Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2006

Á siglingu með sveppum inn í september...

Okkur var svo sannarlega úthlutað besta veðrðinu í sumarfríinu okkar, en undir lok þess tók að rigna og hefur það viðhaldist nokkuð stöðugt í ágúst. En gestir og gangandi veita ljós inn um dúndrandi regndropana sem bylja á sveppunum sem skjóta sér upp í upphafi haustsins... Það hefur nú verið mjúk lendingin eftir sumarfríið. Gestir og gangandi hafa sett sitt mark á heimilislífið og séð til þess að við fengjum ekki harðan skell í hversdagslífið. Maggi sæla sjálfur mætti í Sölleröd Park fyrir tæpum tveimur vikum og gisti framyfir helgina í góðu yfirlæti og gaman að fá að hitta langþráð andlit á ný. Alsendis óvænt kom svo Gilli fljúgandi frá Noregi með Hilmari bróður sínum sama dag og við náðum að hittast á laugardagskvöldinu við mikinn fögnuð. Gilli skreið svo í ylvolgar rekkjuvoðirnar frá Magga sælu í svefnsófanum í Sölleröd Park á Mánudeginum. Eftir skrepp upp á Jótland kom svo Gilli aftur á föstudeginum og tókum við þá upp þráðinn í seinni hluta bjórsmökkunnar frá því á mánudeginum. V

Júlí-Agúst 2006, BFF

Pabbi sagði: Strandagæji í sólríku sumrinu Sumarfrí til Svíðþjóðar og Marielyst fjölskyldumót Erfitt að trappa sig niður úr hinu ljúfa sumarfríi, fyrsti leikskóladagur eftir sumarfrí tekinn með trukki Gerist stranddýrkandi í sólarbrælunni. Förum oft út að Vedbæk að kæla okkur við sjóinn. Fyrst er nú farið varlega en svo einn daginn: ég vil fá ermakútana. Svo er bara synt og synt út í sjónum þar sem áður var eingöngu farið hangandi á foreldrunum. Fitulagið skortið þó áþreifanlega og farið er að skjálfa fljótlega eftir nokkrar dýfur. Verður voðalega viðkvæmur fyrir því þegar bíllinn þarf að fara í viðgerð. Ekki hrifinn af því að skilja þurfi hann eftir þar og má vart minnast á það meir. Sumarfrí í Svíþjóð. Gist á farfuglaheimili, nokkuð spennandi og hlaupið út um allt. Kojur prófaðar all ítarlega. Góða lífið í sumarfríinu venst fljótt og biður oft og iðurlega um ís. Enda verður það orðið staðalneysla að fá 2 stk á dag, kvölds og morgna. Siglir á kanó á Öresjoe í Svíþjóð og vara nokkuð br

Skuld

Mér sýnist sem það þurfi útskýringu á "smá uppdeit"   • Rigning: Hér hefur verið alveg ótrúlega mikil rigning og oft þrumuveður meðfylgjandi. Ekki alveg uppáhaldið en ég er að venjast þeim. Ég held að móðir náttúra sé að vinna upp vatnsskortinn frá því í júlí. Það góða við þetta er þó að allt lítur vel út og hitinn er enn nokkuð góður. • 1. skóladagur: er kominn og farinn. Mér líst ansi vel á námið og hlakka til að byrja af alvöru á mánudaginn nk. Þessir þrír dagar í þessari viku voru intro-dagar þar sem við fengum smjörþefinn af þvi sem koma skal. • Peta frænka: kom hér um daginn og gisti eina nótt. Er nú í Canada á kajak. Hlakka til að hitta hana á ný! • Maggi Sæla: kom og var hjá okkur yfir síðustu helgi. Alltaf gott að fá góðan vin í heimsókn! Takk fyrir innlitið, frændi. • Guðný og Guðjón: voru hér í orlofi og komu í mat á föstudagskvöldið sl. Að sjálfsögðu voru málin rædd að systra sið (lesist: hátt og mikið) og mér finnst það alls ekki leiðinlegt. • Íbúðartilboð: vonbr

smá updeit

frá því síðast rigning 1. skóladagur á morgun Peta frænka Maggi Sæla Guðný og Guðjón tilboð um íbúð??? frábært afmæli Kolbeins Hrafns samtal við Gísla Ragnar Gilli í Köben Team America áskorun enn ólokið vonandi heiti pottur kys og kram hanna

Að kvöldi komið

Hanna sagði: Jæja ætli ég sé ekki farin að skulda færslu hér inn. Við erum búin að vera að þvælast heilmikið síðustu daga og vikur og því lítill tími gefist til þess að vera í tölvunni. Þetta er búið að vera mikið gott frí, við sjá og upplifa mikið.   Það er nú ekki góðar fréttir af blessaðri beyglunni á bílnum, því að mannfj...... sem bakkaði á okkur í lok júnímánuðar neitar skaðanum og segist aðeins hafa tjónað hjá okkur hjólkoppinn. Við þurfum því að fara í hart með þetta mál og vona það besta. Það góða er kannski að þar sem hann játar e-ð á sig þá eigum við vonandi góðan möguleika. Djö.... pirrar það mig þegar fólk tekur ekki ábyrgð á gjörðum sínum, segist vera traustsins vert og lýgur svo allt af sér. Það er aldrei að vita nema við þurfum að nýta okkur Balkanmafíuna ;-) Svo að ég svari ykkur varðandi námið sem ég komst inn í, þá kallast þetta nám Afspændingspædagog. Slóðin á skólann er www.skolenforpsykomotorik.dk ef þið viljið skoða þetta. Ég verð að viðurkenna að ég á enn erfit