Þá er komin helgi - aftur. Ótrúlegt hvað tíminn líður og ég enn ekki búin að segja ykkur frá hinu frábæra djammi sem fór fram um síðustu helgi. Takk kærlega Dagný og Peta - þið eruð gullmolar! Alltaf jafngaman að rifja upp Svíþjóðarferðina góðu hér um árið ;-) Það er nú alveg ótrúlegt (eða ekki) hér í borg að það eru Íslendingar út um allt. Djammið um síðustu helgi varð til dæmis eitt allsherjar Íslendingadjamm.
Ísskápadruslan á heimilinu er að gefa upp öndina, rokkar frá -5 og allt upp í +10 og ég er ansi hrædd um að í þessum skrifuðu orðum að hann sé búinn að gefa upp öndina, því að hann hrekkur ekki í gang sama hvað ég slekk og skrúfa. Djö, djö, djö - það er ekki hægt að vera án ísskáps, sérstaklega ekki þegar ein allsherjarbúðarferð er nýyfirstaðin! Ég ætla bara að vona að jarðaberin og vínberin rölti sér ekki út af sjálfsdáðum í mótmælaskyni.
Ég bið fyrir þurru veðri hér um helgina þar sem fyrirhuguð er bæjar- og dýragarðsferð.
Mikið rætt og hugsað um Libbu & tibbu þessa dagana.
Bið fyrir ástarkveðjum til ykkar allra og hlakka til að heyra frá ykkur hér að neðan (því að sjálfsögðu skiljið þið eftir "comment"!!)
Kys og knus
Hanna
Ummæli