Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2006

The Whitest Boy Alive - Dreams

Artist: The Whitest Boy Alive Release Date: 4. september 2006 Genre: Electronic Label: ASound / !K7 Records Hér er á ferð hinn norski Erlend Øye, betur þekktur sem annar helmingur Kings of Convenience. Dúndurgott efni, skemmtilegar spekúleringar í töktum og tímasetningum.

Kleifarvatn

bókaormurinn sagði: {mosimage} Kleifarvatn, Arnaldur Indriðason, 2004 Hann Geir var svo ljómandi almennilegur að lána okkur bunka af Arnaldsbókum. Afhendingin fór fram við formlega athöfn við andyri Kaupmannahafnardýragarðsins. Þegar ég varð einn í kotinu í vetrarfríinu, tók ég þá fyrstu úr bunkanum: Kleifarvatn. Fantafínn reyfari, lofinu er ekki ofhlaðið á Arnald. Spændi þessari upp á 4 kvöldum og tók næstu AI bók úr pokanum. Lokið: Október

Opinn bóndadagur

Þann 17. september skellti föngulegur og fagur fjölskylduhópur sér upp í sveit og þáði höfinglegt boð bænda um skoðunarferðir og fræðslu.

Þvottadagur

Á leið til kaupmannsins er augljóst að það er þvottadagur hjá einhleypingi. Sjö skyrtur hanga á gardínukappanum í 4 mismunandi litum. Þar sem undir venjulegustum kringumstæðum væru gardínur, hefur tómið verið fyllt með skyrtum sem hanga þar til þerris á þessum þvottadegi einhleypingsins. Ég segi og álykta einhleypingi því að í gegnum gardínulausa gluggana er einungis að sjá bjarmann frá stóra flatskjánum kallast á við lampann eina og sófann. Á meðan er ég kominn á síðustu vélina og sé brátt í botninn á þvottakörfunni. Sönnunargögnin tryggilega falin bak við sorglega lufsulegar gardínurnar.

Að láta vin sinn berja á sér

{mosimage} Ég lét drauma mína rætast í morgun og fór í langþráð finnskt sána. Við Jónas börðum hvorn annan með sérinnfluttum, frostþurrkuðum birkigreinum á milli þess sem við kældum okkur í kalda karinu. Þessa vikuna er finnskt sánu þema og við skelltum okkur í morgun. Þetta var verulega hressandi að svitna svolítið í furu- og birkigufunum. Sérstaklega gott fyrir blóðrásina að berja á sér og öðrum með birkigreinunum. Í kjölfarið tylltum við okkur út á svalir með kaffibolla áður en við klæddum okkur og fengum okkur góðan skammt af nachos krydduðum með jalapenos og spjalli. Við kvöddumst á brautarstöðinni og ég rölti áleiðis upp að Nýhöfn þar sem stefnan var tekin á siglingu sem lengi hafði verið á dagskrá. Það stóð svo sannarlega undir væntingum og það var stórgaman að sigla undir æ þrengri brýr og sjá borgina frá öðru sjónarhorni. Eftir siglinguna tyllti ég mér á Kristjánsbryggju við hlið hins 7% hallandi svarta demants og fékk mér kaffi og smurt við öldugjálfrið frá sístreymandi báta

Uppfærsla

Ætli það sé ekki kominn tími til að skjóta að nokkrum punktum um það sem hefur gerst síðasta mánuðinn: Ásta kom í heimsókn Ég og Hanna urðum bæði 32 ára Rúnar og Ragnheiður komu í K.höfn á árshátíð, áttum saman góðar stundir Ásta Lísa formlega komin á T2 (terrible two) Svo er Hanna og krakkarnir á leið heim til Íslands og dvelja þar næstu átta dagana.