Það var loksins að ég sá framan í nágrannan okkar hérna hinu megin götunnar. Síðasta föstudag hjólaði ég hina vanabundu leið eftir grísastígnum á leið úr vinnunni. Þennan spotta hef ég hjólað ósjaldan síðustu 2,5 árin og það er oftast einn löggimann á vappinu í brekkunni neðan við stíginn. Fyrstu skiptin furðaði ég mig á því að lögga í fullum skrúða væri að birtast á miðjum hjólastígnum. Eru menn algerlega að tapa sér í hjólaljósaeftirlitinu? Skýringuna fékk ég síðar frá Gunnari í vinnunni...
Nema hvað, á föstudaginn síðasta sá ég lögguna sem fyrr við stíginn. Hann var á spjalli við skokkara sem var sko með ljósin í lagi. Blikk á höndum og fótum svo að svartklæddi kroppurinn væri nú sýnilegur. Eftir því sem ég nálgaðist varð ljóst hver skokkarinn var. Augu okkar Anders Fogh mættust og sameiginlegur skilningur okkar á alheiminum flæddi milli í köldu loftinu á þessum fáu sekúndum. Það er gott að eiga góða granna sem eiga eitthvað undir sér. Nú er málið að redda sér skokkmúnderingu og reyna að trimma með Fogh. Gæti komið sér vel síðar...
Nema hvað, á föstudaginn síðasta sá ég lögguna sem fyrr við stíginn. Hann var á spjalli við skokkara sem var sko með ljósin í lagi. Blikk á höndum og fótum svo að svartklæddi kroppurinn væri nú sýnilegur. Eftir því sem ég nálgaðist varð ljóst hver skokkarinn var. Augu okkar Anders Fogh mættust og sameiginlegur skilningur okkar á alheiminum flæddi milli í köldu loftinu á þessum fáu sekúndum. Það er gott að eiga góða granna sem eiga eitthvað undir sér. Nú er málið að redda sér skokkmúnderingu og reyna að trimma með Fogh. Gæti komið sér vel síðar...
Ummæli