Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2007

Daginn í dag....

Litli Prinsinn minn er veikur, það er ekki oft sem það gerist. Ég held að það sé kannski tvisvar til þrisvar frá þvi fluttum hingað í sept. '05. En hann velur tímann. Í fyrsta sinn sem við fórum heim til Íslands í efterårsferien þá vaknaði hann um nóttina með bullandi hita. Hugur minn fór að sjálfsögðu á fullt; "hvað nú?", "þarf ég að hætta við?", "hvað geri ég þá?" etc. en svo vaknaði hann um morguninn eins og ekkert hefði í skorist og við fórum til Íslands. ÁLF var reyndar veik nánast alla þá viku en það er önnur saga.... einnig í þetta sinn valdi prinsinn daginn...... við vorum nefnilega búin að plana (í annað sinn - fyrra skiptið klikkaði v. veikinda ÁLF) að fara í sleepover i Sluseholmen hjá Dagnýju, Hirti og Kolbeini. Við búin að hlakka svo mikið til. Strákarnir, Finnur og Hjörtur ætluðu að flytja dótið okkar (sem þeir eru að gera í þessum skrifuðu orðum) úr íbúð hólmaratríósins í búslóðageymsluna í Hørsholm og svo átti að njóta dagsins, elda e-ð

Öryggisleysi

Hvað maður getur nú verið háður þægindum nútímans? Það er nú bara með eindæmum eins og dæmin sanna... Á miðvikudagskvöldið buðum við hólmaratríóinu í kveðjukvöldverð og Harðsnúnar húsmæður gláp. Það leið óðum að kvöldmatnum, pizzan og franskarnar komin inn og allt að smella. Búmm, allt svart. Við erum rafmagnslaus! Það er ekkert grín að vera í ókunnugri íbúð og ætla sér að finna eitthvað jafn framandi eins og kerti eða vasaljós. Að maður tali ekki um rafmagnstöfluna sem Árbæjarsafnið dauðöfundar okkur ábyggilega af. Fjórum mínútum og 122 spurningum Baldurs síðar mættu Sara, Olga og Anna á myrkrasvæðið. Eftir að náð hafði verið í nágrannakonuna (eða réttara sagt dóttir hennar) til skrafs og ráðargerða, ákváðum við að besti möguleiki okkar fælist eflaust í því að fara með bæði 10A og 16A öryggin út á bensínstöð og athuga hvað væri heilt og hvað ónýtt. Vonandi að fá nýtt öryggi líka. Það varð svo úr að nýtt 10A öryggi var það sem þurfti og við gátum klárað að elda pizzuna og átt ljómandi

Jamm og jæja

stúdínan sagði: Jæja jæja jæja er ekki kominn tími á að ég láti í mér heyra..... það er frí í skólanum hjá mér í dag og á morgun v. ráðstefnu í Þýskalandi og ég er því hér heima að "læra". Í gær var kveðjustund hérna með skellibjöllunum 3 úr Søllerød Park. Olga og Sara eru að fara heim á morgun og Anna fer eftir viku. Við munum sakna þeirra mikið og ekki síst krakkarnir. Við hlökkum því líka mikið til þegar þær koma í heimsókn í sumar, við eigum jú eftir að fara saman á ströndina í Vedbæk!! Góða ferð kæru vinkonur - þið eruð frábærar. Við erum búin að festa kaup á ferð til Svíþjóðar í sumar og leigja bíl í þann tíma sem við verðum. Njörður og Kolla eru búin að skipta á húsi við sænska fjölskyldu og við förum því í heimsókn til þeirra í "nýja" húsið. Ég hlakka til, mig hefur svo lengi langað að fara til Stockholm og nú verður af því. Svo nú er bara um að gera að fara að skoða hvað er hægt að gera þar í kring. Það verður eflaust úr mörgu að velja - Svíarnir klikka

Mikið rétt

Blöbbz sagði: Alger snilld þó svo ég hafi fengið að láni..... I romantikken er der én regel der gælder: Gør kvinden lykkelig. Gør du noget hun kan lide, får du point. Gør du noget, hun ikke kan lide, mister du point. Gør du noget, hun forventer får du ingen point. Sådan er reglerne. Enkle pligter Du reder sengen +1 Du reder sengen, men glemmer pyntepuderne 0 Du smider sengetæppet over den uredte seng -1 Du glemmer at slå toiletbrædtet ned -5 Du sætter nyt toiletpapir på når det behøves 0 Du får ud for at købe super ultra bind med vinger til hende +5 - i regnvejr +8 .. men kommer hjem med en six-pack og to kammerater -5 Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd 0 Du står op om natten for at tjekke en mystisk lyd, men der var ikke noget 0 Ok, der var noget +5 Du skyder det +10 ... men det var hendes kat -20 Sociale forpligtelser Du holder dig ved siden af hende hele festen 0 Du holder dig ved siden af hende et stykke tid, men går så hen for at snakke med en gammel drukkammerat -2

13. mars 2007

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Ásta hún á afmæli í dag. Elsku kæra sys Ég vona að dagurinn þinn vefjist inn í hamingjuna á litríka vegu. Ég elska þig! Þín sys

Hið góða

Undanfarið hefur efinn um að réttlætið og hið góða í mönnum og samfélaginu sem við lifum skotið upp kollinum. Samhliða því hefur maður reynt að setja hluti í samhengi og von um að karma heimsins jafni allt út og nú fari nú að snúast á gæfuhliðina. Þegar maður fær svo loks teikn um að hið góða er síður en svo horfið úr heimi okkar, er léttirinn mikill og vonin vex í vorinu. Hann Keld veitti okkur vonina aftur á fóstudaginn með svari sínu frá Indlandi að við gætum leigt íbúðina hans eins lengi og við þyrftum. Þvílíku fargi sem af okkur var létt, nú þarf ekki að fara í að redda næsta heimili um mánaðarmótin, bara hægt að draga andann og horfa fram á við. Hvað segir maður annað en takk kærlega fyrir þetta, Keld. Hann Keld sendi okkur svarpóst frá Peking í dag, þar sem hann var að hefja vinnuferð sína, og sagði að sér þætti svo gaman að gleðja fólk. Já, hið góða lifir enn.

Hissing Fauna, Are You The Destroyer?

{mosimage} Artist: Of Montreal Release Date: 23. januar 2007 Genre: Alternative/Punk Styles: Indie Pop, Indie Rock Label: Polyvinyl Record Co Þetta er svo yndislegt bland í poka að unun er á að hlusta. Tortoise, Bloc Party, Funky múv (Gronland Edit), Electronica a la Ratatat að crossa Bítlana (Cato as a Pun) ofl dásamlegt. Ítrekuð meðmæli sem ég gef!

Ungdomshuset

Ungeren sagði: Ég býst við að fréttaflutningur af Ungdomshuset hafi náð eyrum ykkur síðustu daga. Ég fékk sent bréf frá Pernille bekkjarsystur minni í dag og innihald þess er bréf/hugleiðingar Tomas bróður hennar. Hann er einn af þeim sem hafa verið mikið í Ungdomshuset og því getið þið núna skyggnst aðeins inn í tilfinningar þeirra sem finnst virkilega á sér brotið. Áhugaverð lesning og sterkar skoðanir! Dear everyone who cares. My friend. I want to tell you about the events taking place in Copenhagen, right now. Please check out indymedia.dk , modkraft.dk , ungeren.dk or just indymedia.org to learn what is happening, because I'm not going to give you details. I am going to tell you another story. These days, one particular image is ceaselessly haunting me. It is not an image of shattering bottles bringing fire to police vans, or of my friends beaten, or people turning the streets of my city into a zone of conflict and violence. It is not an image saturated with the acts of reveng

Á leið í níunda fletið

Það má segja að ég hef verið að íhuga ýmsar frábrugðnar samfélagsgerðir frá hinum vestrænu eins og veiðimannasamfélag, flökkuþjóð, sígaunar o.þ.h. Nú erum við búin að vera á flakki um víðan völl í Danmörku og Íslandi síðan í Janúarlok. Í kvöld mun ég prófa að sofa í níunda rúmfletinu á þessu tímabili. Nú búum við í Virum. Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði. Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í r