Fara í aðalinnihald

Bandaríkjaför - Dagur 0

Ameríkufarinn sagði:

Sunnudagurinn 12. mars rann upp og tími var kominn til að halda af stað til Ameríku. Nelly skutlaði mér niður á Skodsborg og hafði forláta ullarsokka við höndina. Sagði þá vera ómissandi í löngum flugum þar sem gott væri að fara úr skóm og fara í sokkana. Það reyndist svo alveg hárrétt.


Innritun
Ég stóð í hinni óendanlega löngu innritunarröð fyrir ameríkuflug í uþb þrjú korter en þetta hafðist fyrir rest. Ég last svolítið í námskeiðisbókinni á meðan ég silaðist áfram. Við Klaus keyptum okkur nokkra dollara og svo fórum við út í vél. Ég fékk sæti í miðjuröðinni við hliðina á móðir með 2 krakka á leið heim til USA. Greinilega af sænsku bergi brotin því börnin hétu Sven og Elsa en töluðu alveg ekta bandarísku. Og töluðu alveg heilmikið við mig um heima og geima. Flugfreyjur og flugþjónarnir drógu þá ályktun að ég væri pabbinn í þessari fjölskyldunni og ávörpuðu mig alltaf á sænsku.

Flug
Þetta reyndust rúmlega 9 klst flug sem leið bara nokkuð hratt. Kláraði námskeiðisbókina og horfði á tvær fínar bíómyndir: Walk the Line og The Weather man. Sú síðarnefnda kom nú bara nokkuð skemmtilega á óvart. Fyllti út komupappírana fyrir tollayfirvöldin. Svo lentum við í landi hinna frjálsu í Washington Dulles International í 20 stiga mollu. Fórum áleiðis í átt að tengifluginu. Það er ekkert verið að grínast með öryggismálin hér á bæ. Fyrst í gegnum vegabréfaskoðun þar sem fingraförin eru tékkuð og tekin mynd af manni. Næst var að taka töskurnar sínar og rúlla þeim að haugunum við gegnumlýsingarvélarnar. Við sjálfir þurftum líka að láta gegnumlýsa okkur og okkar dót þar sem allir fara úr skóm, úlpum, beltum, taka fartölvur upp úr bakpokum oþh. En þetta hafðist fyrir rest og ég furðaði mig á því að maður skyldi bara ekki týna einhverju í þessum hamagangi.

Næsta flug
Við þrömmuðum langa leið í átt að hliði D10 og hlömmuðum okkur niður þar til að bíða eftir að það kæmi að okkar sætasvæði í boarding. Á meðan helltus fréttirnar yfir okkur í sjónvarpinu þar sem gengdarlaust var verið að telja upp morðmál, nauðganir og aðra glæpi. Ofvaxnir líkamar svifu framhjá klæddir í skræpóttar mussur með Dunkin donuts kassa og aðrar skyndibitaumbúðir. Loksins var komið að okkur og þessi Boeing 757 þótti manni orðið vera hálfgerð rella miðað við SAS Airbus flugvélina. Eins flugtíminn, sem var áætlaður 5,5 klst til Seattle. Þetta eru nú samt sömu flugvélatýpur og notaðar í millilandafluginu milli Íslands. En skemmtikerfið reyndist bilað. Engin bíómynd né músik. Þá kom sér vel að hafa MP3 spilara og lestrarefni. Matur var seldur um borð en úrvalið var orðið mjög takmarkað þarna aftast í vélinni og ég fékk síðasta salatbakkann þar sem allar samlokur voru búnar. Sessunautur minn varð að sætta sig við einhvern snarlkassa sem flugfreyjan reyndi nú að selja henni sem "æðislegur, það er bara allt gott í þessum kassa og bla bla". Ég bauðst til að skipta við hana, en hún sagði þetta vera í lagi. Væri bara svona dagur, hefði verið að koma til USA frá Róm í gær, væri á leið til Seattle í tengiflug til Alaska. Við vorum nokkurn vegin á sama báti hvað varðaði flugþreytu.

Komið til Seattle, upp á hótel að sofa
Töskurnar voru komnar í skottið á bílaleigubílnum okkar um kl 21 að Seattle tíma (3 að nóttu CPH tíma). Engin smádrossía: Cadillac DTS V8. Djordje var smá óstyrkur að keyra svona stóran bíl í Seattle en okkur tókst að komast nokkuð klakklaust að hótelinu. Herbergin reyndust nokkurs konar íbúðir og fékk ég reyndar úthlutað tvílyftu með 2 tvíbreiðum rúmum, 3 sjónvörpum, eldhúsi, 2 baðherbergjum og þar fram eftir götunum. Góð sturta og beint í rúmið, enda kominn sólarhringsvaka í ferðalögum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Í faðmi fjalla og stórbrotinnar náttúru

Við erum svo virkilega að njóta okkar hérna á Íslandinu og höfum farið út í náttúruna og hitt vini og vandamenn á förnum vegi. Krakkarnir príluðu með okkur eitt kvöldið upp á Úlfarsfellið sem blasir við út um stofugluggann hjá mömmu og var það hressilegur túr fyrir sál og líkama. Svo er búið að taka túr um uppsveitir Suðurlands og heimsækja Sólheima sem eiga alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Hanna fór með krakkana í sveitina til Guðnýar og nutu þau lífsins og náttúrunnar með ferðum með ströndinni á undir rótum Snæfellsjökuls. Og auðvitað varð að kanna stöðuna á toppi jökulsins líka með hjálp snjótroðara og útsýnið var víst stórfenglegt af toppinum þar. Á meðan Hanna og gríslingarnir nutu lífsins í Syðri-Knarrartungu þá fór ég með Lalla, Snorra og Tolla. Svo erum við búin að prófa þó nokkrar sundlaugar og fara í eitt gott brúðkaup úti í guðsgrænni náttúrunni.

Laugarvegurinn hjólaður

Þessi hugmynd að taka einn góðann hjólatúr fæddist á vormánuðum hjá meistara Lárusi. Og undirbúningurinn og stemmningsuppbyggingin fór á fullt. Ekkert var sparað til í pökkunarlistum, ferðaáætlunum og gögnum um fyrri slíkar ferðir þar sem hægt er að horfa á myndbönd, sjá gps, lesa lýsingar og sjá myndir. Spennan var orðin þónokkur á sunnudeginum 15 júlí þegar ég var að pakka í bakpoka og elda mat fyrir hópinn inn á milli þess að smyrja nesti fyrir ferðina. Mánudagsmorguninn 16. júlí stóðum við Tolli, Lárus og Snorri klárir á BSÍ eins og hinir túristarnir og gerðum okkur klára í rútuna í Landmannalaugar kl 8. Við komum hjólunum okkar fyrir í einni af tveimur smekkfullu rútunum en tjöld ofl sendum við með annarri rútu upp í Þórsmörk. Eftir nokkuð hoss og hopp vorum við upp í hinum stórbrotnu landmannalaugum þar sem var bara frekar mikið um manninn. Hjólin komu nokkuð heil út úr þessu nema að aftari bremsudiskur hjá mér hafði beyglast en það var lagað fljótt og örugglega. Veðrið var...

Draumaferðin - komið á áfangastað

Jóladagsmorgun 2011 og það er ræs klukkan 4 að morgni eftir örfáar svefnstundirnar. Það er rok og rigning á E47 á leið út á Kastrup flugvöll, en það á eftir að breytast... Fjölskyldan dormar og sefur til skiptis á milli sögubrota frásagnaglaða aðstoðarflugstjórans um ferðalög danskra víkinga suður eftir álfunni. Fróðlegt, en ég vildi nú samt heldur sofa eins og lofað var eftir mat og fríhafnarprang. Það eru svo nokkur viðbrigði að koma í 20 gráðu hitann og hrjóstrugt eldfjallalandslag þar sem regn er greinilega ekki oft á dagskránni. Eftir 45 mínútna rútuferðalag í gegnum landslag sem líkist Reykjanesinu allmikið komum við á áfangastað, Las Playitas ! Við erum rösk að tékka okkur inn og pakka upp og þá er bara að taka út svæðið og skoða það sem í boði er næstu vikuna. Það eru lögð drög að dagskrá næstu daga og heimilisfaðirinn skráir sig til leiks í 25 km fjallahjólatúr næsta dag. Sundlaugin og krakkaklúbburinn tekinn út og allt fær bestu einkunn. Helstu nauðsynjar bornar í hús úr ...