inn í ísskáp, þá var búið að rumpa öllu úr bílnum klukkan 17:40. Munar þar langmest um röskan hóp vinnufélaganna sem fjölmenntu sem fimmenningar og þrykktu farminum upp um hæðirna tvær á mettíma. Í þetta skiptið leigðum við stærri bíl sem rúmaði allt draslið í einni ferð og Hanna hafði hlaðið bílinn fyrr um daginn. Þetta gekk bara allt upp! Takk fyrir strákar! Það voru svo bara jólin hjá krökkunum að endurheimta allt dótið sitt. Enda er herbergisgólfið þakið í dóti úr kössunum. Á morgun verða rúmin skrúfuð saman og fyrsta nóttinn í nýjum heimkynnum prufukeyrð. Mikil spenna fyrir því. Við vorum bara að koma heim núna um hálf tíu og þá var farið í það að hátta og svæfa gríslingana sem voru orðin nokkuð græn í framan af öllum viðburðunum. Ásta Lísa er vonandi að jafna sig eftir viðskilnaðinn við vöruf

Frá Kína

Var að sjá heimildarmynd á DR2 um tónlistarmenn í Kína. Það verður nú að segjast að ég hreifst af stelpnatríóinu Hang on the Box. Er að kíkja betur á þær stöllurnar. Þær voru svo ljómandi geðugar á allan hátt og komu vel fyrir. Svo var eitthvað heillandi við lögin þeirra, eitthvað fléttukennt og tímasetningar element...

Fréttir??

m. vastus medialis sagði: Ég er á leið í rúmið, hlakka til að kúra mig niður í koddann minn og svífa á vit ævintýranna. Í nótt vorum við systurnar búnar að festa kaup á sveitajörð þar sem við ætluðum að opna verslun en það var eitt og annað sem þurfti að gera áður en við komumst svo langt. Annars man ég yfirleitt lítið hvað mig dreymir þessa dagana. Einn mætur maður sagði að ef maður passaði sig ekki að láta sig dreyma í daglega lífinu þá kæmu draumarnir í svefni og oft vaknaði maður þá þreyttari. Ég held að ég sé einmitt í fasanum að láta mig dreyma á daginn, en draumarnir eru kannski ekkert endilega ævintýralegir; snúast aðallega um heimili og anatómíu. Það hafa ekki verið rólegir tímar hjá okkur fjölskyldunni fyrri hluta ársins og ég vona að nú fari að hægast um og við fáum kannski smá tíma til að hlú hvert að öðru. Húsnæðismálin okkar eru vonandi að skýrast. Okkur hefur boðist ljómandi fín íbúð í Lyngby (eigum þó enn eftir að skrifa undir samning), húsið og stigagangurinn er ekki þ