Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2009

Berlín beibí

Já þetta var svo megaháttar ferð hjá okkur Gumma til Berlín helgina 20-22 Febrúar sl. Á Kastrup var ráðið ráðum sínum yfir einum öl og sammælst að mesta áskorunin fælist í raun í að brúa bilið milli máltíða, þyrfti að finna einhverja afþreyingu þá. Við vorum með nokkur útprentuð ráð í vasanum svona til að hafa eitthvað til að þræða og spekúlera. Fyrsta markmið var að finna Hr. Fritz kráareiganda sem myndi skenkja okkur freyðandi öl í krús og snitsel með. Það átti nú eftir að reynast ögn flóknara en við fyrstu sýn...

Skræður

Þá eru nokkrar skræður komnar úr lestri og nýjar komnar í lestrarlestina. Í lestri: Í skinni ljónsins (Michael Ondatje) - fjölþráða söguflétta af innflytjendum og landnemum Managing Humans - umbúðalaus og hnellin 15+ ára reynslusaga úr hugbúnaðarbransanum í Sílikondal. Gríp í þessa inn svona inn á milli eftir geðhrifum og tímarými Búnar Með bakið í heiminn - sýn fréttakonunnar norsku, Åsne Seierstad, á lífið og baslið í Serbíu á meðan hún dvaldi þar frá 2000-2004 Myrká , Arnalds nýjasta. Tekur smá hliðargötu í frásagnarstíl en annars sama deigið í þessari spennuköku sem og fyrri bakstri Bóksalinn í Kabúl - mig langaði að ná í engilinn frá Grosný en hún var úti. Þessi reyndist alveg prýðis frásögn. Meiri (skáld?)saga heldur en fréttamannsfrásögn/viðtöl eins og Serbíubókin var meira viðtalsbók