Þá er komin helgi - aftur. Ótrúlegt hvað tíminn líður og ég enn ekki búin að segja ykkur frá hinu frábæra djammi sem fór fram um síðustu helgi. Takk kærlega Dagný og Peta - þið eruð gullmolar! Alltaf jafngaman að rifja upp Svíþjóðarferðina góðu hér um árið ;-) Það er nú alveg ótrúlegt (eða ekki) hér í borg að það eru Íslendingar út um allt. Djammið um síðustu helgi varð til dæmis eitt allsherjar Íslendingadjamm. Ísskápadruslan á heimilinu er að gefa upp öndina, rokkar frá -5 og allt upp í +10 og ég er ansi hrædd um að í þessum skrifuðu orðum að hann sé búinn að gefa upp öndina, því að hann hrekkur ekki í gang sama hvað ég slekk og skrúfa. Djö, djö, djö - það er ekki hægt að vera án ísskáps, sérstaklega ekki þegar ein allsherjarbúðarferð er nýyfirstaðin! Ég ætla bara að vona að jarðaberin og vínberin rölti sér ekki út af sjálfsdáðum í mótmælaskyni. Ég bið fyrir þurru veðri hér um helgina þar sem fyrirhuguð er bæjar- og dýragarðsferð. Mikið rætt og hugsað um Libbu & tibbu þessa daga