Það má segja að ég hef verið að íhuga ýmsar frábrugðnar samfélagsgerðir frá hinum vestrænu eins og veiðimannasamfélag, flökkuþjóð, sígaunar o.þ.h. Nú erum við búin að vera á flakki um víðan völl í Danmörku og Íslandi síðan í Janúarlok. Í kvöld mun ég prófa að sofa í níunda rúmfletinu á þessu tímabili. Nú búum við í Virum.
Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði.
Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í réttarsal og fá undirritaða útburðarbeiðni frá dómara, vippa sér yfir með plaggið til Sheriff og hann sér svo um að fleygja liðinu út. Málið dautt! Ekki eitthvað 3-4 vikna tafs og rugl í fógetarétti norður í landi.
Við læddum okkur inn eins og þjófar um nóttu í gærkvöldi með horgemlingana tvo. Þetta er svona nett eins og að vera í sumarbústað: lítið pláss (60 fm, eitt svefnherbergi), vantar alltaf eitt og annað (hvar eru kryddin okkar?) og svo bara steyta Nescafé úr krús. Þau við hliðina virðast nokkuð hress. A.m.k. var verið að baula nokkuð hátt og skýrt áðan. Gaman verður að fylgjast með því. Nú er byrjað að syngja aðeins.....
Jæja Ásta er vöknuð, spurning hvort hitinn hafi lækkað eitthvað. Vonandi er það nú.
Síðan við komum til baka þann 26. feb höfum við verið undir verndarvæng Hólmaratríósins (http://palads.bloggar.is/) Olgu, Söru og Önnu. Þær björguðu okkur alveg þegar við vorum að lenda í Danmörku, húsnæðislaus. Það fór betur en á horfðist og hann Keld sendi okkur góðar fréttir frá Indlandi: við getum fengið íbúðina í marsmánuði.
Þá getum við a.m.k. andað léttar í bili og farið að spyrja Ole eftir hvernig gangi að fá húsið í Hörsholm tæmt. Meiri vitleysan, að það þurfi að höfða mál fyrir fógetarétti til að bera leigjanda út sem pillar sér ekki út eftir að samningur hans rennur út! John yfirmaður minn sagði að þetta væri 3ja daga ferli í Bandaríkjunum. Trítla niður í réttarsal og fá undirritaða útburðarbeiðni frá dómara, vippa sér yfir með plaggið til Sheriff og hann sér svo um að fleygja liðinu út. Málið dautt! Ekki eitthvað 3-4 vikna tafs og rugl í fógetarétti norður í landi.
Við læddum okkur inn eins og þjófar um nóttu í gærkvöldi með horgemlingana tvo. Þetta er svona nett eins og að vera í sumarbústað: lítið pláss (60 fm, eitt svefnherbergi), vantar alltaf eitt og annað (hvar eru kryddin okkar?) og svo bara steyta Nescafé úr krús. Þau við hliðina virðast nokkuð hress. A.m.k. var verið að baula nokkuð hátt og skýrt áðan. Gaman verður að fylgjast með því. Nú er byrjað að syngja aðeins.....
Jæja Ásta er vöknuð, spurning hvort hitinn hafi lækkað eitthvað. Vonandi er það nú.
Ummæli