Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2004

Dagur 2 (2.júlí 2003)

Veðrið: Þurrt og hlýtt fyrir utan hressilegan skúr í miðdaginn Meðal efnis: Ikea ferð - sýnishorn í dönskum trylling Regnskógur heimsóttur Tikka masala og bað Baldur var fljótur að átta sig á tímamismuninum og stillti sig strax á danska tímann. Fjölskyldan fór því á fætur upp úr kl 8 að venju. Hinn gríðarvinsæli róló var heimsóttur um morguninn en svo snæddum við hádegisverð úti á verönd áður en haldið var í IKEA leiðangur til Árósa. Sólin skein í heiði við komuna til Árósa og það var hlýtt og gott á bílastæðinu. Danir hafa náð einhverju æðra stiigi við útfærslu ranghala IKEA-verslana því það var ekki nóg með að það að við þyrftum að fara alla hringavitleysuna, án möguleika á styttri leið, heldur hafa þeir kosið að hafa lönguvietleysuna á 2 hægðum. Kaupleiðangurinn lukkaðist þó dæmalaust vel og kom litala fjölskyldan skælbrosandi út í sólina með nýja barnastólinn hans Baldurs ásamt viskustykkjum sem hafði skort tilfinnalega í híbýlunum í Ebeltofte. Vegna einmuna sólarblíðu og hungurs h

Dagur 1 (1.júlí 2003)

Veðrið: Íslenskur morgungrámi og dönsk sumarblíða í bland. Meðal efnis: Brottför Rúmkaup og sjóferð Snyrtiboxið sent í útlegð Baldur var brottnuminn upp úr kl 5 þriðjudagsmorguninn 1.júlí 2003 til að fara í bíltúr suður með sjó með mömmu sinni, pabba og Ástu, frænku, Kefla vík nánar tiltekið. Á vellinum hitti ég fyrir gamlan vin sem ég hef ekki séð árum saman, hann Elvar. Hann var á leið heim aftur til Noregs með Gunn spúsu sinni, en hann og Gilli fluttu einmitt út fyrir nokkurm árum og hafa aðlaðast sönglandi norskunni svona ljómandi vel. Flugvélin fór í loftið rúmlega 7:30 og stóð Baldur sig eins og hetja í flugtakinu. Honum þótti nú ekki mikið til þess koma og sofnaði fljótlega eftir flugtakið og móðirin fylgdi fordæmi hans. Við vorum svo lukkuleg að hafa autt sæti á milli okkar þar sem Baldur gat sofið vært og þar sem það virtist vera almenn stemning fyrir svefninum lokaði ég augunum líka. Lendingin var mjúkleg og áfallalaus en kom þó ekki í veg fyrir það að snyrtibox frúarinnar s

39 þrep til glötunar

{mosimage}39 þrep til glötunar . Eiríkur Guðmundsson, Bjartur 2004. Ég hafði lengi beðið eftir að hefja lestur þessarar bókar frá æðstapresti Víðsjár . Enda eru pistlar hans og prósi ákaflega skemmtilegir og hressandi. Og jú minn kæri, þetta var alveg hreint ljómandi lesning af 39 hugvekjum og vangaveltum. Eiríkur skrifar skemmtilega og eru hin 39 glötunarþrep bundin saman með þeim þræði að um bréf til vinkonu að vestan sé að ræða. En eins og margar af helstu bókmenntaverkum heimsins, er þessi bók í raun ekki um neitt eitt ákveðið eða um neitt yfirhöfuð. Þó er þetta mun aðgengilegra en t.d. Óhuggandi (Kazuo Ishiguro) sem ég hef gert 3 atlögur að.. Lokið: 4.janúar 2005

Nýjar myndir

Vegna mjög ákveðinna tilmæla tveggja lesenda set ég inn nokkrar nýjar myndir af Ástu Lísu og Baldri Frey. Baldur Freyr stóri bróðir er voða góður við litlu systir sína og er duglegur að halda á henni.