Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008

Íbúðarskipti - checked!

Til hamingju kæru Hveragerðisvinir - mikið hlökkum við til að sjá ykkur hér ytra í sumar! Það verður margt og mikið brallað. Að öðru en þó að sumrinu - við erum, í samráði við Inger og Flemming, búin að leigja okkur bústað í Lalandia í sumar. Þetta verður um vikudvöl og aldrei að vita nema við bætum e-m öðrum viðkomustöðum, t.d. Møns Klint, við á leiðinni. Ef þið viljið forvitnast um bústað og umhverfi, þá er heimasíðan www.lalandia.dk . Ekki slæmt það! Annars er lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang. Það styttist í húsmæðraorlofið og brátt mun birta til hér á bæ....... Kæmpekrammer Blöbbý

Góðir grannar

Það var loksins að ég sá framan í nágrannan okkar hérna hinu megin götunnar. Síðasta föstudag hjólaði ég hina vanabundu leið eftir grísastígnum á leið úr vinnunni. Þennan spotta hef ég hjólað ósjaldan síðustu 2,5 árin og það er oftast einn löggimann á vappinu í brekkunni neðan við stíginn. Fyrstu skiptin furðaði ég mig á því að lögga í fullum skrúða væri að birtast á miðjum hjólastígnum. Eru menn algerlega að tapa sér í hjólaljósaeftirlitinu? Skýringuna fékk ég síðar frá Gunnari í vinnunni... Nema hvað, á föstudaginn síðasta sá ég lögguna sem fyrr við stíginn. Hann var á spjalli við skokkara sem var sko með ljósin í lagi. Blikk á höndum og fótum svo að svartklæddi kroppurinn væri nú sýnilegur. Eftir því sem ég nálgaðist varð ljóst hver skokkarinn var. Augu okkar Anders Fogh mættust og sameiginlegur skilningur okkar á alheiminum flæddi milli í köldu loftinu á þessum fáu sekúndum. Það er gott að eiga góða granna sem eiga eitthvað undir sér. Nú er málið að redda sér skokkmúnderingu og rey

Húsnæðisskipti í sumar

Bekkjarsystir mín hún Stine ætlar í heimsókn til Íslands í sumar. Með í för verða Morten, kærastinn hennar, tengdamamma og mágur hennar. Þau vilja upplifa sem mest og flest og þar sem allt kostar peninga á Íslandi, þá benti ég henni á að eflaust væru e-r sem gjarnan vildu skipta við þau á húsnæði og bíl. Þannig gæti það komið sér vel fyrir e-a heppna Íslendinga sem vildu kíkja til Danmerkur í sumarfríinu sínu. Svo að ég lýsi hér með eftir e-u ykkar sem vilja skipta á húsnæði og bíl við fjóra trausta Dani. Tímabilið er 14. júlí til 27. júlí. Þau vilja gjarnan vera í Reykjavík eða í nágrenni við höfuðborgina. Stine og Morten búa í einbýlishúsi, í rólegu og fallegu hverfi í Herlev. Það er innan við 5 mín. gangur á lestarstöðina og frá Herlev tekur 20 mín að komast niður í miðbæ Kaupmannahafnar. Ef þetta vekur áhuga ykkar, hafið endilega samband við mig í tölvupósti ( hannajakobs@gmail.com ) eða síma (0045 - 3031 6774). KramHanna

Veðurofsi

Er þetta ekki barasta grín, þetta veðurfar á landi ísa? Ég sá á mbl.is að fólk er beðið um að halda sig inni, að varasamt geti verið að vera úti. Það held ég að verði spennandi að sjá hversu margir djammfíklar láti veðri stöðva sig...... .... og hér er vor í lofti... megi algóður guð bless'ykkur og vernda amen Blöbbz

Duglegar!!

Við Elva tókum ákvörðun, eftir að hafa báðar kvartað undan febrúarsleni, að kaupa okkur far til Stokkhólms í byrjun mars. Ekki amalegt það, ég sé fyrir mér; kaffihús, verslanir, veitingastaði, söfn, kristilegt hótel, skemmtistaði, helling af nýjum andlitum og að sjálfsögðu hina gullfallegu sænsku tungu. Det blir jättekul!! Pussar och krammar Blöbbý

Avacado

.... ef ég vissi ekki betur, héldi ég að ég væri siglétt! Ég er gjörsamlega sjúk í avacado í formi guacamole. Þetta er orðið pínlegt..... Börnin á leið inn í draumalandið sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að nú hefur Ásta Lísa slegist í hóp Baldurs Freys og neitar náttfötum. Þau hafa komist að því að betra sé hreinlega að sofa í hversdagsfötum. BFF er íklæddur hermannabuxum og er ber að ofan, ÁLF er berleggjuð í brúnu flauelspilsi og í agalega fínum rauðum jakka. Trendsetter eða hvað??

Mugi..... bomba!

Við vorum að koma neðan úr Vega og það suðar ennþá í eyrunum á okkur. Mugison kom sá og sigraði á sviði litla Vega í kvöld. Þvílík bomba. Ég og Hanna vorum í fremstu röð og létum dynja yfir okkur dásemdirnar sem þeyttust úr mögnurum og skinnum strákanna á sviðinu. Pétur , Aggi, Mugison, Davíð Þór og Gunni áttu ótrúlegan samleik þar sem farið var vítt og breitt um tónsvið og hljóðstyrk. Sveitamúsík og sárróma söngvar fikruðu sig yfir í murr murr sem gaf upptaktinn að þyngri deildinni. Þar sýndi sveitin að hún gefur ekkert síðhærðum svartbolum eftir í þungu rymrokki sem væri fullfallið til að hljóma á The Rock í köben. Takk, takk, takk Mugison og fylgisveinar fyrir frábært kvöld! Þetta var út úr korti góð kvöldstund en því miður höfðum við ekki tíma til að dvelja við og kaupa diskinn af þér. Það gerum við um hæl á netinu!

Rok og rigning

já það verður að segjast að hér sé drulluveður - en það þekkið þið víst ansi vel á klakanum, ik? Það er kannski meira snjór, rok, hagl, hríð og frost - eigum við nokkuð að halda áfram? Vitið þið að ég er í svo spennandi námi að stundum trúi ég því varla. Verst er að ég get víst ekki verið endalaust í því og lok námsins munu verða staðreynd. Ég veit líka að þá verð ég búin að öðlast enn meiri þekkingu (ja, það ætla ég allavega að vona þrátt fyrir efasemdirnir sem læðast inn undir sjálfstraustsskikkjuna.....) og verð enn betur í stakk búin til að takast á við vandamál heimsins. En þrátt fyrir að vera í þessu líka frábæra námi, þá getur það stundum drepið mig að þurfa að gera verkefni. Þá verð ég nefnilega (og sérstaklega ef ég hef ekki fókus í verkefninu) algerlega ofvirk, þjáist af athyglisskorti, finn fyrir gríðarlegum verkkvíða og kveiki á frestunaráráttunni í mér. Kannski að þetta hangi með að nú sé janúar á enda runninn og febrúar að byrja...., allavegna veit ég fátt betra en að bor