{mosimage}39 þrep til glötunar. Eiríkur Guðmundsson, Bjartur 2004.
Ég hafði lengi beðið eftir að hefja lestur þessarar bókar frá æðstapresti Víðsjár. Enda eru pistlar hans og prósi ákaflega skemmtilegir og hressandi.
Og jú minn kæri, þetta var alveg hreint ljómandi lesning af 39 hugvekjum og vangaveltum. Eiríkur skrifar skemmtilega og eru hin 39 glötunarþrep bundin saman með þeim þræði að um bréf til vinkonu að vestan sé að ræða.
En eins og margar af helstu bókmenntaverkum heimsins, er þessi bók í raun ekki um neitt eitt ákveðið eða um neitt yfirhöfuð. Þó er þetta mun aðgengilegra en t.d. Óhuggandi (Kazuo Ishiguro) sem ég hef gert 3 atlögur að..
Lokið: 4.janúar 2005
Ummæli