Jæja ætli ég sé ekki farin að skulda færslu hér inn. Við erum búin að vera að þvælast heilmikið síðustu daga og vikur og því lítill tími gefist til þess að vera í tölvunni. Þetta er búið að vera mikið gott frí, við sjá og upplifa mikið.
Það er nú ekki góðar fréttir af blessaðri beyglunni á bílnum, því að mannfj...... sem bakkaði á okkur í lok júnímánuðar neitar skaðanum og segist aðeins hafa tjónað hjá okkur hjólkoppinn. Við þurfum því að fara í hart með þetta mál og vona það besta. Það góða er kannski að þar sem hann játar e-ð á sig þá eigum við vonandi góðan möguleika. Djö.... pirrar það mig þegar fólk tekur ekki ábyrgð á gjörðum sínum, segist vera traustsins vert og lýgur svo allt af sér. Það er aldrei að vita nema við þurfum að nýta okkur Balkanmafíuna ;-)
Svo að ég svari ykkur varðandi námið sem ég komst inn í, þá kallast þetta nám Afspændingspædagog. Slóðin á skólann er www.skolenforpsykomotorik.dk ef þið viljið skoða þetta. Ég verð að viðurkenna að ég á enn erfitt með að koma innihaldi námsins saman í e-r orð svo að ég hvet ykkur til að skoða heimasíðuna. Ég hlakka til að byrja þó svo að ég kvíði því svolítið, ýmis praktísk atriði eins og økønomi eiga eftir að koma í ljós en ég hef ákveðið að hugsa eins og sannur Íslendingur; "þetta reddast allt saman" - ekki satt, Baba?
Ég verð í haust fríi frá 14. - 22. október og langar mikið að reyna að komast heim en það verður allt að koma í ljós. Er ekki alltaf að vera að draga í HHÍ? Er ekki kominn tími til að ég verði heppin?
Ég er ein heima með börnin þessa stundina, Baldur Freyr og Ásta Lísa farin að sofa og eru nú farin að sofa saman í herbergi, mikið sátt við það systkinin. Finnur er á langþráðum Beck tónleikum í Tivoli og Valla og Guðrún eru á Gavin De Graw tónleikum, einnig í Tivoli. Ég ákvað að skrifa nokkur orð hérna en er svo á leið upp í sófa með rauðvín og súkkó til að lesa Napóleons skjölin eftir Arnald Indriðason.
Ég er hálftóm, bókin kallar á mig og ég ætla að fleygja mér upp í sófa. Ég vona að þið eigið yndislegt kvöld og enn betri helgi. Munið að láta þá sem þið elskið vita af því.
Kys og knus
Hanna
Ummæli